Verkfall flugvirkja geti haft alvarleg áhrif á starfsemi og framtíðarplön WOW sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 13:12 "Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. vísir/gva Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40
Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37