Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2016 11:00 Vísir/Ernir Lífsgyð(j)an Ég var auðvitað miður mín yfir því að Gyðju vörumerkið væri frátekið þegar hugmyndavinna fyrir nafn á þennan nýja vikulega dálk minn hófst. Lífsgyð(j)an hefði verið svo elegant en ég vil ekki troða neinum um tær. Svo er Solla líka búin að hertaka GLÓ sem ég viðurkenni að var ákveðinn skellur á sínum tíma. Ég sætti mig samt betur við það þegar ég fór á GLÓ um daginn og BÓ var þar. Þá hlakkaði nú í minni; GLÓ fór á GLÓ og þar var BÓ.Helgin Ég elska helgar. Þær eru uppáhaldið mitt. Ég geri mér grein fyrir því að ég ekki sú eina sem ber þessa tilfinningu í brjósti. En svona líður mér bara og þið megið öll vita af því. Ég get ekki beðið eftir komandi helgi en ég er samt lúmskt stressuð. Síðasta helgi var svo svakalega góð að ég hef örlitlar áhyggjur af því að þessi helgi standist ekki samanburð. Ég fór á Mið-Ísland sem var alveg æðislega fyndið, svo fór ég á Prins Póló tónleika sem voru svakalega skemmtilegir. Rúsínan í pylsuendanum var samt þegar ég fór með vinum mínum á Hverfisbarinn fyrir einskæra tilviljun. Þar var enginn og heldur enginn plötusnúður og við fengum að þeyta skífum allt kvöldið. Það var æðislegt. Það setti samt smá strik í reikninginn þegar ég reif leðurbuxurnar mínar í tætlur eftir að hafa dansað örlítið of ákaft við Sorry með Justin Bieber.via GIPHYHeilsukast Núna um helgina ætla ég að blanda kokteil í Nutribulletinu mínu fyrir vínkonur mínar. Ég keypti Nutribulletið í heilsukasti á svörtum markaði á Twitter. Með háleitar hugmyndir, sem sumir myndu kalla óraunhæfar, um að ég yrði einhvers konar ótrúleg útgáfa af sjálfri mér, Smoothie-Gyða. Það gekk ekkert sérstaklega vel en ég hef notað það mikið til þess að skella í frosna margarítu. Það virkar mjög vel og ég mæli með að sem flestir prófi.Brunablaðran Síðastliðna tvo mánuði hef ég verið að díla við hatramar afleiðingar þess að hafa brennt mig á hitapoka. Skaðvaldurinn sem um ræðir var ekki einu sinni keyrður áfram af rafmagni heldur bara eitthvert gamaldags gúmmígerpi sem ég fór augljóslega einhverju offari við að fylla með heitu vatni. Ég uppskar djúpt annars stigs brunasár á kálfanum og hef síðan þurft að fara reglulega í umbúðaskipti upp á heilsugæslu. Ég á líka að baki tvo sýklalyfjakúra sökum meinsins. Nú er staðan þannig að ég var að enda við að panta tíma hjá lýtalækni.Hvítar skyrtur Mér er sagt af tískuvitrara fólki að hvíta skyrtan sé inn núna. Það er smá stressandi fyrir seinheppna konu. Hvítt hættir að vera chic þegar það er orðið blettótt. Þá verður það bara eitthvað allt annað og minna smart. Ég keypti mér einu sinni hvítar gallabuxur og einu skiptin sem ég finn fyrir löngun til þess að fara í þær er þegar ég er að díla við þann tíma mánaðarins sem gæti augljóslega sett risastórt, blóðrautt strik í reikninginn. Um daginn gerði ég heiðarlega tilraun til þess að umfaðma trendið og mætti í skjannahvítri skyrtu í vinnunna. Með fyrsta sopann af kaffinu í munninum hnerraði ég og þið getið bara ímyndað ykkur hvernig það endaði. En ég er búin að skella henni í þvott og ætla að reyna meira og betur þegar ég losna við kvefið.Sjáumst eftir viku! Justin Bieber á Íslandi Lífsbarátta Lóunnar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Lífsgyð(j)an Ég var auðvitað miður mín yfir því að Gyðju vörumerkið væri frátekið þegar hugmyndavinna fyrir nafn á þennan nýja vikulega dálk minn hófst. Lífsgyð(j)an hefði verið svo elegant en ég vil ekki troða neinum um tær. Svo er Solla líka búin að hertaka GLÓ sem ég viðurkenni að var ákveðinn skellur á sínum tíma. Ég sætti mig samt betur við það þegar ég fór á GLÓ um daginn og BÓ var þar. Þá hlakkaði nú í minni; GLÓ fór á GLÓ og þar var BÓ.Helgin Ég elska helgar. Þær eru uppáhaldið mitt. Ég geri mér grein fyrir því að ég ekki sú eina sem ber þessa tilfinningu í brjósti. En svona líður mér bara og þið megið öll vita af því. Ég get ekki beðið eftir komandi helgi en ég er samt lúmskt stressuð. Síðasta helgi var svo svakalega góð að ég hef örlitlar áhyggjur af því að þessi helgi standist ekki samanburð. Ég fór á Mið-Ísland sem var alveg æðislega fyndið, svo fór ég á Prins Póló tónleika sem voru svakalega skemmtilegir. Rúsínan í pylsuendanum var samt þegar ég fór með vinum mínum á Hverfisbarinn fyrir einskæra tilviljun. Þar var enginn og heldur enginn plötusnúður og við fengum að þeyta skífum allt kvöldið. Það var æðislegt. Það setti samt smá strik í reikninginn þegar ég reif leðurbuxurnar mínar í tætlur eftir að hafa dansað örlítið of ákaft við Sorry með Justin Bieber.via GIPHYHeilsukast Núna um helgina ætla ég að blanda kokteil í Nutribulletinu mínu fyrir vínkonur mínar. Ég keypti Nutribulletið í heilsukasti á svörtum markaði á Twitter. Með háleitar hugmyndir, sem sumir myndu kalla óraunhæfar, um að ég yrði einhvers konar ótrúleg útgáfa af sjálfri mér, Smoothie-Gyða. Það gekk ekkert sérstaklega vel en ég hef notað það mikið til þess að skella í frosna margarítu. Það virkar mjög vel og ég mæli með að sem flestir prófi.Brunablaðran Síðastliðna tvo mánuði hef ég verið að díla við hatramar afleiðingar þess að hafa brennt mig á hitapoka. Skaðvaldurinn sem um ræðir var ekki einu sinni keyrður áfram af rafmagni heldur bara eitthvert gamaldags gúmmígerpi sem ég fór augljóslega einhverju offari við að fylla með heitu vatni. Ég uppskar djúpt annars stigs brunasár á kálfanum og hef síðan þurft að fara reglulega í umbúðaskipti upp á heilsugæslu. Ég á líka að baki tvo sýklalyfjakúra sökum meinsins. Nú er staðan þannig að ég var að enda við að panta tíma hjá lýtalækni.Hvítar skyrtur Mér er sagt af tískuvitrara fólki að hvíta skyrtan sé inn núna. Það er smá stressandi fyrir seinheppna konu. Hvítt hættir að vera chic þegar það er orðið blettótt. Þá verður það bara eitthvað allt annað og minna smart. Ég keypti mér einu sinni hvítar gallabuxur og einu skiptin sem ég finn fyrir löngun til þess að fara í þær er þegar ég er að díla við þann tíma mánaðarins sem gæti augljóslega sett risastórt, blóðrautt strik í reikninginn. Um daginn gerði ég heiðarlega tilraun til þess að umfaðma trendið og mætti í skjannahvítri skyrtu í vinnunna. Með fyrsta sopann af kaffinu í munninum hnerraði ég og þið getið bara ímyndað ykkur hvernig það endaði. En ég er búin að skella henni í þvott og ætla að reyna meira og betur þegar ég losna við kvefið.Sjáumst eftir viku!
Justin Bieber á Íslandi Lífsbarátta Lóunnar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira