Sigursæll BMX-hjólreiðamaður skaut sig til bana Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 09:45 Dave Mirra er fallinn frá. BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira