Breytast í hústökufólk um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 10:31 Samningur við styrkaraðila hátíðarinnar í ár var "undirritaður“ með því að smella merki hátíðarinnar á handlegg allra í formi tímabundsins húðflúrs. Vísir/KTD Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra. Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra.
Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54