Umfjöllun og viðtöl: FSu - Keflavík 73-112 | Selfyssingar fallnir eftir stórtap fyrir Keflavík Ingvi Þór Sæmundsson í Iðu skrifar 3. mars 2016 21:15 Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/ernir FSu er fallið niður í 1. deild eftir árs dvöl í deild þeirra bestu. Örlög Selfyssinga réðust í kvöld þegar þeir steinlágu, 73-112, fyrir Keflavík í Iðu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan 2. leikhluta skildu leiðir og Keflvíkingar rúlluðu yfir heimamenn sem virtust ekki hafa takmarkaða trú á verkefninu, enda án tveggja byrjunarliðsmanna. Fyrir leikinn var óhætt að gera ráð fyrir háu stigaskori og sú varð raunin. Sóknarleikur FSu var að mestu góður í fyrri hálfleik undir styrkri stjórn Gunnars Inga Harðarsonar sem skoraði 14 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann setti m.a. niður þrjá þrista en Selfyssingar voru 45% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Varnarleikur heimamanna var hins vegar skelfilegur eins og svo oft í vetur. Keflvíkingar splundruðu vörn FSu hvað eftir annað og skoruðu að vild. Gestirnir voru með lygilega 53% þriggja stiga nýtingu enda fengu þeir jafnan nægan tíma til að láta vaða. Keflvíkingar fengu einnig frábært framlag af bekknum, 20 stig í fyrri hálfleik og 47 stig í heildina. Selfyssingar héngu í Keflvíkingum framan af leik en í stöðunni 34-35 skildu leiðir. Gestirnir náðu nokkrum stoppum í vörninni og eftir þrjá þrista í röð var munurinn kominn upp í 10 stig, 34-44. Keflavík náði mest 17 stiga forskoti í fyrri hálfleik, 37-54, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn 14 stig, 45-59. Gestirnir gerðu svo út um leikinn með 16-0 byrjun á seinni hálfleik. Selfyssingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð á þessum kafla og gátu hvorki skorað né stoppað Keflvíkinga í vörninni. Og það er ávísun á vandræði. Baráttu- og andleysið var algjört og Keflvíkingar hreinlega völtuðu yfir nýliðana án þess að hafa mikið fyrir því. Það tók FSu sex og hálfa mínútu að skora í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 55-89, Keflavík í vil. Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Keflavík byrjaði hann miklu betur, skoruðu fyrstu tólf stigin og juku muninn í 46 stig. Á endanum munaði 39 stigum á liðunum, 73-112. Jerome Hill var stigahæstur í liði Keflavíkur með 26 stig en Reggie Dupree kom næstur með 19 stig. Reggie var sjóðheitur fyrir utan og hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Ágúst Orrason og Andrés Kristleifsson skoraði báðir 15 stig af bekknum. Christopher Woods var að vanda atkvæðamestur í liði FSu með 22 stig og 14 fráköst. Gunnar Ingi kom næstur með 16 stig og átta stoðsendingar.Olson: Vissum að staðan væri erfið Erik Olson, þjálfari FSu, bar sig vel þrátt fyrir að hans menn hefðu fallið úr Domino's deildinni eftir stórtap fyrir Keflavík í kvöld, 73-112. "Við vissum að við værum í erfiðri stöðu eftir að við misstum 2-3 byrjunarliðsmenn. Við féllum ekki endanlega fyrr en í kvöld en við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Olson eftir leik. "Þetta er tækifæri fyrir ungu strákana að stökkva út í djúpu laugina, kannski ári of snemma. En þeir verða betri í framtíðinni," bætti þjálfarinn við. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 45-59 en Keflavík skoraði fyrstu 16 stigin í seinni hálfleik og gekk þar með frá leiknum. "Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en munurinn lá í einföldum körfum hjá þeim. Í seinni hálfleik rúlluðu þeir svo yfir okkur," sagði Olson. "Við erum án okkar bestu skotmanna (Chris Caird og Hlyns Hreinssonar) svo það er ekki mikil ógn fyrir utan hjá okkur. Við erum enn að átta okkur á hvernig við eigum að spila án þessara lykilmanna en ég var samt ánægður með sóknarleikinn. "En þegar hitt liðið gerir áhlaup höfum við einfaldlega ekki reynsluna til að takast á við það. Við brotnuðum í seinni hálfleik. Við erum með ungt lið og gerum mistök í samræmi við það," sagði Olson að endingu.Sigurður: Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með stórsigurinn á FSu í kvöld en þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í fjórum leikjum. "Við spiluðum á fullu og gerðum ágætlega. Menn höfðu gaman að því sem þeir voru að gera. Það vantar auðvitað mikið í FSu-liðið en þeir börðust vel og í fyrri hálfleik var þetta hörkuleikur," sagði Sigurður eftir leik. "Í seinni hálfleik stungum við af enda með fleiri leikmenn til að spila á. Ég var ánægður með mína menn í kvöld og er sáttur," bætti þjálfarinn við. Hann sagði að bættur varnarleikur hafi verið lykilinn að því að Keflavík stakk af í byrjun seinni hálfleiks. "Við spiluðum góða vörn í byrjun seinni hálfleiks og þá varð munurinn of mikill fyrir þá," sagði Sigurður en aðspurður um framhaldið hjá Keflavík greip hann í þreyttan frasa. "Ég er enn með þennan leiðinlega frasa, við tökum einn leik fyrir í einu, hvort sem við vinnum eða töpum. Við eigum tvo leiki eftir og það getur ýmislegt gerst," sagði Sigurður að lokum.Bein lýsing: FSu - KeflavíkTweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
FSu er fallið niður í 1. deild eftir árs dvöl í deild þeirra bestu. Örlög Selfyssinga réðust í kvöld þegar þeir steinlágu, 73-112, fyrir Keflavík í Iðu. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan 2. leikhluta skildu leiðir og Keflvíkingar rúlluðu yfir heimamenn sem virtust ekki hafa takmarkaða trú á verkefninu, enda án tveggja byrjunarliðsmanna. Fyrir leikinn var óhætt að gera ráð fyrir háu stigaskori og sú varð raunin. Sóknarleikur FSu var að mestu góður í fyrri hálfleik undir styrkri stjórn Gunnars Inga Harðarsonar sem skoraði 14 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann setti m.a. niður þrjá þrista en Selfyssingar voru 45% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Varnarleikur heimamanna var hins vegar skelfilegur eins og svo oft í vetur. Keflvíkingar splundruðu vörn FSu hvað eftir annað og skoruðu að vild. Gestirnir voru með lygilega 53% þriggja stiga nýtingu enda fengu þeir jafnan nægan tíma til að láta vaða. Keflvíkingar fengu einnig frábært framlag af bekknum, 20 stig í fyrri hálfleik og 47 stig í heildina. Selfyssingar héngu í Keflvíkingum framan af leik en í stöðunni 34-35 skildu leiðir. Gestirnir náðu nokkrum stoppum í vörninni og eftir þrjá þrista í röð var munurinn kominn upp í 10 stig, 34-44. Keflavík náði mest 17 stiga forskoti í fyrri hálfleik, 37-54, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn 14 stig, 45-59. Gestirnir gerðu svo út um leikinn með 16-0 byrjun á seinni hálfleik. Selfyssingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð á þessum kafla og gátu hvorki skorað né stoppað Keflvíkinga í vörninni. Og það er ávísun á vandræði. Baráttu- og andleysið var algjört og Keflvíkingar hreinlega völtuðu yfir nýliðana án þess að hafa mikið fyrir því. Það tók FSu sex og hálfa mínútu að skora í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 55-89, Keflavík í vil. Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Keflavík byrjaði hann miklu betur, skoruðu fyrstu tólf stigin og juku muninn í 46 stig. Á endanum munaði 39 stigum á liðunum, 73-112. Jerome Hill var stigahæstur í liði Keflavíkur með 26 stig en Reggie Dupree kom næstur með 19 stig. Reggie var sjóðheitur fyrir utan og hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Ágúst Orrason og Andrés Kristleifsson skoraði báðir 15 stig af bekknum. Christopher Woods var að vanda atkvæðamestur í liði FSu með 22 stig og 14 fráköst. Gunnar Ingi kom næstur með 16 stig og átta stoðsendingar.Olson: Vissum að staðan væri erfið Erik Olson, þjálfari FSu, bar sig vel þrátt fyrir að hans menn hefðu fallið úr Domino's deildinni eftir stórtap fyrir Keflavík í kvöld, 73-112. "Við vissum að við værum í erfiðri stöðu eftir að við misstum 2-3 byrjunarliðsmenn. Við féllum ekki endanlega fyrr en í kvöld en við vissum að þetta yrði erfitt," sagði Olson eftir leik. "Þetta er tækifæri fyrir ungu strákana að stökkva út í djúpu laugina, kannski ári of snemma. En þeir verða betri í framtíðinni," bætti þjálfarinn við. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 45-59 en Keflavík skoraði fyrstu 16 stigin í seinni hálfleik og gekk þar með frá leiknum. "Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en munurinn lá í einföldum körfum hjá þeim. Í seinni hálfleik rúlluðu þeir svo yfir okkur," sagði Olson. "Við erum án okkar bestu skotmanna (Chris Caird og Hlyns Hreinssonar) svo það er ekki mikil ógn fyrir utan hjá okkur. Við erum enn að átta okkur á hvernig við eigum að spila án þessara lykilmanna en ég var samt ánægður með sóknarleikinn. "En þegar hitt liðið gerir áhlaup höfum við einfaldlega ekki reynsluna til að takast á við það. Við brotnuðum í seinni hálfleik. Við erum með ungt lið og gerum mistök í samræmi við það," sagði Olson að endingu.Sigurður: Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með stórsigurinn á FSu í kvöld en þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í fjórum leikjum. "Við spiluðum á fullu og gerðum ágætlega. Menn höfðu gaman að því sem þeir voru að gera. Það vantar auðvitað mikið í FSu-liðið en þeir börðust vel og í fyrri hálfleik var þetta hörkuleikur," sagði Sigurður eftir leik. "Í seinni hálfleik stungum við af enda með fleiri leikmenn til að spila á. Ég var ánægður með mína menn í kvöld og er sáttur," bætti þjálfarinn við. Hann sagði að bættur varnarleikur hafi verið lykilinn að því að Keflavík stakk af í byrjun seinni hálfleiks. "Við spiluðum góða vörn í byrjun seinni hálfleiks og þá varð munurinn of mikill fyrir þá," sagði Sigurður en aðspurður um framhaldið hjá Keflavík greip hann í þreyttan frasa. "Ég er enn með þennan leiðinlega frasa, við tökum einn leik fyrir í einu, hvort sem við vinnum eða töpum. Við eigum tvo leiki eftir og það getur ýmislegt gerst," sagði Sigurður að lokum.Bein lýsing: FSu - KeflavíkTweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira