Geir: 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Geir Þorsteinsson býður sig aftur fram á ársþinginu um helgina. Vísir/Anton Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira