Angist og ótti, spægipylsa og þjóðerniskennd Sigríður Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 14:00 Atriði úr leiksýningunni Old Bessastaðir í Tjarnarbíói. Leikhús Old Bessastaðir Tjarnarbíó Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Marta Nordal Leikkonur: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnardóttir og María Heba Þorkelsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Arnar Ingvarsson Tónlist: Högni Egilsson Hljóðsmiður: Marteinn Hjartarson Áróra, Dagrún og Þorbjörg hafa fengið nóg. Fengið nóg af niðurlægingu, nóg af hræðslu, fengið nóg af ógninni sem vofir yfir, bæði þeim sjálfum og samfélaginu öllu. Þær ætla að verða fyrri til og koma saman úr ólíkum áttum í óskilgreindu byrgi til þess að framkvæma og framfylgja gildunum sem þær trúa á. Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal var frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag og fjallar umbúðalaust um hættur óheftra skoðana í nafni réttsýninnar. En íslenska þjóðin er ekki sú eina sem stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, sem geta haft hræðilegar afleiðingar. Um sama leyti og Salka frumsýnir nýtt leikverk um ímyndaðan heimsendi á ströndum Íslands frumsýnir frumkvöðullinn Caryl Churchill nýtt verk, Escaped Alone, í London um eftirmál endaloka heimsins. Þau mál sem hér um ræðir eru nefnilega ekki málefni einnar þjóðar heldur veraldarinnar allrar. Heilindi, samstaða, yfirvegun og íslenska spægipylsan: Gildi sem allir Íslendingar geta sameinast um. En hvað ef þessar hugsjónir brenglast þegar sjálfhverfa og minnimáttarkennd taka völdin? Gildi hópsins breytast með degi hverjum, að því er virðist persónulegum hentugleikum. Salka Guðmundsdóttir er einstaklega orðheppinn höfundur, hún felur undirtexta sinn á snjallan hátt og laumar hversdagslegum hryllingi inn í aðstæður sem virðast við fyrstu sýn harla eðlilegar, jafnvel skiljanlegar. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur Áróru af mikilli næmni en hún virðist stjórna hópnum af lævísi þangað til hún missir að lokum tökin. Einræða Áróru, þar sem hún lýsir samskiptum sínum við manneskju sem hún telur afskaplega óviðfelldna, er ákaflega vel samin af hálfu höfundar. Hér flýgur Arndís hátt í túlkun sinni þegar hún gerir ógeðfelldar skoðanir Áróru næstum aumkunarverðar. Persónusköpunina hefði Salka þó mátt móta ívið betur því ekki er laust við að hún falli örlítið í skuggann af hinum persónunum tveimur. Þorbjörg, framakonan útvalda, er leikin af Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Fall Þorbjargar er í öruggum höndum og María Heba verður beittari eftir því sem líður á sýninguna. Á yfirborðinu er Þorbjörg á toppi tilverunnar en undir niðri ríkir óreiðan ein og birtist okkur í þunglyndi og aðgerðarleysi persónunnar, sem henni gengur misvel að fela. Þriðja baráttukonan, og nýjasti meðlimur hópsins, er Dagrún sem Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur. Hún túlkar vel ferðalag músarinnar óöruggu til leiðtogans öfgafulla en síðasta skrefið upp í púlt gerist of snögglega. Aftur á móti er kostulegt að heyra hana rekja raunir sínar í kvennahlaupinu og leit sinni að hlutverki í lífinu. Þetta gerir Elma Lísa afskaplega vel og ratar á húmorinn í myrkustu skúmaskotum. Marta Nordal situr í leikstjórastólnum en hún hefur mótað sér mjög skýran stíl á síðustu misserum þar sem naumhyggjan og óvæntar sviðslausnir eru í fyrirrúmi. Sviðshreyfingar eru afdráttarlausar og myndrænar en stundum skortir neistann á milli persónanna, honum hefði mátt kynda betur undir. Aftur á móti setur opnunaratriðið verkinu skýra tóntegund sem nær síðan næstum ærandi hápunkti í lokaatriðinu. Helga I. Stefánsdóttir hannar búningana af kostgæfni en konurnar eru ávallt tilbúnar til framkvæmda, fyrst í iðnaðarmannagöllum og að lokum einkennisbúningum. Snjallar úrlausnir eru líka til fyrirmyndar í leikmyndahönnun Finns Arnars Arnarssonar en lýsing Arnars Ingvarssonar hefði mátt vera meira afgerandi. Tónlistin er hugarsmíð Högna Egilssonar og kraumar í bakgrunni þar til hún flæðir yfir allt í hrollvekjandi lokakafla verksins. Þó að Old Bessastaðir sé stutt verk skortir það ekki sprengikraft og beittan húmor. Áhorfendur sogast ofan í hringiðuna án útskýringa en leikstjórnin gerir það að verkum að við byrjum aðeins of framarlega í framvindunni. Leikrit Sölku stendur þó svo sannarlega fyrir sínu og á svo brýnt erindi við samtíma okkar. Þetta eru konur sem við þekkjum, umræður sem við könnumst við og landamæri sem varhugavert er að stíga yfir. Niðurstaða: Meinfyndið og beitt leikverk en leikstjórnina skortir dýpt. Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Old Bessastaðir Tjarnarbíó Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Marta Nordal Leikkonur: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnardóttir og María Heba Þorkelsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Arnar Ingvarsson Tónlist: Högni Egilsson Hljóðsmiður: Marteinn Hjartarson Áróra, Dagrún og Þorbjörg hafa fengið nóg. Fengið nóg af niðurlægingu, nóg af hræðslu, fengið nóg af ógninni sem vofir yfir, bæði þeim sjálfum og samfélaginu öllu. Þær ætla að verða fyrri til og koma saman úr ólíkum áttum í óskilgreindu byrgi til þess að framkvæma og framfylgja gildunum sem þær trúa á. Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal var frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag og fjallar umbúðalaust um hættur óheftra skoðana í nafni réttsýninnar. En íslenska þjóðin er ekki sú eina sem stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, sem geta haft hræðilegar afleiðingar. Um sama leyti og Salka frumsýnir nýtt leikverk um ímyndaðan heimsendi á ströndum Íslands frumsýnir frumkvöðullinn Caryl Churchill nýtt verk, Escaped Alone, í London um eftirmál endaloka heimsins. Þau mál sem hér um ræðir eru nefnilega ekki málefni einnar þjóðar heldur veraldarinnar allrar. Heilindi, samstaða, yfirvegun og íslenska spægipylsan: Gildi sem allir Íslendingar geta sameinast um. En hvað ef þessar hugsjónir brenglast þegar sjálfhverfa og minnimáttarkennd taka völdin? Gildi hópsins breytast með degi hverjum, að því er virðist persónulegum hentugleikum. Salka Guðmundsdóttir er einstaklega orðheppinn höfundur, hún felur undirtexta sinn á snjallan hátt og laumar hversdagslegum hryllingi inn í aðstæður sem virðast við fyrstu sýn harla eðlilegar, jafnvel skiljanlegar. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur Áróru af mikilli næmni en hún virðist stjórna hópnum af lævísi þangað til hún missir að lokum tökin. Einræða Áróru, þar sem hún lýsir samskiptum sínum við manneskju sem hún telur afskaplega óviðfelldna, er ákaflega vel samin af hálfu höfundar. Hér flýgur Arndís hátt í túlkun sinni þegar hún gerir ógeðfelldar skoðanir Áróru næstum aumkunarverðar. Persónusköpunina hefði Salka þó mátt móta ívið betur því ekki er laust við að hún falli örlítið í skuggann af hinum persónunum tveimur. Þorbjörg, framakonan útvalda, er leikin af Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Fall Þorbjargar er í öruggum höndum og María Heba verður beittari eftir því sem líður á sýninguna. Á yfirborðinu er Þorbjörg á toppi tilverunnar en undir niðri ríkir óreiðan ein og birtist okkur í þunglyndi og aðgerðarleysi persónunnar, sem henni gengur misvel að fela. Þriðja baráttukonan, og nýjasti meðlimur hópsins, er Dagrún sem Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur. Hún túlkar vel ferðalag músarinnar óöruggu til leiðtogans öfgafulla en síðasta skrefið upp í púlt gerist of snögglega. Aftur á móti er kostulegt að heyra hana rekja raunir sínar í kvennahlaupinu og leit sinni að hlutverki í lífinu. Þetta gerir Elma Lísa afskaplega vel og ratar á húmorinn í myrkustu skúmaskotum. Marta Nordal situr í leikstjórastólnum en hún hefur mótað sér mjög skýran stíl á síðustu misserum þar sem naumhyggjan og óvæntar sviðslausnir eru í fyrirrúmi. Sviðshreyfingar eru afdráttarlausar og myndrænar en stundum skortir neistann á milli persónanna, honum hefði mátt kynda betur undir. Aftur á móti setur opnunaratriðið verkinu skýra tóntegund sem nær síðan næstum ærandi hápunkti í lokaatriðinu. Helga I. Stefánsdóttir hannar búningana af kostgæfni en konurnar eru ávallt tilbúnar til framkvæmda, fyrst í iðnaðarmannagöllum og að lokum einkennisbúningum. Snjallar úrlausnir eru líka til fyrirmyndar í leikmyndahönnun Finns Arnars Arnarssonar en lýsing Arnars Ingvarssonar hefði mátt vera meira afgerandi. Tónlistin er hugarsmíð Högna Egilssonar og kraumar í bakgrunni þar til hún flæðir yfir allt í hrollvekjandi lokakafla verksins. Þó að Old Bessastaðir sé stutt verk skortir það ekki sprengikraft og beittan húmor. Áhorfendur sogast ofan í hringiðuna án útskýringa en leikstjórnin gerir það að verkum að við byrjum aðeins of framarlega í framvindunni. Leikrit Sölku stendur þó svo sannarlega fyrir sínu og á svo brýnt erindi við samtíma okkar. Þetta eru konur sem við þekkjum, umræður sem við könnumst við og landamæri sem varhugavert er að stíga yfir. Niðurstaða: Meinfyndið og beitt leikverk en leikstjórnina skortir dýpt.
Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira