Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:10 Vegagerðin býst við að loka þurfi Hellisheiði og Þrengslum um og upp úr hádegi vegna veðurs. vísir/vilhelm Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04
Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14