Wyclef Jean næstum því búinn að koma Zaza Pachulia í byrjunarlið Vestursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 17:30 Zaza Pachulia og Wyclef Jean. Vísir/Getty Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt. NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira
Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt.
NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira
Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40