Aron: Getum allt á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 07:00 Aron Pálmarsson fékk smá stríðni frá fyrirliðanum, Guðjóni Val Sigurðssyni, í gær. Vísir/Eva Björk Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira