Pína á álverið að samningaborðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hér bíður ál uppskipunar í Straumsvík. Hætt er við að um þrengist dragist boðað verkfall Hlífar í næstu viku á langinn. vísir/gva Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira