Karlakór á hnefanum Jónas Sen skrifar 13. apríl 2015 11:00 Vortónleikar Stormsveitarinnar Salnum í Kópavogi laugardaginn 11. apríl Í flestum tilvikum koma kórar fram með píanóleikara. En á laugardagskvöldið var boðið upp á tónleika með karlakór sem söng í fjórum röddum við undirleik rokkhljómsveitar. Þetta var Stormsveitin sem var stofnuð árið 2011. Stefanía Svavarsdóttir söng einsöng með kórnum á tímabili á tónleikunum. Fyrir þá sem ekki vita vann hún Söngvakeppni Samfés árið 2008, þá sextán ára gömul. Svo flutti hún eitt af lögunum í Eurovision-forkeppninni í ár. Hún hefur fallega, bjarta rödd og afslappaða sviðsframkomu. Kórinn var ekki slæmur. Eitt og eitt lag var ekki alveg hreint, en í það heila var söngurinn ágætlega samstilltur. Rokksveitin var líka góð, samanstóð af fínum hljóðfæraleikurum. Og lögin voru skemmtileg, þarna voru gamlir rokkslagarar, bæði erlendir og innlendir, í bland við þekkta karlakórsmúsík og þjóðlög. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að kórsöngurinn var ákaflega einhæfur. Kórinn þrumaði út út sér hverju laginu á fætur öðru með yfirbragði sem var alltaf eins. Flest lögin voru tekin á hnefanum, þau voru bókstaflega lamin áfram. Hljóðstyrkurinn var líka býsna mikill, og það skilaði sér í einhvers konar ofsa sem var þreytandi að upplifa. Rokksveitin magnaði svo herlegheitin upp úr öllu valdi. Til allrar óhamingju var hljóðið ekki nægilega vel stillt. Trommuleikurinn var alltof hávær, sem gerði tónlistina gríðarlega þunga. Lög sem eiga að vera létt og glaðleg, eins og t.d. Brúðkaupsvísur Þursaflokksins, hljómuðu hér eins og örvæntingarfullt neyðarkall. Það skorti galsa og eftirvæntingu í sönginn. Í staðinn var bara tryllingur sem afskræmdi tónlistina. Á tímabili var kórinn eins og hrædd fílahjörð sem óð yfir allt og alla, tré og runna, konur og börn. Hugsanlega er þarna um að kenna að það var enginn kórstjóri. Enginn sem hafði hemil á kórnum og hélt honum fókuseruðum. Kórinn mun þó hafa raddþjálfara, en það er ekki nóg. Svona kraftmiklir karlar þurfa aga. Eins og áður sagði kom Stefanía Svavarsdóttir fram, söng bæði með kórnum og líka ein með rokksveitinni. Söngur hennar var glæsilegur, kraftmikill og tær. En styrkleikajafnvægið á milli hennar og rokkbandsins var ekki eins og það átti að vera. Trommurnar voru of sterkar sem fyrr, og í það heila var heildarhljómurinn óttalega gruggugur. Stormsveitin er þó efnilegur sönghópur. Hann þarf bara betri listræna stjórnun. Einhvern sem fágar hann og hjálpar honum að skapa meiri breidd í túlkunina. Vonandi ber hann gæfu til að gera það. Niðurstaða: Góður kór en einhæfur, auk þess sem hljóðið var ekki eins og best verður á kosið. Eurovision Gagnrýni Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Vortónleikar Stormsveitarinnar Salnum í Kópavogi laugardaginn 11. apríl Í flestum tilvikum koma kórar fram með píanóleikara. En á laugardagskvöldið var boðið upp á tónleika með karlakór sem söng í fjórum röddum við undirleik rokkhljómsveitar. Þetta var Stormsveitin sem var stofnuð árið 2011. Stefanía Svavarsdóttir söng einsöng með kórnum á tímabili á tónleikunum. Fyrir þá sem ekki vita vann hún Söngvakeppni Samfés árið 2008, þá sextán ára gömul. Svo flutti hún eitt af lögunum í Eurovision-forkeppninni í ár. Hún hefur fallega, bjarta rödd og afslappaða sviðsframkomu. Kórinn var ekki slæmur. Eitt og eitt lag var ekki alveg hreint, en í það heila var söngurinn ágætlega samstilltur. Rokksveitin var líka góð, samanstóð af fínum hljóðfæraleikurum. Og lögin voru skemmtileg, þarna voru gamlir rokkslagarar, bæði erlendir og innlendir, í bland við þekkta karlakórsmúsík og þjóðlög. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að kórsöngurinn var ákaflega einhæfur. Kórinn þrumaði út út sér hverju laginu á fætur öðru með yfirbragði sem var alltaf eins. Flest lögin voru tekin á hnefanum, þau voru bókstaflega lamin áfram. Hljóðstyrkurinn var líka býsna mikill, og það skilaði sér í einhvers konar ofsa sem var þreytandi að upplifa. Rokksveitin magnaði svo herlegheitin upp úr öllu valdi. Til allrar óhamingju var hljóðið ekki nægilega vel stillt. Trommuleikurinn var alltof hávær, sem gerði tónlistina gríðarlega þunga. Lög sem eiga að vera létt og glaðleg, eins og t.d. Brúðkaupsvísur Þursaflokksins, hljómuðu hér eins og örvæntingarfullt neyðarkall. Það skorti galsa og eftirvæntingu í sönginn. Í staðinn var bara tryllingur sem afskræmdi tónlistina. Á tímabili var kórinn eins og hrædd fílahjörð sem óð yfir allt og alla, tré og runna, konur og börn. Hugsanlega er þarna um að kenna að það var enginn kórstjóri. Enginn sem hafði hemil á kórnum og hélt honum fókuseruðum. Kórinn mun þó hafa raddþjálfara, en það er ekki nóg. Svona kraftmiklir karlar þurfa aga. Eins og áður sagði kom Stefanía Svavarsdóttir fram, söng bæði með kórnum og líka ein með rokksveitinni. Söngur hennar var glæsilegur, kraftmikill og tær. En styrkleikajafnvægið á milli hennar og rokkbandsins var ekki eins og það átti að vera. Trommurnar voru of sterkar sem fyrr, og í það heila var heildarhljómurinn óttalega gruggugur. Stormsveitin er þó efnilegur sönghópur. Hann þarf bara betri listræna stjórnun. Einhvern sem fágar hann og hjálpar honum að skapa meiri breidd í túlkunina. Vonandi ber hann gæfu til að gera það. Niðurstaða: Góður kór en einhæfur, auk þess sem hljóðið var ekki eins og best verður á kosið.
Eurovision Gagnrýni Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira