Ætla enn að þrýsta á Pútín Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2015 07:30 Leiðtogarnir níu brugðu sér út til að láta mynda sig. Cameron, Merkel og Obama fremst, en hinir skammt á eftir. Vísir/AFP Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grikkland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Grikkland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira