Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Justin Bieber er spenntur fyrir Íslandi. mynd/getty Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira