Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 88-79 | Sex sigrar í röð hjá Stólunum Ísak Óli Traustason á Sauðárkróki skrifar 6. mars 2016 23:00 Darrel Lewis skoraði 19 stig gegn Grindvíkingum. Vísir/Stefán Tindastóll vann sinn sjötta leik röð í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld þegar að þeir spiluðu við Grindavík. Lokatölur í leiknum 88-79. Heimamenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og leiddu 11-2 eftir tvær þriggja stiga körfur frá Viðari Ágústssyni. Grindvíkingar náðu að laga stöðuna og jafnræði var með liðunum í lok leikhlutans en stigaskorið að honum loknum var 23-20. Annar leikhluti fer seint í sögubækurnar fyrir frábæran sóknarleik en liðin börðust mikið og jafnræði var áfram með þeim. Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, barðist eins og ljón og uppskar eftir því. Hann var kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik (10 stig/12 fráköst) en hálfleikstölur voru 38-33. Charles Wayne Garcia, bandaríski leikmaður Grindavíkur þurfti að fara að leikvelli í byrjun leiks en hann spilaði einugis tæpar 3 mínútur í kvöld. Anthony Gurley kom með fína innkomu af bekknum hjá Stólunum í fyrri hálfleik en dapur sóknarleikur liðanna í öðrum leikhluta var eitthvað sem að þjálfarar þeirra þurftu að ræða í hálfleiknum. Það var mikið um að leikmenn væru að klikka á sniðskotum og það var einnig mikið um tæknifeila. Það var eins og að menn væru ekki búnir að melta sunnudagssteikina. Leikmenn Tindastóls byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og náðu átta stiga forskoti á Grindavík. Gestirnir svöruðu því hins vegar með góðu áhlaupi og minkuðu muninn í tvö stig og komust í framhaldinu yfir 48-49. Tindastóll endaði leikhlutann betur og leiddu, 65–59, þegar að þriðji leikhluti var allur. Jafnræði var áfram með liðunum í upphafi fjórða leikhluta og Grindvíkingar börðust áfram eins og ljón án þess að geta notað bandaríska leikmann sinn sem að sat sem fastast á bekknum. Grindavík leiddi leikinn 71-70 þegar að rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá steig hinn þrautreyndi Darrel Lewis, leikmaður Tindastóls upp og skoraði níu stig í röð fyrir heimamenn og staðan orðin 82-74. Tindastóll sigldi þessu síðan í höfn í lokin og Péur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi liðsins, átti flotta sendingu á Myron Dempsey, liðsfélaga sinn, sem að greip boltann í loftinu og tróð honum með tilþrifum. Þetta reyndis síðasti naglinn í kistu Grindvíkinga og lokatölur leiksins 88-79. Hjá heimamönnum skiluðu margir framlagi þar sem að fimm leikmenn liðsins skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Viðar átti glimrandi góðan leik en hann endaði með 16 stig og þurfti aðeins 7 skot til þess að skora þau, klikkaði aðeins á einu skoti. Lewis steig upp í lokin og þeir Pétur Rúnar, Dempsey, Gurley og Helgi Rafn Viggósson voru að spila vel. Gestirnir í Grindavík börðust allan leikinn en þeir sem að stóðu upp úr í þeirra liði í dag voru þeir Jón Axel Guðmundsson og Ómar Örn Sævarsson. Jón Axel endaði með 20 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar og Ómar Örn splæsti í sannkallaða tröllatvennu með 18 stig og 17 fráköst auk þess sem hann henti sér á eftir öllum lausum boltum í leiknum. Grindavíkurliðið var að spila vel og stóð í Stólunum í kvöld þrátt fyrir það að bandaríski leikmaður þeirra hafi lítið sem ekkert komið við sögu. Eftir sigurinn eru Stólarnir áfram í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, jafnmörg og Haukar og Þór Þorlákshöfn. Grindvíkingar sitja áfram í 9. sætinu með 16 stig, jafnmörg og Snæfell.Tölfræði leiks: Tindastóll-Grindavík 88-79 (23-20, 15-13, 27-26, 23-20) Tindastóll: Anthony Isaiah Gurley 20/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 16, Myron Dempsey 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 3/16 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Svavar Atli Birgisson 1/4 fráköst, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Hannes Ingi Másson 0. Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 20/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 18/17 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 4, Kristófer Breki Gylfason 1, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Charles Wayne Garcia Jr. 0.Costa: Einbeiting okkar var ekki góð José Costa, þjálfari Tindastóls sagði að lið hans hefði ekki spilað eins og hann hefði lagt upp með. „En samt sem áður sjötti sigur okkar í röð sem er að er mikilvægt farteski fyrir úrslitakeppnina“, sagði Costa. „Það eru margir hlutir sem að ég er ekki ánægður með í dag en við vorum að leyfa þeim að fá auðveld skot og við gáfum þeim möguleika á sigri“, sagði Costa. Þegar að Costa var spurður hvort að eitthvað vanmat hefði verið í gangi þá taldi hann svo vera. ,„Einbeiting okkar var ekki góð og við klikkuðum á fimm sniðskotum og á átta vítum í fyrri hálfleik þannig að það var ekki gott“, sagði hann. „Þegar að staðan var jöfn í lokin þá var það eina skiptið í leiknum sem að við spiluðum að krafti. Við erum þekktir fyrir það að spila af fullum krafti allan leikinn en við gerðum það ekki í dag, ég veit ekki afhverju“, sagði spænski þjálfarinn. „Eftir að við byrjum leikinn 11-2 þá slökum við aðeins á“, sagði Costa og bætir því við að „í öðrum leikjum höfum við verið að byrja illa, við höfum verið þá að koma okkur inn í leikinn og það hefur verið stígandi í leik okkar í þeim leikjum“. „Við spiluðum ekki nægilega vel í dag og það er ágætt að spila svona mínútur áður en að við förum í úrslitakeppnina svo að við sjáum að við getum ekki leyft okkur að spila illa þar“, sagði Costa. Hann ítrekaði það að skortur á einbeitingu hafi verið í lið hans í dag og vildi hann að lokum óska Grindavík til hamingju með sinn leik. „Þeir spiluðu vel án þess að geta notað bandaríska leikmann sinn og þeir börðust allan leikinn. Við klárum leikinn vel með góðri vörn og Lewis klárar þetta í lokinn fyrir okkur“, sagði Costa að lokum.Jóhann: Gamli maðurinn kláraði þetta í restina Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð sáttur þegar að blaðamaður náði tali af honum eftir leik. „Ég er bara virkilega ánægður með mína menn, flott framlag frá öllum sem tóku þátt og bara að koma til baka eftir þessa skitu á fimmtudaginn, ég er mjög sáttur og við áttum að fá meira út úr þessu en þetta, við áttum meira skilið en svona er þetta“, sagði Jóhann. „Ég er mjög sáttur hvað menn voru að leggja á sig hérna, þetta er eitthvað sem að við getum byggt á fyrir fimmtudaginn“, bætti hann við. Aðspurður út í það afhverju Charles Wayne Garcia spilaði einungis tæpar þrjár mínútur í kvöld sagði Jóhann: „Hann hefur átt erfitt með andardrátt síðustu þrjár vikur og nær ekki andanum og það er ekki skynsamlegt að vera að spila þegar að það er þannig stand á mönnum og við tókum enga sénsa að hann myndi t.d. krassa á Holtavörðuheiðinni á leiðinni heim þannig að hann var bara hvíldur hérna í kvöld“. Aðspurður út í hvort að Garcia hafi veirð í einhverjum rannsóknum sagði Jóhann að „það er búið að vera að kanna þetta eitthvað en það kemst vonandi niðurstaða í þetta fyrir fimmtudaginn“. Þegar að hann Jóhann var spurður út í möguleika sinna manna á því að ná sæti í úrslitakeppninni sagði hann að þeir ættu ennþá möguleika svo lengi sem að þeir vinni sinn leik á fimmtudaginn á móti Njarðvík á meðan verða Grindvíkingar að treysta á að Snæfell haldi áfram að tapa. Þegar að Jóhann var spurður út í jákvæðu hlutina við leik sinna manna sagði hann að þeir hefður verið hörku góðir allan tímann. „Þetta datt bara þeirra megin, þetta er mikil framför frá því síðast”, sagði Jóhann og bætti því við að „gamli maðurinn kláraði þetta í restina“, og átti þar við Darrel Lewis, leikmann Tindastóls. ,,Það var ekki mikið samræmi í dómgæslu hérna í lokin, þeir fóru auðveldlega á línuna á meðan að við vorum ekki að fá neitt”, sagði Jóhann svekktur. ,,Gamli maðurinn var munurinn á liðunum það er bara svoleiðis”, sagði hann að lokum.Helgi Rafn: Við vorum full mikið fyrir utan og ætluðum bara að drita þessu Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls reif niður 16 fráköst í leiknum í kvöld og honum fannst þetta vera heldur ljótur sigur. „En sigur er sigur og það er margt sem að við þurfum að lag út frá þessum leik, eins og við vorum fínir á móti KR þá vorum við jafnlélegir hérna“, sagði Helgi. Þegar að Helgi var spurður út í það hvort að hans menn hefðu vanmetið lið Grindvíkinga sagði Helgi að „ég held að það hafi ekki verið vanmat, þeir eru með hörku lið og menn þurfa að koma klárir í hvern einasta leik og ég veit svosem ekki hvað klikkaði“. „Við byrjuðum ágætlega sem er eitthvað sem að við höfum ekki verið að gera hingað til en þá klikkaði allt annað. Sigur er sigur og við tökum þennan“, sagði fyrirliðinn. Þegar að blaðamaður spurði Helga að því hvort að það væri ágætt að fá svona spark í rassinn fyrir úrslitakeppnina þá sagði tók Helgi undir það. Hann taldi að það væri ágætt að fá smá mótlæti þar sem að hans menn lönduðu sigri í lokin. Honum fannst það það jákvætt við leik sinna manna þagar að þegar að þeir voru að spila sín kerfi þá gengu hlutirnir vel og taldi hann að þeir hefðu gert of lítið að því. „Við vorum full mikið fyrir utan og ætluðum að drita þessu bara“, sagði Helgi. Þegar að blaðamaður spurði út í skotgleði Stólanna fyrir utan og lítið um uppstiltar sóknir sagði Helga að „það er oft bara betra að taka því rólega og stilla upp þegar að það gengur ekki upp í fyrstu sókninni“.Jón Axel: Verðum bara að koma sterkir í næsta leik Það fyrsta sem að kom upp í huga Jóns Axels Guðmundssonar, leikmanns Grindavíkur, var Darrel Lewis og hvernig að hann kláraði þetta í lokin. „Mér fannst mér margir dómar hérna í endann sem hefðu getað fallið öðruvísi“, bætti Jón við. „Það er erfitt þegar að við mætum hingað og Kananum er frekar flökurt eftir rútuferðina og er búinn að vera veikur. Hann kemur hérna slappur og spilar lítið og þá breytist leikskipulagið að sjálfu sér en ekkert eitthvað sem að var lagt upp með“, sagði Jón Axel. „Ég er sáttur með baráttuna hjá okkur, við töpum hérna með níu stigum Kanalausir á erfiðasta útivelli landsins“, sagði hann. „Við hefðum getað tekið þetta í endan ef að nokkur skot hefðu dottið og nokkrir dómar farið öðruvísi en svona er körfubolti“, sagði hann. Það sem að Jóni fannst jákvætt við leik síns liðs var barátta þeirra allan leikinn og það að margir væru að leggja í púkkið. „Það er ekkert slæmt að fara hérna Kanalausir og tapa með níu stigum en við verðum bara að koma sterkir í næsta leik því að við eigum ennþá möguleika að komast í úrslitakeppni þökk sé Stjörnunni og við treystum að Þór geri það sem að þeir þurfa að gera“, sagði Jón. Þegar að Jón var spurður út í hlutina sem að þeir þurfa að bæta sagði hann að „við þurfum að bæta vörnina, þeir voru ekki að hitta vel en skora samt 88 stig sem er of mikið að mínu mati“.Textalýsing: Tindastóll - GrindavíkTweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Tindastóll vann sinn sjötta leik röð í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld þegar að þeir spiluðu við Grindavík. Lokatölur í leiknum 88-79. Heimamenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og leiddu 11-2 eftir tvær þriggja stiga körfur frá Viðari Ágústssyni. Grindvíkingar náðu að laga stöðuna og jafnræði var með liðunum í lok leikhlutans en stigaskorið að honum loknum var 23-20. Annar leikhluti fer seint í sögubækurnar fyrir frábæran sóknarleik en liðin börðust mikið og jafnræði var áfram með þeim. Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur, barðist eins og ljón og uppskar eftir því. Hann var kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik (10 stig/12 fráköst) en hálfleikstölur voru 38-33. Charles Wayne Garcia, bandaríski leikmaður Grindavíkur þurfti að fara að leikvelli í byrjun leiks en hann spilaði einugis tæpar 3 mínútur í kvöld. Anthony Gurley kom með fína innkomu af bekknum hjá Stólunum í fyrri hálfleik en dapur sóknarleikur liðanna í öðrum leikhluta var eitthvað sem að þjálfarar þeirra þurftu að ræða í hálfleiknum. Það var mikið um að leikmenn væru að klikka á sniðskotum og það var einnig mikið um tæknifeila. Það var eins og að menn væru ekki búnir að melta sunnudagssteikina. Leikmenn Tindastóls byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og náðu átta stiga forskoti á Grindavík. Gestirnir svöruðu því hins vegar með góðu áhlaupi og minkuðu muninn í tvö stig og komust í framhaldinu yfir 48-49. Tindastóll endaði leikhlutann betur og leiddu, 65–59, þegar að þriðji leikhluti var allur. Jafnræði var áfram með liðunum í upphafi fjórða leikhluta og Grindvíkingar börðust áfram eins og ljón án þess að geta notað bandaríska leikmann sinn sem að sat sem fastast á bekknum. Grindavík leiddi leikinn 71-70 þegar að rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá steig hinn þrautreyndi Darrel Lewis, leikmaður Tindastóls upp og skoraði níu stig í röð fyrir heimamenn og staðan orðin 82-74. Tindastóll sigldi þessu síðan í höfn í lokin og Péur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi liðsins, átti flotta sendingu á Myron Dempsey, liðsfélaga sinn, sem að greip boltann í loftinu og tróð honum með tilþrifum. Þetta reyndis síðasti naglinn í kistu Grindvíkinga og lokatölur leiksins 88-79. Hjá heimamönnum skiluðu margir framlagi þar sem að fimm leikmenn liðsins skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Viðar átti glimrandi góðan leik en hann endaði með 16 stig og þurfti aðeins 7 skot til þess að skora þau, klikkaði aðeins á einu skoti. Lewis steig upp í lokin og þeir Pétur Rúnar, Dempsey, Gurley og Helgi Rafn Viggósson voru að spila vel. Gestirnir í Grindavík börðust allan leikinn en þeir sem að stóðu upp úr í þeirra liði í dag voru þeir Jón Axel Guðmundsson og Ómar Örn Sævarsson. Jón Axel endaði með 20 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar og Ómar Örn splæsti í sannkallaða tröllatvennu með 18 stig og 17 fráköst auk þess sem hann henti sér á eftir öllum lausum boltum í leiknum. Grindavíkurliðið var að spila vel og stóð í Stólunum í kvöld þrátt fyrir það að bandaríski leikmaður þeirra hafi lítið sem ekkert komið við sögu. Eftir sigurinn eru Stólarnir áfram í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, jafnmörg og Haukar og Þór Þorlákshöfn. Grindvíkingar sitja áfram í 9. sætinu með 16 stig, jafnmörg og Snæfell.Tölfræði leiks: Tindastóll-Grindavík 88-79 (23-20, 15-13, 27-26, 23-20) Tindastóll: Anthony Isaiah Gurley 20/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 16, Myron Dempsey 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 3/16 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Svavar Atli Birgisson 1/4 fráköst, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Hannes Ingi Másson 0. Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 20/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 18/17 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 4, Kristófer Breki Gylfason 1, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Charles Wayne Garcia Jr. 0.Costa: Einbeiting okkar var ekki góð José Costa, þjálfari Tindastóls sagði að lið hans hefði ekki spilað eins og hann hefði lagt upp með. „En samt sem áður sjötti sigur okkar í röð sem er að er mikilvægt farteski fyrir úrslitakeppnina“, sagði Costa. „Það eru margir hlutir sem að ég er ekki ánægður með í dag en við vorum að leyfa þeim að fá auðveld skot og við gáfum þeim möguleika á sigri“, sagði Costa. Þegar að Costa var spurður hvort að eitthvað vanmat hefði verið í gangi þá taldi hann svo vera. ,„Einbeiting okkar var ekki góð og við klikkuðum á fimm sniðskotum og á átta vítum í fyrri hálfleik þannig að það var ekki gott“, sagði hann. „Þegar að staðan var jöfn í lokin þá var það eina skiptið í leiknum sem að við spiluðum að krafti. Við erum þekktir fyrir það að spila af fullum krafti allan leikinn en við gerðum það ekki í dag, ég veit ekki afhverju“, sagði spænski þjálfarinn. „Eftir að við byrjum leikinn 11-2 þá slökum við aðeins á“, sagði Costa og bætir því við að „í öðrum leikjum höfum við verið að byrja illa, við höfum verið þá að koma okkur inn í leikinn og það hefur verið stígandi í leik okkar í þeim leikjum“. „Við spiluðum ekki nægilega vel í dag og það er ágætt að spila svona mínútur áður en að við förum í úrslitakeppnina svo að við sjáum að við getum ekki leyft okkur að spila illa þar“, sagði Costa. Hann ítrekaði það að skortur á einbeitingu hafi verið í lið hans í dag og vildi hann að lokum óska Grindavík til hamingju með sinn leik. „Þeir spiluðu vel án þess að geta notað bandaríska leikmann sinn og þeir börðust allan leikinn. Við klárum leikinn vel með góðri vörn og Lewis klárar þetta í lokinn fyrir okkur“, sagði Costa að lokum.Jóhann: Gamli maðurinn kláraði þetta í restina Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð sáttur þegar að blaðamaður náði tali af honum eftir leik. „Ég er bara virkilega ánægður með mína menn, flott framlag frá öllum sem tóku þátt og bara að koma til baka eftir þessa skitu á fimmtudaginn, ég er mjög sáttur og við áttum að fá meira út úr þessu en þetta, við áttum meira skilið en svona er þetta“, sagði Jóhann. „Ég er mjög sáttur hvað menn voru að leggja á sig hérna, þetta er eitthvað sem að við getum byggt á fyrir fimmtudaginn“, bætti hann við. Aðspurður út í það afhverju Charles Wayne Garcia spilaði einungis tæpar þrjár mínútur í kvöld sagði Jóhann: „Hann hefur átt erfitt með andardrátt síðustu þrjár vikur og nær ekki andanum og það er ekki skynsamlegt að vera að spila þegar að það er þannig stand á mönnum og við tókum enga sénsa að hann myndi t.d. krassa á Holtavörðuheiðinni á leiðinni heim þannig að hann var bara hvíldur hérna í kvöld“. Aðspurður út í hvort að Garcia hafi veirð í einhverjum rannsóknum sagði Jóhann að „það er búið að vera að kanna þetta eitthvað en það kemst vonandi niðurstaða í þetta fyrir fimmtudaginn“. Þegar að hann Jóhann var spurður út í möguleika sinna manna á því að ná sæti í úrslitakeppninni sagði hann að þeir ættu ennþá möguleika svo lengi sem að þeir vinni sinn leik á fimmtudaginn á móti Njarðvík á meðan verða Grindvíkingar að treysta á að Snæfell haldi áfram að tapa. Þegar að Jóhann var spurður út í jákvæðu hlutina við leik sinna manna sagði hann að þeir hefður verið hörku góðir allan tímann. „Þetta datt bara þeirra megin, þetta er mikil framför frá því síðast”, sagði Jóhann og bætti því við að „gamli maðurinn kláraði þetta í restina“, og átti þar við Darrel Lewis, leikmann Tindastóls. ,,Það var ekki mikið samræmi í dómgæslu hérna í lokin, þeir fóru auðveldlega á línuna á meðan að við vorum ekki að fá neitt”, sagði Jóhann svekktur. ,,Gamli maðurinn var munurinn á liðunum það er bara svoleiðis”, sagði hann að lokum.Helgi Rafn: Við vorum full mikið fyrir utan og ætluðum bara að drita þessu Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls reif niður 16 fráköst í leiknum í kvöld og honum fannst þetta vera heldur ljótur sigur. „En sigur er sigur og það er margt sem að við þurfum að lag út frá þessum leik, eins og við vorum fínir á móti KR þá vorum við jafnlélegir hérna“, sagði Helgi. Þegar að Helgi var spurður út í það hvort að hans menn hefðu vanmetið lið Grindvíkinga sagði Helgi að „ég held að það hafi ekki verið vanmat, þeir eru með hörku lið og menn þurfa að koma klárir í hvern einasta leik og ég veit svosem ekki hvað klikkaði“. „Við byrjuðum ágætlega sem er eitthvað sem að við höfum ekki verið að gera hingað til en þá klikkaði allt annað. Sigur er sigur og við tökum þennan“, sagði fyrirliðinn. Þegar að blaðamaður spurði Helga að því hvort að það væri ágætt að fá svona spark í rassinn fyrir úrslitakeppnina þá sagði tók Helgi undir það. Hann taldi að það væri ágætt að fá smá mótlæti þar sem að hans menn lönduðu sigri í lokin. Honum fannst það það jákvætt við leik sinna manna þagar að þegar að þeir voru að spila sín kerfi þá gengu hlutirnir vel og taldi hann að þeir hefðu gert of lítið að því. „Við vorum full mikið fyrir utan og ætluðum að drita þessu bara“, sagði Helgi. Þegar að blaðamaður spurði út í skotgleði Stólanna fyrir utan og lítið um uppstiltar sóknir sagði Helga að „það er oft bara betra að taka því rólega og stilla upp þegar að það gengur ekki upp í fyrstu sókninni“.Jón Axel: Verðum bara að koma sterkir í næsta leik Það fyrsta sem að kom upp í huga Jóns Axels Guðmundssonar, leikmanns Grindavíkur, var Darrel Lewis og hvernig að hann kláraði þetta í lokin. „Mér fannst mér margir dómar hérna í endann sem hefðu getað fallið öðruvísi“, bætti Jón við. „Það er erfitt þegar að við mætum hingað og Kananum er frekar flökurt eftir rútuferðina og er búinn að vera veikur. Hann kemur hérna slappur og spilar lítið og þá breytist leikskipulagið að sjálfu sér en ekkert eitthvað sem að var lagt upp með“, sagði Jón Axel. „Ég er sáttur með baráttuna hjá okkur, við töpum hérna með níu stigum Kanalausir á erfiðasta útivelli landsins“, sagði hann. „Við hefðum getað tekið þetta í endan ef að nokkur skot hefðu dottið og nokkrir dómar farið öðruvísi en svona er körfubolti“, sagði hann. Það sem að Jóni fannst jákvætt við leik síns liðs var barátta þeirra allan leikinn og það að margir væru að leggja í púkkið. „Það er ekkert slæmt að fara hérna Kanalausir og tapa með níu stigum en við verðum bara að koma sterkir í næsta leik því að við eigum ennþá möguleika að komast í úrslitakeppni þökk sé Stjörnunni og við treystum að Þór geri það sem að þeir þurfa að gera“, sagði Jón. Þegar að Jón var spurður út í hlutina sem að þeir þurfa að bæta sagði hann að „við þurfum að bæta vörnina, þeir voru ekki að hitta vel en skora samt 88 stig sem er of mikið að mínu mati“.Textalýsing: Tindastóll - GrindavíkTweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira