Lögreglan svaraði kvörtunum með því að mæta með Shaq | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 11:30 Shaquille O'Neal Vísir/Getty Lögregla í Flórída í Bandaríkjunum brást skemmtilega við á dögunum þegar lögreglustöðinni barst kvörtun vegna hávaða frá krökkum sem voru að leika sér úti í körfubolta. Bobby White, lögreglumaður í Gainesville, mætti á staðinn en í stað þess að banna krökkunum að leika sér í körfubolta þá hvatti hann krakkana til að vera úti að hreyfa sig. Hann gerði gott betur og spilaði með krökkunum. Lögreglan gaf út yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem stóð að það væri alltaf stefna deildarinnar að leyfa krökkum að vera krakkar. Myndband Bobby White af því þegar hann mætti og lék sér með krökkunum vakti mikla athygli og yfir fjórtán milljón manns horfðu á það á netinu. Bobby White lofaði líka að koma aftur og þá með góðan liðsauka. Það stóð hann heldur betur við. Lögreglumaðurinn kom nefnilega aftur og þá með NBA-goðsögnina Shaquille O'Neal með sér. Báðir léku sér með krökkunum og skemmtu sér konunglega. Krakkarnir munu líka aldrei gleyma þeim degi þegar Shaquille O'Neal mætti á svæðið og lék sér með þeim í körfubolta. Shaquille O'Neal er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og fjórfaldur NBA-meistari. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sjónvarpsmaður í tengslum við útsendingar TNT frá NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af þessu athyglisverða framtaki Bobby White og Shaquille O'Neal.Last week, the @GainesvillePD were called because kids were playing basketball too loud. Today, they called @SHAQ. https://t.co/pA2G0XUKM9— FOX Sports Live (@FOXSportsLive) January 24, 2016 Shaq sworn-in as police officer in Doral, FL moments ago. pic.twitter.com/rXqGXCfeho (via @Luigiboria)— Andy Slater (@AndySlater) January 20, 2015 NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Lögregla í Flórída í Bandaríkjunum brást skemmtilega við á dögunum þegar lögreglustöðinni barst kvörtun vegna hávaða frá krökkum sem voru að leika sér úti í körfubolta. Bobby White, lögreglumaður í Gainesville, mætti á staðinn en í stað þess að banna krökkunum að leika sér í körfubolta þá hvatti hann krakkana til að vera úti að hreyfa sig. Hann gerði gott betur og spilaði með krökkunum. Lögreglan gaf út yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem stóð að það væri alltaf stefna deildarinnar að leyfa krökkum að vera krakkar. Myndband Bobby White af því þegar hann mætti og lék sér með krökkunum vakti mikla athygli og yfir fjórtán milljón manns horfðu á það á netinu. Bobby White lofaði líka að koma aftur og þá með góðan liðsauka. Það stóð hann heldur betur við. Lögreglumaðurinn kom nefnilega aftur og þá með NBA-goðsögnina Shaquille O'Neal með sér. Báðir léku sér með krökkunum og skemmtu sér konunglega. Krakkarnir munu líka aldrei gleyma þeim degi þegar Shaquille O'Neal mætti á svæðið og lék sér með þeim í körfubolta. Shaquille O'Neal er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og fjórfaldur NBA-meistari. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sjónvarpsmaður í tengslum við útsendingar TNT frá NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af þessu athyglisverða framtaki Bobby White og Shaquille O'Neal.Last week, the @GainesvillePD were called because kids were playing basketball too loud. Today, they called @SHAQ. https://t.co/pA2G0XUKM9— FOX Sports Live (@FOXSportsLive) January 24, 2016 Shaq sworn-in as police officer in Doral, FL moments ago. pic.twitter.com/rXqGXCfeho (via @Luigiboria)— Andy Slater (@AndySlater) January 20, 2015
NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira