Fáum við betri upplýsingar um gengislán? Ólafur Stephensen skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun