Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 100-79 | Þór í bikarúrslit í fyrsta sinn Stefán Árni Pálsson í Þorlákshöfn skrifar 25. janúar 2016 20:45 Vance Michael Hall er í stóru hlutverki hjá Þór. Vísir/Ernir Þór Þórlákshöfn er komið áfram í úrslit Powerade-bikarnum í körfubolta eftir magnaðan sigur, 100-79, á Keflavík í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn var spennandi frá fyrstu þrjá leikhlutana og þá var jafnt á öllum tölum. Í lokaleikhlutanum var bara eitt lið á vellinum, Þórsarar. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og ætluðu sér greinilega í fyrsta skipti í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Vance Michael Hall, leikmaður Þór. Þ, fór alveg á kostum og hafði hann skorað 14 stig eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar hleyptu heimamönnum ekkert langt fram úr og náðu að jafna metin fyrir lok fyrsta leikhluta. Staðan var því 22-22 eftir tíu mínútna leik. Í öðru leikhluta var jafnt á öllum tölum og liðin skiptust á að hafa örlitla forystu. Það var Magnús Már Traustason sem hélt Keflvíkingum á floti í fyrri hálfleiknum og var hreint frábær og sýndi gríðarlega baráttu. Hann hafði gert 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Vance Hall hélt áfram uppteknum hætti og var með 22 stig í hálfleiknum. Bæði lið voru einfaldlega að spila nokkuð vel og því var fyrri hálfleikurinn æsispennandi. Í þriðja leikhluta var enn jafnt á öllum tölum og liðin neituðu að hleypa hvort öðru of langt fram úr sér. Liðin börðust bæði gríðarlega, stemningin í höllinni var frábær og leikurinn hafði allt sem góður bikarleikur þurfti. Keflvíkingar virkuðu kannski örlítið rólegri í sínum aðgerðum í leikhlutanum og var staðan því 69-67 fyrir gestunum fyrir lokafjórðunginn. Í fjórða leikhlutanum kom einhver fítonskraftur yfir heimamenn í Þór og byrjuðu þeir leikhlutann ótrúlega vel. Þeir náðu nánast öllum fráköstum sem skilaði þeim ýmist öðru tækifæri eða einfaldlega boltanum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir var staðan 86-77 fyrir Þór. Þetta var of mikið fyrir Keflvíkingar sem náðu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Þór Þ. vann því sögulegan sigur hjá félaginu en liðið er komið í bikarúrslit í fyrsta skipti. Leiknum lauk með sigri Þórs, 100-79. Vance Hall var stórbrotinn í kvöld og skoraði 40 stig fyrir heimamenn.Þór Þ.-Keflavík 100-79 (22-22, 26-24, 19-23, 33-10) Þór Þ.: Vance Michael Hall 40/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 1, Magnús Breki Þórðason 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Keflavík: Magnús Már Traustason 22/8 fráköst, Valur Orri Valsson 18/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Earl Brown Jr. 11/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0, Andrés Kristleifsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Ágúst Orrason 0. Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum: Það sem drepur mann ekki, styrkir mann„Þetta var algjörlega geðveikt, ég á enginn orð til að lýsa þessu,“ segir Grétar Erlendsson, leikmaður Þórs, eftir sigurinn. „Það var búið að vera stál í stál allan tímann en síðan gerist bara eitthvað og hlutirnir fara að detta með okkur og við sigldum þessu í land.“ Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum og öskraði eins og óður maður á miðjum vellinum. „Þá varð maður reiður. Ég fékk skóinn frá Val í puttann og hann datt úr lið. Það þurfti bara að tosa puttann aftur í,“ segir Grétar sem öskraði enn meira þá. „Það sem drepur mann ekki, styrkir mann bara eða eitthvað svoleiðis. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að komast í höllina. Velgengni hjá okkur skilar sér í auknum iðkendafjölda. Við erum ekkert á leiðinni í bikarúrslit til að vera bara með, við getum spilað bolta við öll bestu lið landsins.“ Sigurður: Hausinn fór hjá mönnum„Við vorum að spila bara nokkuð vel og leikurinn var að spilast svona eins og við vildum,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, um fyrstu þrjá leikhluta leiksins í kvöld. „Síðan fer hausinn bara hjá mönnum og þeir fara að væla í dómurunum og fá á sig tæknivillur. Þá fór leikurinn og þeir voru skynsamari undir lokin.“ Sigurður segir að liðið hafi ekki fengið neitt framlag undir körfunni. „Við vorum að fá fín skot í fjórða leikhlutanum, fullt af fínum skotum en það fór akkúrat ekkert niður,“ segir Sigurður mjög svekktur en liðið ætlaði sér í úrslit. Einar: Stórkostlegt fyrir svona lítið bæjarfélag„Ótrúlega gaman fyrir svona lítið samfélag að komast í bikarúrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs. Þ., sem bætir því við að liðið sem með níu fædda og uppalda í þeirra herbúðum. „Við erum búnir að eiga í miklum erfileikum með þetta Keflavíkurlið og töpuðum illa fyrir þeim fyrir stuttu. Það var kannski bara gott fyrir okkur.“ Einar segir að lokatölur leiksins séu langt frá því að gefa rétta mynd af leiknum. „Vance Michael Hall var stórkostlegur í kvöld og við fórum að berjast meira þegar leið á leikinn,“ segir Einar sem hræðist ekkert það verkefni að undirbúa þetta lið fyrir eins stóran leik og bikarúrslitaleik.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Þór Þórlákshöfn er komið áfram í úrslit Powerade-bikarnum í körfubolta eftir magnaðan sigur, 100-79, á Keflavík í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn var spennandi frá fyrstu þrjá leikhlutana og þá var jafnt á öllum tölum. Í lokaleikhlutanum var bara eitt lið á vellinum, Þórsarar. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og ætluðu sér greinilega í fyrsta skipti í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Vance Michael Hall, leikmaður Þór. Þ, fór alveg á kostum og hafði hann skorað 14 stig eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar hleyptu heimamönnum ekkert langt fram úr og náðu að jafna metin fyrir lok fyrsta leikhluta. Staðan var því 22-22 eftir tíu mínútna leik. Í öðru leikhluta var jafnt á öllum tölum og liðin skiptust á að hafa örlitla forystu. Það var Magnús Már Traustason sem hélt Keflvíkingum á floti í fyrri hálfleiknum og var hreint frábær og sýndi gríðarlega baráttu. Hann hafði gert 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Vance Hall hélt áfram uppteknum hætti og var með 22 stig í hálfleiknum. Bæði lið voru einfaldlega að spila nokkuð vel og því var fyrri hálfleikurinn æsispennandi. Í þriðja leikhluta var enn jafnt á öllum tölum og liðin neituðu að hleypa hvort öðru of langt fram úr sér. Liðin börðust bæði gríðarlega, stemningin í höllinni var frábær og leikurinn hafði allt sem góður bikarleikur þurfti. Keflvíkingar virkuðu kannski örlítið rólegri í sínum aðgerðum í leikhlutanum og var staðan því 69-67 fyrir gestunum fyrir lokafjórðunginn. Í fjórða leikhlutanum kom einhver fítonskraftur yfir heimamenn í Þór og byrjuðu þeir leikhlutann ótrúlega vel. Þeir náðu nánast öllum fráköstum sem skilaði þeim ýmist öðru tækifæri eða einfaldlega boltanum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir var staðan 86-77 fyrir Þór. Þetta var of mikið fyrir Keflvíkingar sem náðu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Þór Þ. vann því sögulegan sigur hjá félaginu en liðið er komið í bikarúrslit í fyrsta skipti. Leiknum lauk með sigri Þórs, 100-79. Vance Hall var stórbrotinn í kvöld og skoraði 40 stig fyrir heimamenn.Þór Þ.-Keflavík 100-79 (22-22, 26-24, 19-23, 33-10) Þór Þ.: Vance Michael Hall 40/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 1, Magnús Breki Þórðason 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Keflavík: Magnús Már Traustason 22/8 fráköst, Valur Orri Valsson 18/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Earl Brown Jr. 11/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0, Andrés Kristleifsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Ágúst Orrason 0. Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum: Það sem drepur mann ekki, styrkir mann„Þetta var algjörlega geðveikt, ég á enginn orð til að lýsa þessu,“ segir Grétar Erlendsson, leikmaður Þórs, eftir sigurinn. „Það var búið að vera stál í stál allan tímann en síðan gerist bara eitthvað og hlutirnir fara að detta með okkur og við sigldum þessu í land.“ Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum og öskraði eins og óður maður á miðjum vellinum. „Þá varð maður reiður. Ég fékk skóinn frá Val í puttann og hann datt úr lið. Það þurfti bara að tosa puttann aftur í,“ segir Grétar sem öskraði enn meira þá. „Það sem drepur mann ekki, styrkir mann bara eða eitthvað svoleiðis. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að komast í höllina. Velgengni hjá okkur skilar sér í auknum iðkendafjölda. Við erum ekkert á leiðinni í bikarúrslit til að vera bara með, við getum spilað bolta við öll bestu lið landsins.“ Sigurður: Hausinn fór hjá mönnum„Við vorum að spila bara nokkuð vel og leikurinn var að spilast svona eins og við vildum,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, um fyrstu þrjá leikhluta leiksins í kvöld. „Síðan fer hausinn bara hjá mönnum og þeir fara að væla í dómurunum og fá á sig tæknivillur. Þá fór leikurinn og þeir voru skynsamari undir lokin.“ Sigurður segir að liðið hafi ekki fengið neitt framlag undir körfunni. „Við vorum að fá fín skot í fjórða leikhlutanum, fullt af fínum skotum en það fór akkúrat ekkert niður,“ segir Sigurður mjög svekktur en liðið ætlaði sér í úrslit. Einar: Stórkostlegt fyrir svona lítið bæjarfélag„Ótrúlega gaman fyrir svona lítið samfélag að komast í bikarúrslit,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs. Þ., sem bætir því við að liðið sem með níu fædda og uppalda í þeirra herbúðum. „Við erum búnir að eiga í miklum erfileikum með þetta Keflavíkurlið og töpuðum illa fyrir þeim fyrir stuttu. Það var kannski bara gott fyrir okkur.“ Einar segir að lokatölur leiksins séu langt frá því að gefa rétta mynd af leiknum. „Vance Michael Hall var stórkostlegur í kvöld og við fórum að berjast meira þegar leið á leikinn,“ segir Einar sem hræðist ekkert það verkefni að undirbúa þetta lið fyrir eins stóran leik og bikarúrslitaleik.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira