Sýna fólki hvað þær borða Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 08:30 Erna og Lilja hafa gaman af því að prufa sig áfram í eldhúsinu. Vísir/Ernir „Við höfum báðar mjög mikinn áhuga á mat og vorum að deila uppskriftum á milli okkar og ákváðum að gera blogg saman svo við gætum sýnt fólki, sem var að spyrja að því, hvað í ósköpunum við værum að borða,“ segir Lilja Líf Magnúsdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Ernu Völu Arnardóttur, heldur úti vefsíðunni Joyfulfruitlovers.com. Lilja og Erna, sem eru báðar nítján ára, settu vefsíðuna sjálfar upp og taka allar myndirnar. Síðunni hafa þær haldið úti í rúmlega eitt og hálft ár og birta þar eigin uppskriftir en þær eru báðar vegan. „Við rákumst á þetta á svipuðum tíma, stuttu eftir það kynntumst við og fannst gaman að finna manneskju sem hafði sama áhugamál. Við erum bara búnar að vera eins og flís við rass síðan,“ segir Lilja glöð í bragði. Síðastliðið sumar fóru þær saman á hráfæðismatarhátíðina Woodstock Fruit Festival í Bandaríkjunum og gerðust í kjölfarið hráfæðisvegan. Þeim finnst skemmtilegast að borða heima þótt þær heimsæki einnig salatbari og veganveitingastaði. „Okkur finnst skemmtilegast að borða bara heima saman af því okkur finnst svo gaman að búa til sjálfar í eldhúsinu.“ Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Við höfum báðar mjög mikinn áhuga á mat og vorum að deila uppskriftum á milli okkar og ákváðum að gera blogg saman svo við gætum sýnt fólki, sem var að spyrja að því, hvað í ósköpunum við værum að borða,“ segir Lilja Líf Magnúsdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Ernu Völu Arnardóttur, heldur úti vefsíðunni Joyfulfruitlovers.com. Lilja og Erna, sem eru báðar nítján ára, settu vefsíðuna sjálfar upp og taka allar myndirnar. Síðunni hafa þær haldið úti í rúmlega eitt og hálft ár og birta þar eigin uppskriftir en þær eru báðar vegan. „Við rákumst á þetta á svipuðum tíma, stuttu eftir það kynntumst við og fannst gaman að finna manneskju sem hafði sama áhugamál. Við erum bara búnar að vera eins og flís við rass síðan,“ segir Lilja glöð í bragði. Síðastliðið sumar fóru þær saman á hráfæðismatarhátíðina Woodstock Fruit Festival í Bandaríkjunum og gerðust í kjölfarið hráfæðisvegan. Þeim finnst skemmtilegast að borða heima þótt þær heimsæki einnig salatbari og veganveitingastaði. „Okkur finnst skemmtilegast að borða bara heima saman af því okkur finnst svo gaman að búa til sjálfar í eldhúsinu.“
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira