Veljum formann Kjartan Valgarðsson skrifar 19. febrúar 2016 11:45 Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar