Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra kolbeinn óttarsson proppé skrifar 18. mars 2015 11:15 Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira