Að sitja við sama borð Ólafur Teitur Guðnason skrifar 2. febrúar 2016 00:00 Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launahækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar, og eingreiðslu vegna ársins 2015. Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali. Skyldi því engan undra að við samningaborðið var fullkomin sátt um launin. Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verktöku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamning sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrirtækisins. Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfsmenn annarra fyrirtækja. Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu. ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrirtækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það er. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur fyrirtæki búa við slík skilyrði. Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræðurnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi. Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórðungi yfir markaðslaunum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar