Mætti poppa upp og stílfæra Reykjavíkurmótið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:30 Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar án Orra Sigurðar Ómarssonar, en fleiri leikmenn sem komu að utan úr atvinnumennsku eins og Pálmi Rafn hjá KR og Thomas Nielsen, markvörður Víkings, máttu ekki spila. Fréttablaðið/Andri Marinó Valur varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla á dögunum. Hann vann Leikni í úrslitaleik, en leikinn spilaði ekki Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaðurinn öflugi sem Hlíðarendafélagið sótti til AGF í Árósum. Hann kom heim aftur sem atvinnumaður og fær því ekki leikheimild fyrr en 21. febrúar samkvæmt TMS-kerfi FIFA (Transfer Matching System). Orri Sigurður er fyrir löngu fluttur heim og byrjaður að æfa með liðinu en vegna þess að fyrri félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast ekki fyrr en 21. febrúar gat hann ekki tekið þátt í Reykjavíkurmótinu. Það sem meira er, hann missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í heildina missir Orri Sigurður af átta mótsleikjum á undirbúningstímabilinu. Hann er ekki einn um þetta. KR var án Pálma Rafns Pálmasonar og Sörens Fredriksen, sem komu frá Noregi og Danmörku, allt Reykjavíkurmótið og fyrsta leik í Lengjubikar. Víkingar gátu heldur ekki teflt fram nýjum markverði liðsins í fjórum leikjum í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik í Lengjubikarnum. Þetta eru engin ný tíðindi, en megn óánægja ríkir nú á meðal reykvísku liðanna á meðan þau horfa upp á liðin utan Reykjavíkur spila á hverjum sem þeir vilja í Fótbolti.net-mótinu. Þar mega leikmenn sem eru meira að segja á reynslu spila leikina og gengu Þróttarar svo langt að taka þátt í báðum mótum. Þeir tefldu fram aðalliðinu í Fótbolti.net-mótinu en ungum og óreyndum strákum í Reykjavíkurmótinu. „Við fáum bara þessa daga frá 21. febrúar til 15. maí. Við höfum enga heimild til þess að láta leikmenn sem koma hér sem atvinnumenn spila fyrir þann tíma,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið. Í reglum FIFA um félagaskiptaglugga segir að tvisvar eigi að opna fyrir félagaskipti. Fyrri glugginn má vera opinn í tólf vikur fyrir tímabil og hinn í mesta lagi fjórar vikur á miðju tímabili. „Við getum ekki lengt hann en hugsanlega getum við fært hann til,“ segir Þórir, en ef glugginn verður færður fram til 1. janúar til dæmis skapar það ný vandamál fyrir liðin. „Mér hefur fundist að menn séu ekki opnir fyrir því að færa gluggann til því þá lokast hann fyrr á vorin. Ef hann er opnaður 1. janúar þarf að loka honum einum og hálfum mánuði fyrir mót og það gengur ekki upp,“ segir Þórir. Hann vonast til að liðin haldi tryggð við Reykjavíkurmótið og fari eftir reglum FIFA. „Ég vona það og treysti á það. Við búum bara við þetta umhverfi í þessum efnum,“ segir Þórir. „Það mætti hugsa sér einhverja undanþágu fyrir leikmenn eins og Orra Sigurð og fleiri sem eru komnir með samning og búnir að ganga frá félagaskiptum,“ segir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fréttablaðið. „Við berum mikla virðingu fyrir Reykjavíkurmótinu þó það megi sjálfsagt poppa það upp og stílfæra, en sannarlega má gera undanþágu fyrir leikmenn sem eru búnir að gera samning og eru með allt klappað og klárt.“ Þegar kemur að undirbúningsmótunum vill hann færa Lengjubikarinn aftur fyrir TMS-dagsetninguna svo öll liðin sitji við sama borð. „Orri missir ekki bara af þessum leikjum í Reykjavíkurmótinu því við spiluðum fyrsta leikinn í Lengjubikarnum og spilum aftur á laugardaginn. Hann fær ekki leikheimild fyrr en daginn eftir og missir því af tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Þarna finnst mér ekki allir sitja við sama borð,“ segir Börkur. Hann er þó ekki hrifinn af því að leyfa mönnum á reynslu að spila leiki í Reykjavíkurmótinu og Kristinn Kjærnested, kollegi hans hjá KR, er sammála. „Það eru alls konar vandamál sem geta fylgt því og það er kannski óþarfa skref. En það er blóðugt að geta ekki spilað á leikmanni eins og Pálma Rafni sem er löngu byrjaður að æfa og er klár með sinn samning. Hann horfði bara á allt Reykjavíkurmótið úr stúkunni,“ segir Kristinn Kjærnested. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Valur varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla á dögunum. Hann vann Leikni í úrslitaleik, en leikinn spilaði ekki Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaðurinn öflugi sem Hlíðarendafélagið sótti til AGF í Árósum. Hann kom heim aftur sem atvinnumaður og fær því ekki leikheimild fyrr en 21. febrúar samkvæmt TMS-kerfi FIFA (Transfer Matching System). Orri Sigurður er fyrir löngu fluttur heim og byrjaður að æfa með liðinu en vegna þess að fyrri félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast ekki fyrr en 21. febrúar gat hann ekki tekið þátt í Reykjavíkurmótinu. Það sem meira er, hann missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í heildina missir Orri Sigurður af átta mótsleikjum á undirbúningstímabilinu. Hann er ekki einn um þetta. KR var án Pálma Rafns Pálmasonar og Sörens Fredriksen, sem komu frá Noregi og Danmörku, allt Reykjavíkurmótið og fyrsta leik í Lengjubikar. Víkingar gátu heldur ekki teflt fram nýjum markverði liðsins í fjórum leikjum í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik í Lengjubikarnum. Þetta eru engin ný tíðindi, en megn óánægja ríkir nú á meðal reykvísku liðanna á meðan þau horfa upp á liðin utan Reykjavíkur spila á hverjum sem þeir vilja í Fótbolti.net-mótinu. Þar mega leikmenn sem eru meira að segja á reynslu spila leikina og gengu Þróttarar svo langt að taka þátt í báðum mótum. Þeir tefldu fram aðalliðinu í Fótbolti.net-mótinu en ungum og óreyndum strákum í Reykjavíkurmótinu. „Við fáum bara þessa daga frá 21. febrúar til 15. maí. Við höfum enga heimild til þess að láta leikmenn sem koma hér sem atvinnumenn spila fyrir þann tíma,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið. Í reglum FIFA um félagaskiptaglugga segir að tvisvar eigi að opna fyrir félagaskipti. Fyrri glugginn má vera opinn í tólf vikur fyrir tímabil og hinn í mesta lagi fjórar vikur á miðju tímabili. „Við getum ekki lengt hann en hugsanlega getum við fært hann til,“ segir Þórir, en ef glugginn verður færður fram til 1. janúar til dæmis skapar það ný vandamál fyrir liðin. „Mér hefur fundist að menn séu ekki opnir fyrir því að færa gluggann til því þá lokast hann fyrr á vorin. Ef hann er opnaður 1. janúar þarf að loka honum einum og hálfum mánuði fyrir mót og það gengur ekki upp,“ segir Þórir. Hann vonast til að liðin haldi tryggð við Reykjavíkurmótið og fari eftir reglum FIFA. „Ég vona það og treysti á það. Við búum bara við þetta umhverfi í þessum efnum,“ segir Þórir. „Það mætti hugsa sér einhverja undanþágu fyrir leikmenn eins og Orra Sigurð og fleiri sem eru komnir með samning og búnir að ganga frá félagaskiptum,“ segir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fréttablaðið. „Við berum mikla virðingu fyrir Reykjavíkurmótinu þó það megi sjálfsagt poppa það upp og stílfæra, en sannarlega má gera undanþágu fyrir leikmenn sem eru búnir að gera samning og eru með allt klappað og klárt.“ Þegar kemur að undirbúningsmótunum vill hann færa Lengjubikarinn aftur fyrir TMS-dagsetninguna svo öll liðin sitji við sama borð. „Orri missir ekki bara af þessum leikjum í Reykjavíkurmótinu því við spiluðum fyrsta leikinn í Lengjubikarnum og spilum aftur á laugardaginn. Hann fær ekki leikheimild fyrr en daginn eftir og missir því af tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Þarna finnst mér ekki allir sitja við sama borð,“ segir Börkur. Hann er þó ekki hrifinn af því að leyfa mönnum á reynslu að spila leiki í Reykjavíkurmótinu og Kristinn Kjærnested, kollegi hans hjá KR, er sammála. „Það eru alls konar vandamál sem geta fylgt því og það er kannski óþarfa skref. En það er blóðugt að geta ekki spilað á leikmanni eins og Pálma Rafni sem er löngu byrjaður að æfa og er klár með sinn samning. Hann horfði bara á allt Reykjavíkurmótið úr stúkunni,“ segir Kristinn Kjærnested.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira