Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 16:00 Fréttateymi Stöðvar 2 fékk ekki að mynda í verksmiðju Icewear sem býður þó upp á ókeypis skoðunarferð sem ferðamenn streymdu í í dag. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá. Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50