Er rétt að tefla börnum fram í fjölmiðlum? Þóra Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun