Mjög fallegt jólaveður í kortunum en hvassviðri og skafrenningur víða í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:11 Það verða að öllum líkindum hvít jól á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm „Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
„Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira