Jón Arnór í tólfta sinn og Helena í ellefta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2015 16:07 Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir. Mynd/KKÍ Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2015 af KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksambandi Íslands. Þetta er í tólfta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls ellefu sinnum verð valin og það ellefu sinnum í röð. Helena er 27 ára gömul og Jón Arnór 33 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2015 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða). Körfuknattleikskona ársins 2015 1.sæti · Helena Sverrisdóttir 2.sæti · Gunnhildur Gunnarsdóttir 3.sæti · Pálína Gunnlaugsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Körfuknattleiksmaður ársins 2015 1. sæti · Jón Arnór Stefánsson 2. sæti · Hörður Axel Vilhjálmsson 3. sæti · Hlynur Bæringsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Jakob Örn Sigurðarson, Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskji. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 11 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.Mynd/KKÍKörfuknattleikskona ársins 2015 - þrjár efstu Helena Sverrisdóttir · Haukar Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona ársins 2015 með fullt hús stiga. Þetta er í 11. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessum titli núna í 11 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með CCC Polkowise í Póllandi og samdi við Hauka fyrir upphaf þessa tímabils. Helena er lykilleikmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins sem leikur í undankeppni EM kvenna um þessar mundir og eftir tvo leiki leiðir hún liðið í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum. Að auki leiðir hún Domino´s deildina hér í stoðsendingum og er efst Íslendinga í tölfræðiflokkunum fráköst, stig og framlag. Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell Gunnhildur er orðin ein af burðarásum íslenska liðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún liðum sínum mjög mikilvæg. Gunnhildur var einn af lykilmönnum Snæfells sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og var ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar á síðastliðnu ári sem og í ár. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur verið óheppin með meiðsli en leikið mjög vel í þeim leikjum sem hún hefur leikið með landsliðinu og Snæfell það sem af er árinu. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 19 leiki samtals. Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar Pálína lék með Grindavík á síðasta tímabili og skipti í Hauka fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið mjög vel það sem af er ári og er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum með félagsliði sínu Haukum í deildinni. Með landsliðinu er Pálína ein af reyndari leikmönnum liðsins og einn af lykilleikmönnum liðsins sem nú leikur í undankeppni EM 2017. Mynd/KKÍKörfuknattleiksmaður ársins 2015 - efstu þrírJón Arnór Stefánsson · Valencia, SpánnJón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 12 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti frá Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni yfir til Valencia í sömu deild s.l. sumar, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu. Hefur lið Valencia verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Jón Arnór var lykilleikmaður íslenska landsliðsins þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á EM í körfuknattleik, EuroBasket 2015, í fyrsta sinn á síðasta ári. Í ár var svo komið að stóru stundinni þegar íslenska liðið hélt til Berlínar og lék í B-riðli á mótinu gegn mörgum af sterkustu þjóðum álfunnar. Jón Arnór var lykilleikmaður liðsins og leiddi liðið í skoruðum stigum, stoðsendingum og var einn af betri leikmönnum liðsins. Að móti loknum gerði Jón Arnór samning eins og áður segir við Valencia og hefur spilað stórt hlutverk í jöfnu liði og var liðið taplaust í upphafi desembermánaðar í öllum keppnum, bæði í spænsku deildinni og Evrópukeppninni, og er liðið á toppi spænsku deildarinnar um þessar mundir. Hörður Axel Vilhjálmsson · ČEZ Nymburk, TékklandHörður Axel átti frábært ár í Þýskalandi og með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, þar sem hann var ábyrgur fyrir boltanum í upphafi sóknar og skilaði varnarhlutverki sínu frábærlega gegn öflugum andstæðingum mótherjanna. Frammistaða Harðar varð til þess að hann fékk samning hjá liði í efstu deild á Grikklandi. Eftir stutt stopp þar var hann svo keyptur til Tékklands þar sem hann leikur í efstu deild sem og í VTB deildinni og FIBA Europe Cup. Hörður Axel hefur á undanförnum árum orðið einn af lykilleikmönnum landsliðsins og framtíðarleikmaður þess. Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, SvíþjóðHlynur er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og var í lykilhlutverki á Evrópumótinu í sumar þar sem hann lék flestar mínútur íslensku leikmannanna auk þess sem hann tók flest fráköst og stal flestum boltum fyrir Ísland. Hlynur var að spila gegn mun hærri mönnum inni í teignum og stóð sig frábærlega gegn mörgum að sterkustu leikmönnum Evrópu á mótinu. Fréttir ársins 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2015 af KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksambandi Íslands. Þetta er í tólfta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls ellefu sinnum verð valin og það ellefu sinnum í röð. Helena er 27 ára gömul og Jón Arnór 33 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2015 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða). Körfuknattleikskona ársins 2015 1.sæti · Helena Sverrisdóttir 2.sæti · Gunnhildur Gunnarsdóttir 3.sæti · Pálína Gunnlaugsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Körfuknattleiksmaður ársins 2015 1. sæti · Jón Arnór Stefánsson 2. sæti · Hörður Axel Vilhjálmsson 3. sæti · Hlynur Bæringsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Jakob Örn Sigurðarson, Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskji. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 11 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.Mynd/KKÍKörfuknattleikskona ársins 2015 - þrjár efstu Helena Sverrisdóttir · Haukar Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona ársins 2015 með fullt hús stiga. Þetta er í 11. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessum titli núna í 11 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með CCC Polkowise í Póllandi og samdi við Hauka fyrir upphaf þessa tímabils. Helena er lykilleikmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins sem leikur í undankeppni EM kvenna um þessar mundir og eftir tvo leiki leiðir hún liðið í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum. Að auki leiðir hún Domino´s deildina hér í stoðsendingum og er efst Íslendinga í tölfræðiflokkunum fráköst, stig og framlag. Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell Gunnhildur er orðin ein af burðarásum íslenska liðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún liðum sínum mjög mikilvæg. Gunnhildur var einn af lykilmönnum Snæfells sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og var ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar á síðastliðnu ári sem og í ár. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur verið óheppin með meiðsli en leikið mjög vel í þeim leikjum sem hún hefur leikið með landsliðinu og Snæfell það sem af er árinu. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 19 leiki samtals. Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar Pálína lék með Grindavík á síðasta tímabili og skipti í Hauka fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið mjög vel það sem af er ári og er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum með félagsliði sínu Haukum í deildinni. Með landsliðinu er Pálína ein af reyndari leikmönnum liðsins og einn af lykilleikmönnum liðsins sem nú leikur í undankeppni EM 2017. Mynd/KKÍKörfuknattleiksmaður ársins 2015 - efstu þrírJón Arnór Stefánsson · Valencia, SpánnJón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 12 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti frá Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni yfir til Valencia í sömu deild s.l. sumar, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu. Hefur lið Valencia verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Jón Arnór var lykilleikmaður íslenska landsliðsins þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á EM í körfuknattleik, EuroBasket 2015, í fyrsta sinn á síðasta ári. Í ár var svo komið að stóru stundinni þegar íslenska liðið hélt til Berlínar og lék í B-riðli á mótinu gegn mörgum af sterkustu þjóðum álfunnar. Jón Arnór var lykilleikmaður liðsins og leiddi liðið í skoruðum stigum, stoðsendingum og var einn af betri leikmönnum liðsins. Að móti loknum gerði Jón Arnór samning eins og áður segir við Valencia og hefur spilað stórt hlutverk í jöfnu liði og var liðið taplaust í upphafi desembermánaðar í öllum keppnum, bæði í spænsku deildinni og Evrópukeppninni, og er liðið á toppi spænsku deildarinnar um þessar mundir. Hörður Axel Vilhjálmsson · ČEZ Nymburk, TékklandHörður Axel átti frábært ár í Þýskalandi og með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, þar sem hann var ábyrgur fyrir boltanum í upphafi sóknar og skilaði varnarhlutverki sínu frábærlega gegn öflugum andstæðingum mótherjanna. Frammistaða Harðar varð til þess að hann fékk samning hjá liði í efstu deild á Grikklandi. Eftir stutt stopp þar var hann svo keyptur til Tékklands þar sem hann leikur í efstu deild sem og í VTB deildinni og FIBA Europe Cup. Hörður Axel hefur á undanförnum árum orðið einn af lykilleikmönnum landsliðsins og framtíðarleikmaður þess. Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, SvíþjóðHlynur er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og var í lykilhlutverki á Evrópumótinu í sumar þar sem hann lék flestar mínútur íslensku leikmannanna auk þess sem hann tók flest fráköst og stal flestum boltum fyrir Ísland. Hlynur var að spila gegn mun hærri mönnum inni í teignum og stóð sig frábærlega gegn mörgum að sterkustu leikmönnum Evrópu á mótinu.
Fréttir ársins 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira