Curry fór illa með James Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:00 Curry var magnaður í leiknum í nótt. Vísir/Getty NBA-meistararnir í Golden State Warriors unnu stórsigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 132-98, en þetta eru sömu lið og áttust við í lokaúrslitunum um titilinn í vor. Hinn magnaði Steph Curry var stjarna leiksins með 35 stig í þeim þremur leikhlutum sem hann lék. Andre Iguodala kom næstur með 20 stig en leikurinn fór fram í Cleveland, þar sem Golden State tryggði sér titilinn. Leikurinn var aldrei spennandi. Golden State náði 30 stiga forystu strax í fyrri hálfleik og náði þar með að svara fyrir afar óvænt tap gegn Detroit um helgina. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna undir lok leiksins en það stefndi í stærsta tap félagsins á heimavelli frá upphafi. Forysta Golden State var komin í 40 stig í í þriðja leikhluta. LeBron James skoraði sextán stig fyrir Cleveland.LA Clippes vann Houston, 140-132, í framlengdum leik í Los Angeles. JJ Redick skoraði 40 stig í leiknum sem er persónulegt met en Clippers setti niður 22 þrista í leiknum sem er félagsmet. Redick setti niður fyrstu fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum og skoraði alls níu þriggja stiga körfur í tólf tilraunum. Chris Paul var með 28 stig og tólf stoðsendingar. Dwight Howard var með 36 stig og 26 fráköst sem er met hjá honum.New Orleans Hornets vann Utah Jazz, 124-119, í tvíframlengdum leik. Þar skoraði Kemba Walker 52 stig sem er félagsmet hjá New Orleans. Hann nýtti sextán af 34 skotum sínum úr opnum leik og fjórtán af fimmtán vítaskotum sínum.New York vann Philadelphia, 119-113, einnig í tvíframlengdum leik. Carmelo Anthony sneri til baka eftir að hafa misst af tveimur leikjum í röð og tryggði liði sínu framlengingu í lok fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af leiknum. Hann var með nítján stig í leiknum.Úrslit næturinnar: New York - Philadelphia 119-113 Charlotte - Utah 124-119 Washington - Portland 98-108 Memphis - New Orleans 101-99 Detroit - Chicago 101-111 Atlanta - Orlando 98-81 Toronto - Brooklyn 112-110 Golden State - Cleveland 132-98 Dallas - Boston 118-113 LA Clippers - Houston 140-132 NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira
NBA-meistararnir í Golden State Warriors unnu stórsigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 132-98, en þetta eru sömu lið og áttust við í lokaúrslitunum um titilinn í vor. Hinn magnaði Steph Curry var stjarna leiksins með 35 stig í þeim þremur leikhlutum sem hann lék. Andre Iguodala kom næstur með 20 stig en leikurinn fór fram í Cleveland, þar sem Golden State tryggði sér titilinn. Leikurinn var aldrei spennandi. Golden State náði 30 stiga forystu strax í fyrri hálfleik og náði þar með að svara fyrir afar óvænt tap gegn Detroit um helgina. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna undir lok leiksins en það stefndi í stærsta tap félagsins á heimavelli frá upphafi. Forysta Golden State var komin í 40 stig í í þriðja leikhluta. LeBron James skoraði sextán stig fyrir Cleveland.LA Clippes vann Houston, 140-132, í framlengdum leik í Los Angeles. JJ Redick skoraði 40 stig í leiknum sem er persónulegt met en Clippers setti niður 22 þrista í leiknum sem er félagsmet. Redick setti niður fyrstu fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum og skoraði alls níu þriggja stiga körfur í tólf tilraunum. Chris Paul var með 28 stig og tólf stoðsendingar. Dwight Howard var með 36 stig og 26 fráköst sem er met hjá honum.New Orleans Hornets vann Utah Jazz, 124-119, í tvíframlengdum leik. Þar skoraði Kemba Walker 52 stig sem er félagsmet hjá New Orleans. Hann nýtti sextán af 34 skotum sínum úr opnum leik og fjórtán af fimmtán vítaskotum sínum.New York vann Philadelphia, 119-113, einnig í tvíframlengdum leik. Carmelo Anthony sneri til baka eftir að hafa misst af tveimur leikjum í röð og tryggði liði sínu framlengingu í lok fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af leiknum. Hann var með nítján stig í leiknum.Úrslit næturinnar: New York - Philadelphia 119-113 Charlotte - Utah 124-119 Washington - Portland 98-108 Memphis - New Orleans 101-99 Detroit - Chicago 101-111 Atlanta - Orlando 98-81 Toronto - Brooklyn 112-110 Golden State - Cleveland 132-98 Dallas - Boston 118-113 LA Clippers - Houston 140-132
NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira