Okkar eigin Goldfinger Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Þetta er ákall til Arnaldar Indriðasonar. Hei, Arnaldur, ertu að lesa? Ó, ekki. Ókei, nennir einhver að pikka í Arnald og koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: Nafn þorparans í næstu bók þinni er fundið. Það er óhjákvæmilegt. Epískt. Það mun lifa með komandi kynslóðum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þorparinn heitir Gísli. Hann verður að heita Gísli.Gráðugur marxisti Einn þekktasti þorpari bókmennta- og kvikmyndasögunnar er Goldfinger, erkifjandi James Bond í sjöundu bók Ian Fleming um leyniþjónustumanninn ósigrandi. Goldfinger, marxisti sem hyggst stela gullforða Bandaríkjanna, er hins vegar ekki gegnheill skáldskapur. Á fjórða áratug síðustu aldar fékk ungverskur arkitekt búsettur í London, Ernö Goldfinger að nafni, leyfi til að rífa nokkur gömul einbýlishús í Hampstead hverfi og byggja þar tilraunakennt raðhús í anda módernismans. Fleming blöskraði breytingin og var hann einn margra sem börðust hatrammlega gegn áformunum. En nútíminn lætur ekki að sér hæða. Í gamalgrónu hverfinu fékk að rísa brútalískur múrsteinsgámur sem lítur út eins og heimili Svarthöfða væri hann tveggja barna úthverfa faðir á Range Rover sem borðaði hummus og linsubaunasalat í hádegismat. Ian Fleming varð undir í fyrstu lotu bardagans. En hann hugði á hefndir.Steinsteyptar martraðir Eftirspurn eftir byggingum Ernö Goldfinger jukust hratt. Flestar voru þær himinháar, grámóskulegar blokkir, steinsteyptar martraðir sem gnæfðu yfir krúttlega skökkum smáhúsum frá Viktoríutímabilinu og hefðu sómt sér vel í víti. Fleming þótti brútalismi Ernö svo ljótur að hann nefndi vonda karlinn í Goldfinger eftir arkitektinum. En Ernö Goldfinger var þekktur fyrir að vera reiður maður og með eindæmum húmorslaus. Hann hringdi beint í lögfræðinginn sinn. Útgefandi James Bond bókanna og Ernö sömdu um málið áður en það kom til kasta dómstóla. Útgefandinn skuldbatt sig til að prenta í allar Goldfinger bækurnar fyrirvara þess efnis að persónurnar væru skáldskapur. Fleming var ekki sáttur. Hann krafðist þess að fá að breyta nafni þorparans í Goldprick, Gullskíthælinn. Útgefandinn neitaði. James Bond vann bug á Goldfinger. En Goldfinger hafði Fleming undir.Esjan er á internetinu Nú liggja fyrir teikningar að húsaþyrpingu sem reisa á í hjarta Reykjavíkur og kallast Hafnartorg. Hafa teikningarnar verið gagnrýndar fyrir að samræmast ekki umhverfinu og sögulegu gildi miðbæjarins. Sagði forsætisráðherra þær „skipulagsslys“. Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa sem vinnur að byggingu húsanna, keppist nú við að svara gagnrýninni. Í samtali við Morgunblaðið segir hann byggingarnar víst í „sögulegu samhengi“. Ég hef ekkert á móti glergámum eins og Gísli ætlar að reisa. Ég bý í nákvæmlega svona glergámi. Hann er í London og hann var byggður árið 2007. En þar liggur einmitt vandamálið. Vissulega eru byggingar Gísla í „sögulegu samhengi“. Eigi þær að vísa til ársins 2007 eru þær súper sögulegar. Við virðumst hvorki fær um að virða söguna né læra af henni. Flestir eru sammála um að margar þeirra geldu glerhalla, marghæða sardínudósir í alþjóðlegum stíl, sem risu á góðærisárunum og múra Reykvíkinga inni svo þeir sjá varla til himins, hvað þá í Esjuna eða til sjávar, hafi verið mistök. En nei, við skulum bara endurtaka leikinn. Fokk timbur. Fokk bárujárn. Hús eiga að vera stór. Við getum hvort eð er séð Esjuna í Google Images. Og vídjó af sjónum er aðgengilegt á Youtube. En hvað er hægt að gera? Ekkert. Fólkið sem byggir borgina stendur ráðalaust gagnvart óskapnaðinum eins og Fleming gagnvart Goldfinger. Það eina sem við getum gert er að biðja Arnald Indriða um að nefna næsta skúrk sinn Gísla í von um að það verði öðrum víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Þetta er ákall til Arnaldar Indriðasonar. Hei, Arnaldur, ertu að lesa? Ó, ekki. Ókei, nennir einhver að pikka í Arnald og koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: Nafn þorparans í næstu bók þinni er fundið. Það er óhjákvæmilegt. Epískt. Það mun lifa með komandi kynslóðum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þorparinn heitir Gísli. Hann verður að heita Gísli.Gráðugur marxisti Einn þekktasti þorpari bókmennta- og kvikmyndasögunnar er Goldfinger, erkifjandi James Bond í sjöundu bók Ian Fleming um leyniþjónustumanninn ósigrandi. Goldfinger, marxisti sem hyggst stela gullforða Bandaríkjanna, er hins vegar ekki gegnheill skáldskapur. Á fjórða áratug síðustu aldar fékk ungverskur arkitekt búsettur í London, Ernö Goldfinger að nafni, leyfi til að rífa nokkur gömul einbýlishús í Hampstead hverfi og byggja þar tilraunakennt raðhús í anda módernismans. Fleming blöskraði breytingin og var hann einn margra sem börðust hatrammlega gegn áformunum. En nútíminn lætur ekki að sér hæða. Í gamalgrónu hverfinu fékk að rísa brútalískur múrsteinsgámur sem lítur út eins og heimili Svarthöfða væri hann tveggja barna úthverfa faðir á Range Rover sem borðaði hummus og linsubaunasalat í hádegismat. Ian Fleming varð undir í fyrstu lotu bardagans. En hann hugði á hefndir.Steinsteyptar martraðir Eftirspurn eftir byggingum Ernö Goldfinger jukust hratt. Flestar voru þær himinháar, grámóskulegar blokkir, steinsteyptar martraðir sem gnæfðu yfir krúttlega skökkum smáhúsum frá Viktoríutímabilinu og hefðu sómt sér vel í víti. Fleming þótti brútalismi Ernö svo ljótur að hann nefndi vonda karlinn í Goldfinger eftir arkitektinum. En Ernö Goldfinger var þekktur fyrir að vera reiður maður og með eindæmum húmorslaus. Hann hringdi beint í lögfræðinginn sinn. Útgefandi James Bond bókanna og Ernö sömdu um málið áður en það kom til kasta dómstóla. Útgefandinn skuldbatt sig til að prenta í allar Goldfinger bækurnar fyrirvara þess efnis að persónurnar væru skáldskapur. Fleming var ekki sáttur. Hann krafðist þess að fá að breyta nafni þorparans í Goldprick, Gullskíthælinn. Útgefandinn neitaði. James Bond vann bug á Goldfinger. En Goldfinger hafði Fleming undir.Esjan er á internetinu Nú liggja fyrir teikningar að húsaþyrpingu sem reisa á í hjarta Reykjavíkur og kallast Hafnartorg. Hafa teikningarnar verið gagnrýndar fyrir að samræmast ekki umhverfinu og sögulegu gildi miðbæjarins. Sagði forsætisráðherra þær „skipulagsslys“. Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa sem vinnur að byggingu húsanna, keppist nú við að svara gagnrýninni. Í samtali við Morgunblaðið segir hann byggingarnar víst í „sögulegu samhengi“. Ég hef ekkert á móti glergámum eins og Gísli ætlar að reisa. Ég bý í nákvæmlega svona glergámi. Hann er í London og hann var byggður árið 2007. En þar liggur einmitt vandamálið. Vissulega eru byggingar Gísla í „sögulegu samhengi“. Eigi þær að vísa til ársins 2007 eru þær súper sögulegar. Við virðumst hvorki fær um að virða söguna né læra af henni. Flestir eru sammála um að margar þeirra geldu glerhalla, marghæða sardínudósir í alþjóðlegum stíl, sem risu á góðærisárunum og múra Reykvíkinga inni svo þeir sjá varla til himins, hvað þá í Esjuna eða til sjávar, hafi verið mistök. En nei, við skulum bara endurtaka leikinn. Fokk timbur. Fokk bárujárn. Hús eiga að vera stór. Við getum hvort eð er séð Esjuna í Google Images. Og vídjó af sjónum er aðgengilegt á Youtube. En hvað er hægt að gera? Ekkert. Fólkið sem byggir borgina stendur ráðalaust gagnvart óskapnaðinum eins og Fleming gagnvart Goldfinger. Það eina sem við getum gert er að biðja Arnald Indriða um að nefna næsta skúrk sinn Gísla í von um að það verði öðrum víti til varnaðar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun