Er okkur kannski í raun alveg sama? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. maí 2015 00:00 Vinsælt er að hnýta í alþingismenn og fárast yfir þeirra störfum, verklagi og almennt því hvað þeir séu óalandi og óferjandi. Þar kemur líklega margt til, til dæmis það að ýmislegt er við þeirra störf og verklag að athuga, og oft og tíðum virðast þeir vera óalandi og óferjandi. En þar spilar líka inn í það starfsumhverfi sem þingmenn búa við, en hluti af starfsumhverfi stjórnmálamanna eru blessaðir fjölmiðlarnir. Á dagskrá Alþingis í dag eru níu mál. Eflaust er misjafnt hver þeirra fólki finnst merkilegust og einhverjum finnst einhver þeirra áreiðanlega ómerkileg. En hvert um sig hefur áhrif á það samfélag sem við búum við, mismikil þó að sjálfsögðu. Ætli fólk almennt viti hvað þingmenn eru að fást við í sínu starfi? Ætli við séum meðvituð um það hvaða frumvörp eru lögð fram, hvaða nýju lög eru sett, hvaða EES-reglugerðir taka gildi, eða hvaða tillögur eru felldar? Eða er okkur kannski í raun alveg sama? Sá sem hér ritar hefur af því starfa að fylgjast með Alþingi og veit af eigin raun að það er enginn hægðarleikur að fylgjast með öllu sem þar fer fram. Hvað þá að reyna að miðla því til lesenda. Auðvitað er það á ábyrgð fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri um það sem skiptir máli í samfélaginu, þar með talið á Alþingi. Það að það sé á ábyrgð fjölmiðla firrir hvert og eitt okkar þó ekki þeirri ábyrgð. Á fjögurra ára fresti mætum við á kjörstað og kjósum flokka. Vonandi kýs enginn út frá misskilinni hollustu við óskilgreinda hugmyndafræði, því lýðræði beinlínis byggir á því að kjósendur taki upplýsta ákvörðun. En hvernig eigum við að fara að því? Jú, vissulega eru hæg heimatökin að fylgjast með því sem fram fer í þingsal. Umræður þar eru í beinni útsendingu, bæði í sjónvarpi og á netinu, og hið stórkostlega starfsfólk þingsins er fljótt að skrifa ræður upp og birta á vefnum. Vefur Alþingis er gátt inn í það hvernig kjörnir fulltrúar okkar vilja móta samfélag okkar. Einhvern veginn finnst manni þó óhætt að fullyrða að ekki margir fylgist með starfinu á þingi. Við fjölmiðlafólk beinum gjarnan sjónum að hasarnum, deilunum, því þegar brugðið er út af því venjulega. Hann sagði, hún sagði og það er komin frétt. En, enn og aftur, kjósendur geta ekki vísað frá sér allri ábyrgð á því að kynna sér málin sjálfir. Það er nefnilega í hinum hversdagslegu störfum þingmanna sem samfélag okkar er mótað. Fjölda mála sem renna í gegn án þess að vekja nokkra athygli. Þau eru legíó. Og vinnan við þau fer að mestu leyti fram á lokuðum nefndarfundum, þótt álit séu síðan gerð opinber. Kannski hefur Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmaður Pírata, rétt fyrir sér þegar hann lýkur öllum sínum ræðum á því að kalla eftir því að fundir fastanefnda verði að jafnaði opnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Vinsælt er að hnýta í alþingismenn og fárast yfir þeirra störfum, verklagi og almennt því hvað þeir séu óalandi og óferjandi. Þar kemur líklega margt til, til dæmis það að ýmislegt er við þeirra störf og verklag að athuga, og oft og tíðum virðast þeir vera óalandi og óferjandi. En þar spilar líka inn í það starfsumhverfi sem þingmenn búa við, en hluti af starfsumhverfi stjórnmálamanna eru blessaðir fjölmiðlarnir. Á dagskrá Alþingis í dag eru níu mál. Eflaust er misjafnt hver þeirra fólki finnst merkilegust og einhverjum finnst einhver þeirra áreiðanlega ómerkileg. En hvert um sig hefur áhrif á það samfélag sem við búum við, mismikil þó að sjálfsögðu. Ætli fólk almennt viti hvað þingmenn eru að fást við í sínu starfi? Ætli við séum meðvituð um það hvaða frumvörp eru lögð fram, hvaða nýju lög eru sett, hvaða EES-reglugerðir taka gildi, eða hvaða tillögur eru felldar? Eða er okkur kannski í raun alveg sama? Sá sem hér ritar hefur af því starfa að fylgjast með Alþingi og veit af eigin raun að það er enginn hægðarleikur að fylgjast með öllu sem þar fer fram. Hvað þá að reyna að miðla því til lesenda. Auðvitað er það á ábyrgð fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri um það sem skiptir máli í samfélaginu, þar með talið á Alþingi. Það að það sé á ábyrgð fjölmiðla firrir hvert og eitt okkar þó ekki þeirri ábyrgð. Á fjögurra ára fresti mætum við á kjörstað og kjósum flokka. Vonandi kýs enginn út frá misskilinni hollustu við óskilgreinda hugmyndafræði, því lýðræði beinlínis byggir á því að kjósendur taki upplýsta ákvörðun. En hvernig eigum við að fara að því? Jú, vissulega eru hæg heimatökin að fylgjast með því sem fram fer í þingsal. Umræður þar eru í beinni útsendingu, bæði í sjónvarpi og á netinu, og hið stórkostlega starfsfólk þingsins er fljótt að skrifa ræður upp og birta á vefnum. Vefur Alþingis er gátt inn í það hvernig kjörnir fulltrúar okkar vilja móta samfélag okkar. Einhvern veginn finnst manni þó óhætt að fullyrða að ekki margir fylgist með starfinu á þingi. Við fjölmiðlafólk beinum gjarnan sjónum að hasarnum, deilunum, því þegar brugðið er út af því venjulega. Hann sagði, hún sagði og það er komin frétt. En, enn og aftur, kjósendur geta ekki vísað frá sér allri ábyrgð á því að kynna sér málin sjálfir. Það er nefnilega í hinum hversdagslegu störfum þingmanna sem samfélag okkar er mótað. Fjölda mála sem renna í gegn án þess að vekja nokkra athygli. Þau eru legíó. Og vinnan við þau fer að mestu leyti fram á lokuðum nefndarfundum, þótt álit séu síðan gerð opinber. Kannski hefur Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmaður Pírata, rétt fyrir sér þegar hann lýkur öllum sínum ræðum á því að kalla eftir því að fundir fastanefnda verði að jafnaði opnir.