Fjölmenni við jarðarför Fidda Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 14:52 Fiddi kveður. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull þegar sonur Hafnarfjarðar, Friðrik Oddsson, var jarðsunginn. visir/stefán/bergur ólafsson Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08
Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00
Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36