Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira