Gatlin þurfti kalda til að slá heimsmet Bolts | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 19:00 Justin Gatlin með silfur og Usain Bolt með gull á HM í Peking í fyrra. vísir/getty Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira