Innlent

Barnavernd leitar að fólki sem er tilbúið að taka að sér flóttabarn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leita að fólki sem getur tekið á móti börnum sem koma hingað til lands án þess að vera í fylgd fullorðinna.
Leita að fólki sem getur tekið á móti börnum sem koma hingað til lands án þess að vera í fylgd fullorðinna. Vísir/Vilhelm
Barnaverndarstofa hefur auglýst eftir fólki sem tilbúið er til að taka flóttabarn í fóstur eða vistun á heimili sínu í lengri eða skemmri tíma. Verið er að leita að fólki sem tilbúið er að aðstoða þau börn sem kunna að koma hingað til lands án fylgdar fullorðinna. 

Í auglýsingu Barnaverndarstofu, sem birtist á vefsíðu stofnunarinnar, segir að æskilegt sé að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi reynslu eða þekkingu á málefnum flóttabarna, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum eða tali tungumál þeirra.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í gegnum síma 560 2600 eða tölvupóst [email protected].

Í auglýsingunni segir að mikilvægt sé að umsækjendur geti alfarið verið heimavinnandi sé talin þörf á eða hafi sveigjanlegri vinnutíma ef þeir vinna utan heimilis. „Þeir umsækjendur sem taka að sér barn munu fá viðeigandi undirbúning og fræðslu,“ segir í auglýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×