Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Þ. 93-104 | Þriggja stiga skyttur Þórs skutu Hött í kaf Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 6. mars 2016 21:30 Ragnar var með 14 stig og 13 fráköst á Egilsstöðum í kvöld. Vísir/Ernir Höttur tapaði síðasta heimaleik sínum í úrvalsdeild í bili 93-104 gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Þórsliðið varð þar með fyrsta liðið til að skora meira en 100 stig gegn Hetti í deildinni í vetur. Þriggja stiga skyttur gestanna fóru á kostum í öðrum leikhluta og gerðu nánast út um leikinn. Liðin skiptust þrisvar á forystunni í fyrsta leikhluta en Þór náði henni til sín rétt áður en henni lauk. Á meðan Höttur komst í 7-0 klúðruðu gestirnir þremur þriggja stiga skotum í röð en um leið og þau fóru að detta ofan í snérist leikurinn. Þórsarar urðu fyrir áfalli í lok fyrsta leikhlutans þegar Vance Hall lenti illa í varnarleiknum og snéri sig á ökkla. Hann haltraði út af og kom ekki meira við sögu í leiknum en liðsfélagar hans dreifðu með sér ábyrgðinni. Fimm þriggja stiga körfur í öðrum leikhluta lögðu gruninn að sigri þeirra. Á tímabili var nýting liðsins fyrir utan línuna 9/19 meðan Höttur var með 2/11. Þótt nýtingarhlutfall Þórs rýrnaði eftir því sem á leið leikinn segir það sína sögu að í lokin voru þriggja stiga körfur heimamanna fjórar en fjórtán hjá gestunum sem skilar 30 stiga mun. Mestur varð munurinn fimmtán stig rétt fyrir leikhlé en Hattarmenn náðu aðeins að klóra í bakkann og ná honum niður í tólf stig, 44-56. Þarna var hins vegar orðið til forskot sem Hetti tókst ekki að vinna upp. Liðið spilaði reyndar seinni hluta þriðja leikhluta vel og minnkaði muninn í 71-76. Minnstur varð munurinn 87-89 þegar fimm mínútur voru eftir þegar Eysteinn Bjarni Ævarsson setti niður þriggja stiga skot. Hann átti stórleik í kvöld og skoraði 31 stig. Gestirnir svöruðu með tveimur körfum og í stað þess að þeim tækist að viðhalda eða minnka fimm stiga muninum sem hafði verið í nokkurn tíma skoraði Ragnar Örn Bragason tvær þriggja stiga körfur í röð. Þar með var staðan orðin 90-101 og innan við tvær mínútur eftir. Þannig fjaraði leikurinn út. Tvö hundruð stiga leikir eru ekki í anda Hattarliðsins. Það var fallið fyrir leikinn og má segja að stemmingin hafi verið nokkuð sérstök í kvöld, eins konar doði yfir áhorfendum og liðinu sem hafa tileinkað sér baráttu og þéttan varnarleik. Þannig voru það helst húrrahóp varamanna Þórs yfir þriggja stiga körfunum sem rufu þögnina á Egilsstöðum í kvöld. Stigaskorið dreifðist vel meðal Þórsliðsins en sjö leikmenn þess, af þeim níu sem voru á skýrslu, skoruðu tíu stig eða fleiri. Það sýndi sig líka að ýmsir geta tekið af skarið þegar þess þarf en Ragnar Örn átti heiðurinn í fjórða leikhlutanum í kvöld.Tölfræði leiks: Höttur-Þór Þ. 93-104 (24-28, 20-28, 27-20, 22-28) Höttur: Eysteinn Bjarni Ævarsson 29/10 fráköst/10 stoðsendingar, Tobin Carberry 27/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 11/10 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 6, Sigmar Hákonarson 6, Gísli Þórarinn Hallsson 2, Ásmundur Hrafn Magnússon 0, Hallmar Hallsson 0, Einar Bjarni Helgason 0, Atli Geir Sverrisson 0. Þór Þ.: Ragnar Örn Bragason 20, Emil Karel Einarsson 16/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/13 fráköst/4 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 11, Magnús Breki Þórðason 11, Halldór Garðar Hermannsson 11/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11, Vance Michael Hall 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 3.Viðar Örn: Viljum ekki spila leiki sem eru svona stigahrúga Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með varnarleik síns liðs sem fékk í fyrsta sinn meira en 100 stig á sig í vetur. Á móti hafði Höttur aðeins einu sinni áður skorað jafn mörg stig í leik. „Sóknin var fín og við fengum opin skot í nánast hverri sókn en mjög léleg vörn drap okkur. Hreyfingin var of hæg á vörninni. Það var eins og við værum litlir krakkar að vona að skotin færu ekki ofan í. Það varð hins vegar að koma í veg fyrir skotin með að ganga út í skotmenn Þórs.“ Hann tekur ekki fyrir það að sú staðreynd að liðið var fallið hafi haft sitt að segja. „Menn komu pressulausir og gátu skorað nóg en nenntu ekki að verjast sem bendir til þess að þá hafi vantað eitthvað til að berjast fyrir. Við viljum ekki spila leiki sem eru svona stigahrúga. Það er ekki okkar stíll og ég var ekki hrifinn af því sem við vorum að gera í dag. Þetta var kannski skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur þar sem boltinn barst fram og aftur völlinn en ekki eitthvað sem við höfum lagt upp með. Þróun leiks okkar hefur verið upp á við, bæði hjá liðinu í heild og einstaklingum. Við höfum spilað vel eftir áramót, fyrir utan leikinn við Stjörnuna í síðustu viku. Þetta er hins vegar ekki nóg að sinni, því er nú helvítis ver og miður. Þú átt aldrei skilið meira en það sem þú vinnur fyrir og við höfum bara unnið fyrir þremur sigrum sem skila sex stigum. Ég veit ekki til þess að sá stigafjöldi hafi nokkurn tíman dugað til að sleppa við fall og því eigum við skilið að falla.“ Hann segir menn lítið vera farna að huga að næstu leiktíð. „Málin hafa aðeins verið rædd en það er mikið óljóst. Það er ekkert fast í hendi nema með fáa leikmenn. Næsta sem maður horfir á er að fá eitthvað að borða og svo verður það leikurinn gegn Haukum. Eftir það förum við að skoða málin.“Einar Árni: Bað Vance um að treysta liðsfélögunum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, á ekki von á að Bandaríkjamaðurinn Vance Hall verði lengi að hrista af sér meiðslin sem hann hlaut í leiknum í kvöld. Vance fór út af meiddur á ökkla eftir níu mínútur og kom ekki aftur inn á. „Hann ætlaði að harka af sér en ég sagði við hann að það væru stærri leikir framundan og bað hann um að treysta liðsfélögunum. Þetta væri ekki leikurinn til að taka sénsa. Við skoðum hann betur á morgun en ég held að þetta sé bara snúinn ökkli. Ég hef engar stórar áhyggjur. Ef hann verður ekki klár í næsta leik þá í úrslitakeppnina.“ Aðrir leikmenn Þórs brugðust vel við kaflinu og dreifðu stigaskorinu vel á milli sín. Ragnar Örn Bragason varð þeirra stigahæstur með 20 stig en sex aðrir skoruðu ellefu eða fleiri. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Ég hefði viljað spilað betri varnarleik en við náðum að stoppa þá þegar á þurfti að halda. Þetta var virkilega flott liðsframlag og ágætis raun fyrir hina að spila án Vance. Þetta var dýrmætur sigur sem við þurftum að hafa fyrir. Ég er mjög sáttur við að hafa unnið átta útileiki í deildakeppninni í vetur.“ Aðspurður sagðist Einar telja Hauka eiga fjórða sætið víst. Liðin eru jöfn að stigum nú en Haukar eiga leik til góða í Njarðvík á morgun og svo Hött í Hafnarfirði í síðustu umferðinni meðan Þór fær Snæfell í heimsókn. Fyrir Einari snýst baráttan um fimmta sætið við Tindastól, sem einnig er með 26 stig. Fjögur stig eru svo niður í Njarðvík. „Með þessum sigri festum við okkur fyrir ofan Njarðvík en Haukar hafa betur gegn okkur innbyrðis. Við höfum spilað vel í síðustu leikjum og ætlum okkur að fara á jákvæðum nótum inn í úrslitakeppnina. Haukarnir og Stólarnir eru heitustu liðin í dag svo það er verðugt verkefni ef þau bíða okkar en fyrst er að klára síðasta leikinn.“Textalýsing: Höttur - Þór Þ.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Höttur tapaði síðasta heimaleik sínum í úrvalsdeild í bili 93-104 gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Þórsliðið varð þar með fyrsta liðið til að skora meira en 100 stig gegn Hetti í deildinni í vetur. Þriggja stiga skyttur gestanna fóru á kostum í öðrum leikhluta og gerðu nánast út um leikinn. Liðin skiptust þrisvar á forystunni í fyrsta leikhluta en Þór náði henni til sín rétt áður en henni lauk. Á meðan Höttur komst í 7-0 klúðruðu gestirnir þremur þriggja stiga skotum í röð en um leið og þau fóru að detta ofan í snérist leikurinn. Þórsarar urðu fyrir áfalli í lok fyrsta leikhlutans þegar Vance Hall lenti illa í varnarleiknum og snéri sig á ökkla. Hann haltraði út af og kom ekki meira við sögu í leiknum en liðsfélagar hans dreifðu með sér ábyrgðinni. Fimm þriggja stiga körfur í öðrum leikhluta lögðu gruninn að sigri þeirra. Á tímabili var nýting liðsins fyrir utan línuna 9/19 meðan Höttur var með 2/11. Þótt nýtingarhlutfall Þórs rýrnaði eftir því sem á leið leikinn segir það sína sögu að í lokin voru þriggja stiga körfur heimamanna fjórar en fjórtán hjá gestunum sem skilar 30 stiga mun. Mestur varð munurinn fimmtán stig rétt fyrir leikhlé en Hattarmenn náðu aðeins að klóra í bakkann og ná honum niður í tólf stig, 44-56. Þarna var hins vegar orðið til forskot sem Hetti tókst ekki að vinna upp. Liðið spilaði reyndar seinni hluta þriðja leikhluta vel og minnkaði muninn í 71-76. Minnstur varð munurinn 87-89 þegar fimm mínútur voru eftir þegar Eysteinn Bjarni Ævarsson setti niður þriggja stiga skot. Hann átti stórleik í kvöld og skoraði 31 stig. Gestirnir svöruðu með tveimur körfum og í stað þess að þeim tækist að viðhalda eða minnka fimm stiga muninum sem hafði verið í nokkurn tíma skoraði Ragnar Örn Bragason tvær þriggja stiga körfur í röð. Þar með var staðan orðin 90-101 og innan við tvær mínútur eftir. Þannig fjaraði leikurinn út. Tvö hundruð stiga leikir eru ekki í anda Hattarliðsins. Það var fallið fyrir leikinn og má segja að stemmingin hafi verið nokkuð sérstök í kvöld, eins konar doði yfir áhorfendum og liðinu sem hafa tileinkað sér baráttu og þéttan varnarleik. Þannig voru það helst húrrahóp varamanna Þórs yfir þriggja stiga körfunum sem rufu þögnina á Egilsstöðum í kvöld. Stigaskorið dreifðist vel meðal Þórsliðsins en sjö leikmenn þess, af þeim níu sem voru á skýrslu, skoruðu tíu stig eða fleiri. Það sýndi sig líka að ýmsir geta tekið af skarið þegar þess þarf en Ragnar Örn átti heiðurinn í fjórða leikhlutanum í kvöld.Tölfræði leiks: Höttur-Þór Þ. 93-104 (24-28, 20-28, 27-20, 22-28) Höttur: Eysteinn Bjarni Ævarsson 29/10 fráköst/10 stoðsendingar, Tobin Carberry 27/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 11/10 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 6, Sigmar Hákonarson 6, Gísli Þórarinn Hallsson 2, Ásmundur Hrafn Magnússon 0, Hallmar Hallsson 0, Einar Bjarni Helgason 0, Atli Geir Sverrisson 0. Þór Þ.: Ragnar Örn Bragason 20, Emil Karel Einarsson 16/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/13 fráköst/4 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 11, Magnús Breki Þórðason 11, Halldór Garðar Hermannsson 11/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11, Vance Michael Hall 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 3.Viðar Örn: Viljum ekki spila leiki sem eru svona stigahrúga Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með varnarleik síns liðs sem fékk í fyrsta sinn meira en 100 stig á sig í vetur. Á móti hafði Höttur aðeins einu sinni áður skorað jafn mörg stig í leik. „Sóknin var fín og við fengum opin skot í nánast hverri sókn en mjög léleg vörn drap okkur. Hreyfingin var of hæg á vörninni. Það var eins og við værum litlir krakkar að vona að skotin færu ekki ofan í. Það varð hins vegar að koma í veg fyrir skotin með að ganga út í skotmenn Þórs.“ Hann tekur ekki fyrir það að sú staðreynd að liðið var fallið hafi haft sitt að segja. „Menn komu pressulausir og gátu skorað nóg en nenntu ekki að verjast sem bendir til þess að þá hafi vantað eitthvað til að berjast fyrir. Við viljum ekki spila leiki sem eru svona stigahrúga. Það er ekki okkar stíll og ég var ekki hrifinn af því sem við vorum að gera í dag. Þetta var kannski skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur þar sem boltinn barst fram og aftur völlinn en ekki eitthvað sem við höfum lagt upp með. Þróun leiks okkar hefur verið upp á við, bæði hjá liðinu í heild og einstaklingum. Við höfum spilað vel eftir áramót, fyrir utan leikinn við Stjörnuna í síðustu viku. Þetta er hins vegar ekki nóg að sinni, því er nú helvítis ver og miður. Þú átt aldrei skilið meira en það sem þú vinnur fyrir og við höfum bara unnið fyrir þremur sigrum sem skila sex stigum. Ég veit ekki til þess að sá stigafjöldi hafi nokkurn tíman dugað til að sleppa við fall og því eigum við skilið að falla.“ Hann segir menn lítið vera farna að huga að næstu leiktíð. „Málin hafa aðeins verið rædd en það er mikið óljóst. Það er ekkert fast í hendi nema með fáa leikmenn. Næsta sem maður horfir á er að fá eitthvað að borða og svo verður það leikurinn gegn Haukum. Eftir það förum við að skoða málin.“Einar Árni: Bað Vance um að treysta liðsfélögunum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, á ekki von á að Bandaríkjamaðurinn Vance Hall verði lengi að hrista af sér meiðslin sem hann hlaut í leiknum í kvöld. Vance fór út af meiddur á ökkla eftir níu mínútur og kom ekki aftur inn á. „Hann ætlaði að harka af sér en ég sagði við hann að það væru stærri leikir framundan og bað hann um að treysta liðsfélögunum. Þetta væri ekki leikurinn til að taka sénsa. Við skoðum hann betur á morgun en ég held að þetta sé bara snúinn ökkli. Ég hef engar stórar áhyggjur. Ef hann verður ekki klár í næsta leik þá í úrslitakeppnina.“ Aðrir leikmenn Þórs brugðust vel við kaflinu og dreifðu stigaskorinu vel á milli sín. Ragnar Örn Bragason varð þeirra stigahæstur með 20 stig en sex aðrir skoruðu ellefu eða fleiri. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Ég hefði viljað spilað betri varnarleik en við náðum að stoppa þá þegar á þurfti að halda. Þetta var virkilega flott liðsframlag og ágætis raun fyrir hina að spila án Vance. Þetta var dýrmætur sigur sem við þurftum að hafa fyrir. Ég er mjög sáttur við að hafa unnið átta útileiki í deildakeppninni í vetur.“ Aðspurður sagðist Einar telja Hauka eiga fjórða sætið víst. Liðin eru jöfn að stigum nú en Haukar eiga leik til góða í Njarðvík á morgun og svo Hött í Hafnarfirði í síðustu umferðinni meðan Þór fær Snæfell í heimsókn. Fyrir Einari snýst baráttan um fimmta sætið við Tindastól, sem einnig er með 26 stig. Fjögur stig eru svo niður í Njarðvík. „Með þessum sigri festum við okkur fyrir ofan Njarðvík en Haukar hafa betur gegn okkur innbyrðis. Við höfum spilað vel í síðustu leikjum og ætlum okkur að fara á jákvæðum nótum inn í úrslitakeppnina. Haukarnir og Stólarnir eru heitustu liðin í dag svo það er verðugt verkefni ef þau bíða okkar en fyrst er að klára síðasta leikinn.“Textalýsing: Höttur - Þór Þ.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira