Makríll og markaðslausnir Björt Ólafsdóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Björt Ólafsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar