Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 11:00 Dagur Sigurðsson talar við dómarann í Slóveníuleiknum en sá hinn sami er með rauða spjaldið á lofti. Vísir/EPA Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. Danska liðið, sem er undir stjórn Íslendingsins Guðmundar Guðmundssonar, getur kallað sig prúðasta lið riðlakeppninnar því liðið fékk fæst refsistig. Lið fá refsistig fyrir gul spjöld, rauð spjöld og tveggja mínútna brottvísanir. Mótshaldarar taka saman tölurnar og birta listann á heimasíðu sinni. Liðin fá eitt refsistig fyrir gult spjald, tvö refsistig fyrir brottvísun og fimm refsistig fyrir rautt spjald. Danir fengu 9 gul spjöld en ekkert rautt spjald og aðeins sex brottrekstra í leikjunum þremur. Strákarnir hans Guðmundar voru því bara manni færri í tólf mínútur af 180 í riðlakeppninni eða aðeins sjö prósent leiktímans. Danska liðið var því bara með 21 refsistig eða átta færri en næstprúðasta liðið sem var lið Ungverjalands. Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu létu aftur á móti finna vel fyrir sér í riðlinum og voru það lið sem fékk flest refsistig og því titilinn grófasta lið riðlakeppninnar. Þýska liðið fékk alls 57 refsistig eða fjórum fleira en næstgrófasta liðið sem var Serbía. Þjóðverjar fengu 9 gul og 2 rauð spjöld og voru 19 sinnum reknir útaf í tvær mínútur í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið var sjöunda grófasta lið riðlakeppninnar með 9 gul spjöld, ekkert rautt spjald og sextán brottrekstra.Fæst refsistig í riðlakeppni EM 2016: 1. Danmörk 21 2. Ungverjaland 29 3. Svartfjallaland 31 4. Rússland 32 5. Makedónía 35 6. Frakkland 37 6. Noregur 37 8. Svíþjóð 39Flest refsistig í riðlakeppni EM 2016: 1. Þýskaland 57 2. Serbía 53 3. Króatía 51 4. Slóvenía 49 4. Hvíta Rússland 49 6. Pólland 42 7. Ísland 41 8. Spánn 40 EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. Danska liðið, sem er undir stjórn Íslendingsins Guðmundar Guðmundssonar, getur kallað sig prúðasta lið riðlakeppninnar því liðið fékk fæst refsistig. Lið fá refsistig fyrir gul spjöld, rauð spjöld og tveggja mínútna brottvísanir. Mótshaldarar taka saman tölurnar og birta listann á heimasíðu sinni. Liðin fá eitt refsistig fyrir gult spjald, tvö refsistig fyrir brottvísun og fimm refsistig fyrir rautt spjald. Danir fengu 9 gul spjöld en ekkert rautt spjald og aðeins sex brottrekstra í leikjunum þremur. Strákarnir hans Guðmundar voru því bara manni færri í tólf mínútur af 180 í riðlakeppninni eða aðeins sjö prósent leiktímans. Danska liðið var því bara með 21 refsistig eða átta færri en næstprúðasta liðið sem var lið Ungverjalands. Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu létu aftur á móti finna vel fyrir sér í riðlinum og voru það lið sem fékk flest refsistig og því titilinn grófasta lið riðlakeppninnar. Þýska liðið fékk alls 57 refsistig eða fjórum fleira en næstgrófasta liðið sem var Serbía. Þjóðverjar fengu 9 gul og 2 rauð spjöld og voru 19 sinnum reknir útaf í tvær mínútur í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið var sjöunda grófasta lið riðlakeppninnar með 9 gul spjöld, ekkert rautt spjald og sextán brottrekstra.Fæst refsistig í riðlakeppni EM 2016: 1. Danmörk 21 2. Ungverjaland 29 3. Svartfjallaland 31 4. Rússland 32 5. Makedónía 35 6. Frakkland 37 6. Noregur 37 8. Svíþjóð 39Flest refsistig í riðlakeppni EM 2016: 1. Þýskaland 57 2. Serbía 53 3. Króatía 51 4. Slóvenía 49 4. Hvíta Rússland 49 6. Pólland 42 7. Ísland 41 8. Spánn 40
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira