Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. desember 2015 07:00 Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira