Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 13:45 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15