Samstaða verður ekki úrelt Drífa Snædal skrifar 9. mars 2016 07:00 Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar