Verður aldrei eins vont og það var Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 22. maí 2015 07:00 Svona gerist eiginlega skref fyrir skref, þegar ég var að vinna að bókinni um mig þá var ég ekki komin á þennan stað,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona, sem sagði í síðustu viku frá heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn. Saga Guðrúnar vakti mikla athygli en sjálf hefur hún um árabil unnið með þolendum ofbeldis og verið baráttukona fyrir þá sem minna mega sín. Hún hefur aldrei opnað sig opinberlega um þessa reynslu fyrr en nú.Sagði ekki frá Guðrún segir að kannski sé það vegna þess að hún hafi unnið að þessum málum sem hún hafi áttað sig á hvers vegna það væri mikilvægt að stíga fram og tala um reynslu sína. Til þess að opna á umræðu um hversu erfitt það sé fyrir börn að segja frá slíkum aðstæðum og mikilvægt að fjölskyldur fái hjálp. Guðrún hefur undanfarin ár verið tengiliður vistheimila og tekið yfir 1.000 viðtöl við þolendur ofbeldis á vistheimilum víða um land. „Mér finnst oft gleymast bæði þessi trúnaður barna við foreldra og þessi mikla ást sem þau bera til foreldra sinna. Og þá hugsaði ég hvernig var þetta hjá mér, það var nákvæmlega eins og þetta, ég var nákvæmlega eins og öll önnur börn, ég sagði ekki frá.“Sá bara rautt Leyndarmálið sem hún sagði aldrei frá var að faðir hennar beitti móður hennar líkamlegu ofbeldi þegar hann var undir áhrifum áfengis. „Hann drakk lítið, í hæsta lagi einu sinni á ári og varla það. En þegar hann gerði það og þegar hann sá mömmu þá sá hann bara rautt.“ Það var erfitt fyrir lítið barn að skilja þessar aðstæður. „Hann gekk berserksgang, húsgögnum var stútað og hann barði hana eins og harðfisk. Svo kom löggan og tók hann en eftir sat heimilið í rjúkandi rúst,“ segir hún. Dagana á eftir var hann fullur iðrunar. „Þá tók við mjög sérkennilegt tímabil, það er þetta tímabil mikillar sektarkenndar,“ segir hún. „Það var mikil eftirsjá hjá honum. Mikill grátur hjá þeim báðum. Og þetta horfir maður allt á sem barn og nær auðvitað ekkert alltaf að skilja allt. Það er ekki síður erfitt fyrir barn að vera áhorfandi og auðvitað þátttakandi. Þetta gerðist allt inni á heimilinu.“Látin róa föður sinn Faðir Guðrúnar lagði aldrei hendur á hana og í raun var hún notuð til þess að róa hann þegar hann var í þessum ham. Ef Guðrún var sjáanleg beitti hann ekki ofbeldi. „Börn eiga ekki að vera í þannig stöðu. Ég var sett í fangið á honum og þá var hann góður.“ Með tímanum þegar hún var orðin eldri lærði hún sjálf hvað ætti að gera. „Það gerðist á einhverju bili að ég eiginlega tók svolítið völdin. Það eiga börn heldur ekki að gera. Það var búið að venja mig á að setja mig í fangið á honum þegar hann var fullur því hann gerði ekki neitt þegar ég var nálægt. Þegar ég var ósýnileg þá gat hann hjólað í mömmu.“Kvíðinn læstist um líkamann Guðrún man svipmyndir frá því hún var bara nokkurra ára gömul. Tilfinningin og hræðslan er skýr í minningunni. Ein svipmyndin er af því þegar hún stendur við gluggann ásamt móður sinni og ömmu sem bjó með þeim. Faðir hennar var ekki kominn heim úr vinnu og þær vissu hvað var í vændum. „Þá fann maður kvíðann læsast um líkamann, bara hverja frumu, þá stóð maður bara og pissaði niður úr. Angistin er slík þú ræður eiginlega ekki við neitt. Þetta er bara lömun,“ segir hún. Þó að ofbeldið væri ekki rætt þá vissi hún hvað var í gangi og hvenær væri von á því.Skugginn sem hvíldi yfir Guðrún man eftir að hafa komið heim einu sinni eftir að hafa gist annars staðar og hún fann að það var eitthvað í loftinu. „Ég skynjaði stemminguna. Það hafði eitthvað gerst en enginn sagði neitt. Það er eitthvað nýtt inni á heimilinu en þú veist ekki hvað. Maður er bara barn en börn lesa alltaf í aðstæður. Það getur vel verið að ég sé eitthvað næm en ég held að barnssálin sé einmitt svona næm. Þess vegna þarf maður alltaf að vera með þessa aðgát. Kannski hefði bara átt að setjast niður með manni og tala um það en þessi kynslóð talaði aldrei um svona hluti.“Kjörbarn foreldra sinna Ofbeldið var sem svartur skuggi á annars góðu lífi fjölskyldunnar. Heimilislífið var gott nema þegar faðir hennar drakk. „Ég er alin upp við alveg kjöraðstæður, mikla ást og umhyggju, en auðvitað fullt undir niðri sem maður hefur þurft að glíma við en hver segir að þetta eigi allt að vera slétt og fellt. Það er nú meiri vitleysan,“ segir hún og skellir upp úr. Guðrún er kjörbarn foreldra en fyrir átti móðir hennar þrjú börn „Kynmóðir mín var besta vinkona þeirra. Hún var nýskilin og ein með börn,“ segir hún. „Ég var alin upp við gríðarlega mikla virðingu fyrir Huldu mömmu minni. Ég þekkti alltaf systkini mín og það var aldrei neitt leyndarmál með það. Ég man að pabbi sagði oft að við ættum Huldu allt að þakka.“ Sjálf ættleiddi Guðrún svo barn með eiginmanni sínum þegar hún var orðin fullorðin. „Ég gat þá launað fyrir mig,“ segir hún.Reynslan situr í frumunum Fyrir utan skuggahlið föður hennar þá var hann réttsýnn maður og kenndi henni að líta aldrei niður á nokkurn mann. Það voru því flóknar tilfinningar sem fylgdu því að upplifa að hann hafði líka þessa hlið. „Ég er alin upp við mjög mikla réttlætishugsun og að maður ætti aldrei að vera í dómarasæti. Ég bjó rétt hjá braggahverfum og maður var eiginlega skikkaður af pabba að braggabörnin væru alltaf velkomin,“ segir hún. „Ég bjó við mikla ást og var mjög heppin. Síðan auðvitað er alls konar eins og þetta stóra sár sem maður lagar og læknar og lifir með. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að þessi reynsla sæti svona svakalega í frumunum.“ Hún sagði engum frá ofbeldinu, ekki einu sinni sínum bestu vinum. „Bara ömmu því við deildum herbergi. En hún dó þegar ég var þrettán ára og þá talaði maður ekki um þetta. Síðan gerist það að maður lokar þetta í einhverju hólfi og þú hefur enga þörf fyrir að tala um það.“Viðbrögðin komu á óvart Ekki fyrr en nú að hún taldi rétta tímann til að opna sig. Hún var tilbúin. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fjölmargir hafa hringt og sent henni skilaboð. Margir sem búa að sömu reynslu. Áður en hún hélt erindið á málþinginu bjóst hún alls ekki við þessum viðbrögðum. „Svo byrja ég erindið og þá finn ég bara að ég er að tala í sal sem er með þannig hlustunarskilyrði að þau hlusta með hjartanu. Þau heyra allt sem ég er að segja, eiginlega meira, þau heyra í kringum það sem ég er að segja,“ segir hún og heldur áfram: „Ég skynjaði mjög sterkt að ég var að tala við marga sem höfðu nákvæmlega sömu reynslu og það var magnað. Ég fann það á faðmlögunum frá ókunnugu fólki á eftir.“ Guðrún segir það hafa verið góða tilfinningu að segja loksins frá. Það hafa margir með sömu reynslu haft samband við hana. „Erfiðast finnst mér þegar fólk er að lýsa ofbeldi gegn sér. Það toppar allt óréttlæti heimsins að beita börn ofbeldi. Varnarlaus börn. Ég er að vona að þetta verði til þess að fólk geti farið að vinna með sjálft sig og finni að þetta er ekki mikið tabú.“ Guðrún segist upplifa mikið frelsi við að hafa sagt frá þessu.Ekki að svíkja neinn „Allt í einu fattaði ég að ég er ekki að svíkja neinn. Ég er að standa með sjálfri mér. Allir sem vissu, vissu. Ég er ekki að sverta neina minningu. Það vissu allir. En það vissu líka allir hversu heitt ég elskaði hann pabba minn. Og ég fékk einmitt óskaplega fallegt símtal út af því þar sem kona sagði: Mér finnst þetta enn kjarkaðra því ég veit hvað þú elskaðir hann mikið. Ég var algjört pabbabarn. Ég vil segja að í rauninni er ástin hreyfiaflið í þessu, þessi skilyrðislausa ást,“ segir hún. Guðrún vonast til þess að saga hennar verði til þess að fleiri fari að vinna í sínum málum. „Það er þannig með öll þessi mál að það verður aldrei eins vont og það var. Þegar maður byrjar að skoða, þá taka sig upp tilfinningar en það verður aldrei eins vont og það var. Það er mikilvægt að átta sig á því.“Ítarlegt viðtal við Guðrúnu má hlusta á hér í hljóðvarpinu Föstudagsviðtalið. Þar ræðir hún um ofbeldið, pólitíkina og baráttuna sem drífur hana áfram. Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svona gerist eiginlega skref fyrir skref, þegar ég var að vinna að bókinni um mig þá var ég ekki komin á þennan stað,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona, sem sagði í síðustu viku frá heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn. Saga Guðrúnar vakti mikla athygli en sjálf hefur hún um árabil unnið með þolendum ofbeldis og verið baráttukona fyrir þá sem minna mega sín. Hún hefur aldrei opnað sig opinberlega um þessa reynslu fyrr en nú.Sagði ekki frá Guðrún segir að kannski sé það vegna þess að hún hafi unnið að þessum málum sem hún hafi áttað sig á hvers vegna það væri mikilvægt að stíga fram og tala um reynslu sína. Til þess að opna á umræðu um hversu erfitt það sé fyrir börn að segja frá slíkum aðstæðum og mikilvægt að fjölskyldur fái hjálp. Guðrún hefur undanfarin ár verið tengiliður vistheimila og tekið yfir 1.000 viðtöl við þolendur ofbeldis á vistheimilum víða um land. „Mér finnst oft gleymast bæði þessi trúnaður barna við foreldra og þessi mikla ást sem þau bera til foreldra sinna. Og þá hugsaði ég hvernig var þetta hjá mér, það var nákvæmlega eins og þetta, ég var nákvæmlega eins og öll önnur börn, ég sagði ekki frá.“Sá bara rautt Leyndarmálið sem hún sagði aldrei frá var að faðir hennar beitti móður hennar líkamlegu ofbeldi þegar hann var undir áhrifum áfengis. „Hann drakk lítið, í hæsta lagi einu sinni á ári og varla það. En þegar hann gerði það og þegar hann sá mömmu þá sá hann bara rautt.“ Það var erfitt fyrir lítið barn að skilja þessar aðstæður. „Hann gekk berserksgang, húsgögnum var stútað og hann barði hana eins og harðfisk. Svo kom löggan og tók hann en eftir sat heimilið í rjúkandi rúst,“ segir hún. Dagana á eftir var hann fullur iðrunar. „Þá tók við mjög sérkennilegt tímabil, það er þetta tímabil mikillar sektarkenndar,“ segir hún. „Það var mikil eftirsjá hjá honum. Mikill grátur hjá þeim báðum. Og þetta horfir maður allt á sem barn og nær auðvitað ekkert alltaf að skilja allt. Það er ekki síður erfitt fyrir barn að vera áhorfandi og auðvitað þátttakandi. Þetta gerðist allt inni á heimilinu.“Látin róa föður sinn Faðir Guðrúnar lagði aldrei hendur á hana og í raun var hún notuð til þess að róa hann þegar hann var í þessum ham. Ef Guðrún var sjáanleg beitti hann ekki ofbeldi. „Börn eiga ekki að vera í þannig stöðu. Ég var sett í fangið á honum og þá var hann góður.“ Með tímanum þegar hún var orðin eldri lærði hún sjálf hvað ætti að gera. „Það gerðist á einhverju bili að ég eiginlega tók svolítið völdin. Það eiga börn heldur ekki að gera. Það var búið að venja mig á að setja mig í fangið á honum þegar hann var fullur því hann gerði ekki neitt þegar ég var nálægt. Þegar ég var ósýnileg þá gat hann hjólað í mömmu.“Kvíðinn læstist um líkamann Guðrún man svipmyndir frá því hún var bara nokkurra ára gömul. Tilfinningin og hræðslan er skýr í minningunni. Ein svipmyndin er af því þegar hún stendur við gluggann ásamt móður sinni og ömmu sem bjó með þeim. Faðir hennar var ekki kominn heim úr vinnu og þær vissu hvað var í vændum. „Þá fann maður kvíðann læsast um líkamann, bara hverja frumu, þá stóð maður bara og pissaði niður úr. Angistin er slík þú ræður eiginlega ekki við neitt. Þetta er bara lömun,“ segir hún. Þó að ofbeldið væri ekki rætt þá vissi hún hvað var í gangi og hvenær væri von á því.Skugginn sem hvíldi yfir Guðrún man eftir að hafa komið heim einu sinni eftir að hafa gist annars staðar og hún fann að það var eitthvað í loftinu. „Ég skynjaði stemminguna. Það hafði eitthvað gerst en enginn sagði neitt. Það er eitthvað nýtt inni á heimilinu en þú veist ekki hvað. Maður er bara barn en börn lesa alltaf í aðstæður. Það getur vel verið að ég sé eitthvað næm en ég held að barnssálin sé einmitt svona næm. Þess vegna þarf maður alltaf að vera með þessa aðgát. Kannski hefði bara átt að setjast niður með manni og tala um það en þessi kynslóð talaði aldrei um svona hluti.“Kjörbarn foreldra sinna Ofbeldið var sem svartur skuggi á annars góðu lífi fjölskyldunnar. Heimilislífið var gott nema þegar faðir hennar drakk. „Ég er alin upp við alveg kjöraðstæður, mikla ást og umhyggju, en auðvitað fullt undir niðri sem maður hefur þurft að glíma við en hver segir að þetta eigi allt að vera slétt og fellt. Það er nú meiri vitleysan,“ segir hún og skellir upp úr. Guðrún er kjörbarn foreldra en fyrir átti móðir hennar þrjú börn „Kynmóðir mín var besta vinkona þeirra. Hún var nýskilin og ein með börn,“ segir hún. „Ég var alin upp við gríðarlega mikla virðingu fyrir Huldu mömmu minni. Ég þekkti alltaf systkini mín og það var aldrei neitt leyndarmál með það. Ég man að pabbi sagði oft að við ættum Huldu allt að þakka.“ Sjálf ættleiddi Guðrún svo barn með eiginmanni sínum þegar hún var orðin fullorðin. „Ég gat þá launað fyrir mig,“ segir hún.Reynslan situr í frumunum Fyrir utan skuggahlið föður hennar þá var hann réttsýnn maður og kenndi henni að líta aldrei niður á nokkurn mann. Það voru því flóknar tilfinningar sem fylgdu því að upplifa að hann hafði líka þessa hlið. „Ég er alin upp við mjög mikla réttlætishugsun og að maður ætti aldrei að vera í dómarasæti. Ég bjó rétt hjá braggahverfum og maður var eiginlega skikkaður af pabba að braggabörnin væru alltaf velkomin,“ segir hún. „Ég bjó við mikla ást og var mjög heppin. Síðan auðvitað er alls konar eins og þetta stóra sár sem maður lagar og læknar og lifir með. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að þessi reynsla sæti svona svakalega í frumunum.“ Hún sagði engum frá ofbeldinu, ekki einu sinni sínum bestu vinum. „Bara ömmu því við deildum herbergi. En hún dó þegar ég var þrettán ára og þá talaði maður ekki um þetta. Síðan gerist það að maður lokar þetta í einhverju hólfi og þú hefur enga þörf fyrir að tala um það.“Viðbrögðin komu á óvart Ekki fyrr en nú að hún taldi rétta tímann til að opna sig. Hún var tilbúin. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fjölmargir hafa hringt og sent henni skilaboð. Margir sem búa að sömu reynslu. Áður en hún hélt erindið á málþinginu bjóst hún alls ekki við þessum viðbrögðum. „Svo byrja ég erindið og þá finn ég bara að ég er að tala í sal sem er með þannig hlustunarskilyrði að þau hlusta með hjartanu. Þau heyra allt sem ég er að segja, eiginlega meira, þau heyra í kringum það sem ég er að segja,“ segir hún og heldur áfram: „Ég skynjaði mjög sterkt að ég var að tala við marga sem höfðu nákvæmlega sömu reynslu og það var magnað. Ég fann það á faðmlögunum frá ókunnugu fólki á eftir.“ Guðrún segir það hafa verið góða tilfinningu að segja loksins frá. Það hafa margir með sömu reynslu haft samband við hana. „Erfiðast finnst mér þegar fólk er að lýsa ofbeldi gegn sér. Það toppar allt óréttlæti heimsins að beita börn ofbeldi. Varnarlaus börn. Ég er að vona að þetta verði til þess að fólk geti farið að vinna með sjálft sig og finni að þetta er ekki mikið tabú.“ Guðrún segist upplifa mikið frelsi við að hafa sagt frá þessu.Ekki að svíkja neinn „Allt í einu fattaði ég að ég er ekki að svíkja neinn. Ég er að standa með sjálfri mér. Allir sem vissu, vissu. Ég er ekki að sverta neina minningu. Það vissu allir. En það vissu líka allir hversu heitt ég elskaði hann pabba minn. Og ég fékk einmitt óskaplega fallegt símtal út af því þar sem kona sagði: Mér finnst þetta enn kjarkaðra því ég veit hvað þú elskaðir hann mikið. Ég var algjört pabbabarn. Ég vil segja að í rauninni er ástin hreyfiaflið í þessu, þessi skilyrðislausa ást,“ segir hún. Guðrún vonast til þess að saga hennar verði til þess að fleiri fari að vinna í sínum málum. „Það er þannig með öll þessi mál að það verður aldrei eins vont og það var. Þegar maður byrjar að skoða, þá taka sig upp tilfinningar en það verður aldrei eins vont og það var. Það er mikilvægt að átta sig á því.“Ítarlegt viðtal við Guðrúnu má hlusta á hér í hljóðvarpinu Föstudagsviðtalið. Þar ræðir hún um ofbeldið, pólitíkina og baráttuna sem drífur hana áfram.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira