Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 26-28 | Haukar deildarbikarmeistarar í fimmta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2015 23:00 Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar eftir tveggja marka sigur, 26-28, á Val í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna þetta árlega mót þar sem fjögur efstu lið Olís-deildarinnar mætast. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn í kvöld þróaðist ekki ósvipað og leikur Hauka og Aftureldingar í undanúrslitunum í gær. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15, eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir héldu Valsmönnum svo í hæfilegri fjarlægð framan af seinni hálfleik en Hlíðarendapiltar komu með sterkt áhlaup á lokakaflanum. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Haukar lönduðu tveggja marka sigri, 26-28. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 1-4 en þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn voru fljótir að ná áttum og svöruðu með 5-1 kafla og náðu forystunni, 6-5. Báðir markverðirnir voru í góðum gír í fyrri hálfleik; Grétar Ari Guðjónsson varði jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson byrjaði frábærlega en gaf svo eftir líkt og allt Valsliðið. Gunnar Harðarson kom Val í 7-6 þegar 13 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá tóku Íslandsmeistararnir yfir. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15. Haukarnir þéttu vörnina hjá sér og drógu þar með vígtennurnar úr sóknarmönnum Vals. Sóknaraðgerðir Valsmanna voru ómarkvissar og þeir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Haukavörnin var sterkust fyrir. Haukar áttu fleiri ása uppi í erminni í sókninni en Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson voru öflugir á lokamínútum fyrri hálfleiks og skoruðu fimm af sex síðustu mörkum Hauka fyrir hlé. Íslandsmeistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu í þrígang sex marka forystu. Sóknin gekk vel og vörnin var áfram sterk þótt Grétar hætti að verja í seinni hálfleik. Valsmönnum virtust allar bjargir bannaðar og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 21-26. En þá loksins kom líf í Valsmenn; Hlynur Morthens átti góða innkomu í markið og 5-1 vörn Vals gerði Haukum erfitt fyrir. Valsmenn skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-27. Daníel Þór Ingason var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð fyrir Val. Í stöðunni 26-27 fengu Haukar vítakast og þar með gullið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir. Janus Daði Smárason steig fram en Hlynur varði skot hans. Valsmenn áttu möguleika á að jafna metin í næstu sókn en Geir Guðmundsson tapaði boltanum klaufalega. Haukarnir spiluðu skynsamlega á lokamínútunni og Egill Eiríksson tryggði sigur Hafnfirðinga þegar hann skoraði 28. mark þeirra. Lokatölur 26-28, Haukum í vil. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Adam kom næstur með sex. Einar Pétur Pétursson og Heimir Óli Heimisson skoruðu fjögur mörk hvor. Grétar varði 12 skot í markinu (32%). Hjá Valsmönnum var Sveinn Aron Sveinsson atkvæðamestur með sex mörk en Geir kom næstur með fimm. Sigurður varði 11 skot (34%) og Hlynur sex af þeim 13 sem hann fékk á sig eftir að hann kom inn á (46%).Gunnar: Stóru bikararnir eru eftir Haukar unnu í kvöld sinn fyrsta titil undir stjórn Gunnars Magnússonar þegar þeir lögðu Val að velli, 26-28, í úrslitaleik deildarbikarsins. Aðspurður sagðist Gunnar vonast til að þetta væri bara byrjunin á áframhaldandi velgengni Hafnarfjarðarliðsins. "Það er vonandi, stóru bikararnir eru eftir," sagði Gunnar sem er sáttur með uppskeruna á fyrri hluta tímabilsins. "Við förum sáttir í jólafrí. Við efstir í deildinni, komnir áfram í bikarkeppninni, fórum í 3. umferð í Evrópukeppni og orðnir deildarbikarmeistarar. "Engu að síður vitum við að aðalmánuðirnir eru eftir og við þurfum að vera klárir fyrir þá." Leikurinn í kvöld þróaðist á svipaðan hátt og undanúrslitaleikurinn gegn Aftureldingu í gær, þar sem Haukar voru með gott forskot í hálfleik eftir öflugan lokakafla í fyrri hálfleik en gáfu svo eftir á lokakaflanum. Þeir náðu þó að landa sigri í báðum leikjunum. "Mér fannst við hafa frumkvæðið mestallan leikinn og vera sterkari aðilinn en vorum klaufar undir lokin og hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur. En við sýndum styrk með því að klára þetta," sagði Gunnar sem hverfur nú til starfa með karlalandsliðinu þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar. "Landsliðið byrjar að æfa á morgun og Einar (Jónsson, aðstoðarþjálfari Hauka) sér um þjálfunina á meðan ég er í burtu. Liðið er í góðum höndum og það er oft gott að fá pásu frá mér," sagði Gunnar kankvís að lokum.Óskar Bjarni: Keyrðum ekki neitt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði slakan fyrri hálfleiks hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins í kvöld. Valsmenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, og sami munur var á liðunum þegar 10 mínútur voru eftir. En Valsmenn komu þá með gott áhlaup og voru nálægt því að tryggja sér framlengingu. "Við vorum of mikið á hælunum í fyrri hálfleik og ekki nógu sprækir. Kannski duttum við of seint í gírinn en mér fannst við vera komnir með þetta og áttum að ná að jafna," sagði Óskar en Valsmenn unnu þennan titil í fyrra. "Miðað við lokamínúturnar áttum við skilið að fara með leikinn í framlengingu en miðað við fyrri hálfleikinn áttum við ekkert skilið," bætti þjálfarinn við. En hvað vantaði upp á í leik Vals í fyrri hálfleiknum? "Það vantaði nú bara alla þættina. Við vorum lengi til baka, vörnin var góð framan af áður en hún fór að slitna. Svo fengum við engin mörk úr hraðaupphlaupum né hraðri miðju því við keyrðum ekkert," sagði Óskar. Hann sagði að Valsmenn hefðu e.t.v. átt að reyna hleypa leiknum fyrr upp en 5-1 vörn þeirra gerði Haukum erfitt fyrir á lokakaflanum. "Hlynur (Morthens, markvörður Vals) breytir þessu og kannski áttum við að fara fyrr í 5-1 vörn og reyna að hleypa leiknum upp, því 6-0 vörnin virkaði ekki," sagði Óskar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar eftir tveggja marka sigur, 26-28, á Val í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna þetta árlega mót þar sem fjögur efstu lið Olís-deildarinnar mætast. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn í kvöld þróaðist ekki ósvipað og leikur Hauka og Aftureldingar í undanúrslitunum í gær. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15, eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir héldu Valsmönnum svo í hæfilegri fjarlægð framan af seinni hálfleik en Hlíðarendapiltar komu með sterkt áhlaup á lokakaflanum. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Haukar lönduðu tveggja marka sigri, 26-28. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 1-4 en þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn voru fljótir að ná áttum og svöruðu með 5-1 kafla og náðu forystunni, 6-5. Báðir markverðirnir voru í góðum gír í fyrri hálfleik; Grétar Ari Guðjónsson varði jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson byrjaði frábærlega en gaf svo eftir líkt og allt Valsliðið. Gunnar Harðarson kom Val í 7-6 þegar 13 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá tóku Íslandsmeistararnir yfir. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15. Haukarnir þéttu vörnina hjá sér og drógu þar með vígtennurnar úr sóknarmönnum Vals. Sóknaraðgerðir Valsmanna voru ómarkvissar og þeir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Haukavörnin var sterkust fyrir. Haukar áttu fleiri ása uppi í erminni í sókninni en Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson voru öflugir á lokamínútum fyrri hálfleiks og skoruðu fimm af sex síðustu mörkum Hauka fyrir hlé. Íslandsmeistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu í þrígang sex marka forystu. Sóknin gekk vel og vörnin var áfram sterk þótt Grétar hætti að verja í seinni hálfleik. Valsmönnum virtust allar bjargir bannaðar og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 21-26. En þá loksins kom líf í Valsmenn; Hlynur Morthens átti góða innkomu í markið og 5-1 vörn Vals gerði Haukum erfitt fyrir. Valsmenn skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-27. Daníel Þór Ingason var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð fyrir Val. Í stöðunni 26-27 fengu Haukar vítakast og þar með gullið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir. Janus Daði Smárason steig fram en Hlynur varði skot hans. Valsmenn áttu möguleika á að jafna metin í næstu sókn en Geir Guðmundsson tapaði boltanum klaufalega. Haukarnir spiluðu skynsamlega á lokamínútunni og Egill Eiríksson tryggði sigur Hafnfirðinga þegar hann skoraði 28. mark þeirra. Lokatölur 26-28, Haukum í vil. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Adam kom næstur með sex. Einar Pétur Pétursson og Heimir Óli Heimisson skoruðu fjögur mörk hvor. Grétar varði 12 skot í markinu (32%). Hjá Valsmönnum var Sveinn Aron Sveinsson atkvæðamestur með sex mörk en Geir kom næstur með fimm. Sigurður varði 11 skot (34%) og Hlynur sex af þeim 13 sem hann fékk á sig eftir að hann kom inn á (46%).Gunnar: Stóru bikararnir eru eftir Haukar unnu í kvöld sinn fyrsta titil undir stjórn Gunnars Magnússonar þegar þeir lögðu Val að velli, 26-28, í úrslitaleik deildarbikarsins. Aðspurður sagðist Gunnar vonast til að þetta væri bara byrjunin á áframhaldandi velgengni Hafnarfjarðarliðsins. "Það er vonandi, stóru bikararnir eru eftir," sagði Gunnar sem er sáttur með uppskeruna á fyrri hluta tímabilsins. "Við förum sáttir í jólafrí. Við efstir í deildinni, komnir áfram í bikarkeppninni, fórum í 3. umferð í Evrópukeppni og orðnir deildarbikarmeistarar. "Engu að síður vitum við að aðalmánuðirnir eru eftir og við þurfum að vera klárir fyrir þá." Leikurinn í kvöld þróaðist á svipaðan hátt og undanúrslitaleikurinn gegn Aftureldingu í gær, þar sem Haukar voru með gott forskot í hálfleik eftir öflugan lokakafla í fyrri hálfleik en gáfu svo eftir á lokakaflanum. Þeir náðu þó að landa sigri í báðum leikjunum. "Mér fannst við hafa frumkvæðið mestallan leikinn og vera sterkari aðilinn en vorum klaufar undir lokin og hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur. En við sýndum styrk með því að klára þetta," sagði Gunnar sem hverfur nú til starfa með karlalandsliðinu þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar. "Landsliðið byrjar að æfa á morgun og Einar (Jónsson, aðstoðarþjálfari Hauka) sér um þjálfunina á meðan ég er í burtu. Liðið er í góðum höndum og það er oft gott að fá pásu frá mér," sagði Gunnar kankvís að lokum.Óskar Bjarni: Keyrðum ekki neitt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði slakan fyrri hálfleiks hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins í kvöld. Valsmenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, og sami munur var á liðunum þegar 10 mínútur voru eftir. En Valsmenn komu þá með gott áhlaup og voru nálægt því að tryggja sér framlengingu. "Við vorum of mikið á hælunum í fyrri hálfleik og ekki nógu sprækir. Kannski duttum við of seint í gírinn en mér fannst við vera komnir með þetta og áttum að ná að jafna," sagði Óskar en Valsmenn unnu þennan titil í fyrra. "Miðað við lokamínúturnar áttum við skilið að fara með leikinn í framlengingu en miðað við fyrri hálfleikinn áttum við ekkert skilið," bætti þjálfarinn við. En hvað vantaði upp á í leik Vals í fyrri hálfleiknum? "Það vantaði nú bara alla þættina. Við vorum lengi til baka, vörnin var góð framan af áður en hún fór að slitna. Svo fengum við engin mörk úr hraðaupphlaupum né hraðri miðju því við keyrðum ekkert," sagði Óskar. Hann sagði að Valsmenn hefðu e.t.v. átt að reyna hleypa leiknum fyrr upp en 5-1 vörn þeirra gerði Haukum erfitt fyrir á lokakaflanum. "Hlynur (Morthens, markvörður Vals) breytir þessu og kannski áttum við að fara fyrr í 5-1 vörn og reyna að hleypa leiknum upp, því 6-0 vörnin virkaði ekki," sagði Óskar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira