Getur einhver stöðvað KR? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2016 06:00 KR hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár. vísir/auðunn níelsson Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þá mætast annars vegar deildarmeistarar KR og Grindavík og hins vegar Keflavík og Tindastóll. Á morgun eigast hefjast svo einvígi Stjörnunnar og Njarðvíkur og Hauka og Þórs Þorlákshöfn. Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara karla- og kvennaliða Snæfells, til að spá í spilin fyrir fyrstu umferðina í úrslitakeppninni.KR-Grindavík KR og Grindavík mætast í átta-liða úrslitum annað árið í röð en í fyrra sópuðu KR-ingar Grindvíkingum úr leik á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Grindvíkingar hafa átt í talsverðum vandræðum í vetur og Ingi telur að þeir verði ekki mikil fyrirstaða fyrir KR sem stefnir að því að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. „Tímabilið hefur verið algjörlega svart og hvítt hjá liðunum. Það eru gæði í Grindavíkurliðinu en ég held að það sé ekki nógu stöðugt til að fara í gegnum seríu gegn KR,“ sagði Ingi en KR er búið að vinna Grindavík þrisvar í vetur, tvisvar í deildinni og svo í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „KR-liðið er virkilega vel þjálfað og það hefur mikið að segja. Það er ekki nóg að vera með góðan mannskap, það þarf að hafa almennilega stjórn á þessu og Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari KR] er með þetta í fínum málum. Hann er klókur og ég hef fulla trú á að KR fari í gegnum þetta 3-0,“ bætti Ingi við. Hann segir að brotthvarf Ægis Þórs Steinarssonar muni hafa einhver áhrif á KR þótt liðið sé vel skipað. „Það á kannski eftir að há þeim á móti liðum sem eru með mjög fljóta bakverði. Hann hefur slökkt í þeim. Þetta er áskorun fyrir Björn [Kristjánsson] og Þóri [Guðmund Þorbjarnarson] en þeir munu fá meira vægi í liðinu,“ sagði Ingi sem telur að KR hafi leikmenn til að stöðva Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnanda Grindavíkur, sem hefur verið þeirra besti maður í vetur.Stefan Bonneau fór hamförum í úrslitakeppninni í fyrra. Verður hann leynivopn Njarðvíkinga í ár?vísir/ernirStjarnan-Njarðvík Stjarnan og Njarðvík mætast einnig í átta liða úrslitum annað árið í röð. Í fyrra fóru Njarðvíkingar áfram eftir fimm leiki þar sem Stefan Bonneau fór á kostum. Óvíst er hversu stóran þátt hann tekur í einvíginu í ár en hann var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik Njarðvíkur á tímabilinu. „Það er mjög undarlegt að Njarðvík skuli vera í 7. sæti miðað við mannskap. Þetta verður mjög áhugaverð rimma en ég sé hana fara 3-1 fyrir Stjörnuna,“ sagði Ingi. Að hans mati skiptir fyrsti leikur liðanna í Ásgarði höfuðmáli. „Ef Stjarnan ætlar að fara í gegnum þetta þurfa þeir að vinna fyrsta leikinn og ná frumkvæðinu. En ef Njarðvík vinnur fyrsta leikinn og stelur heimavallarréttinum gæti þetta orðið strembið fyrir Stjörnuna,“ sagði Ingi en allir fimm leikirnir í einvígi liðanna í fyrra unnust á heimavelli. Varðandi Bonneau hafði Ingi þetta að segja: „Það er eitt að vera heill og annað að vera kominn í leikæfingu. Ég veit ekki hvort hann er búinn að æfa mikið fimm á fimm en ef hann er búinn að spila það reglulega er engin spurning að hann á eftir að hjálpa þeim.“ Ingi segir góðan gang í Stjörnuliðinu sem tryggði sér 2. sætið með sigri á Keflavík í lokaumferðinni. „Þeir kláruðu sitt vel og eru verðugt í 2. sæti. Þeir eru eina liðið sem vann KR í báðum leikjunum og ég sé hungur hjá þeim,“ sagði Ingi. En eru einhverjir veikleikar í Stjörnuliðinu? „Það er þessi óstöðugleiki sem hefur verið. Þeir hafa verið óstöðugir í skotunum fyrir utan,“ sagði þjálfarinn snjalli.Jerome Hill er vel peppaður fyrir leikina gegn Stólunum.vísir/vilhelmKeflavík-Tindastóll Keflvíkingar féllu niður í 3. sætið á lokasprettinum eftir að hafa verið í toppsæti Domino’s-deildarinnar lengi framan af vetri. Þeir fá því það erfiða verkefni að mæta Tindastóli sem kemur inn í úrslitakeppnina á miklum skriði, hafandi unnið sjö leiki í röð. Margra augu verða eflaust á Jerome Hill sem var látinn taka pokann sinn hjá Tindastóli í lok janúar. Hill var ekki lengi atvinnulaus því Keflavík samdi við hann nokkrum dögum síðar. Í samtali við Vísi eftir að það lá fyrir að Keflavík og Tindastóll myndu mætast í úrslitakeppninni sagði Hill að hann klæjaði í lófana að spila gegn sínum gömlu félögum. „Þegar ég heyrði að við fengjum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá – mikið. Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vil vera,“ sagði Hill og bætti því við að litlir kærleikar hefðu verið með honum og José Costa, þjálfara Tindastóls. „Hill tók það stýrt fram að honum væri vel við alla hjá Tindastóli nema þjálfarann og því gæti verið svolítið rafmagn í loftinu,“ sagði Ingi sem segir Keflavík og Tindastól vera á gjörólíkum stað. „Keflvíkingarnir eru að ná árangri langt umfram væntingar. Þeir áttu ekkert von á því að vera svona ofarlega en þeir hafa gert virkilega vel í vetur. „Á meðan ætluðu Stólarnir að blása í alla lúðra fyrir norðan en það kom bara fret út úr því. En þeir hafa rétt skútuna við og koma inn í úrslitakeppnina á meiri siglingu en Keflavík. Þetta verður stál í stál en líkt og í einvígi Stjörnunnar og Njarðvíkur verður fyrsti leikurinn virkilega mikilvægur,“ sagði Ingi sem skýtur á að Tindastóll fari áfram 3-1.Kári Jónsson, besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar.vísir/ernirHaukar-Þór Þ. Eina liðið á landinu sem er heitara en Tindastóll eru Haukar úr Hafnarfirði sem unnu síðustu átta deildarleiki sína á tímabilinu. Þeir mæta Þórsurum í fyrstu umferð en Þorlákshafnarliðið hefur verið í smá lægð frá bikarúrslitaleiknum gegn KR. „Ég held að þetta verði eina viðureignin sem fer í fimm leiki,“ sagði Ingi en á hverju byggir hann þá spá sína? „Ég held bara að heimavöllur liðanna sé það sterkur og sú staðreynd að Haukar unnu deildarleikina gegn Þór sem vann hins vegar bikarleiki liðanna,“ sagði Ingi og vísaði þar til sigurs Þórsara á Haukum í Fyrirtækja- og Powerade-bikarnum. „Það eru hæfileikaríkir ungir strákar í báðum liðum og þeir eiga eftir að láta að sér kveða. Þetta verður mjög áhugavert,“ bætti Ingi við en einn af þessum ungu strákum, Haukamaðurinn Kári Jónsson, var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino’s-deildarinnar. Kári var frábær seinni hluta móts og átti hvað stærstan þátt í góðu gengi Hauka. Ingi segir nær ómögulegt að spá um hvort liðið fer áfram en hallast þó frekar að sigri Þórsara. „Heimavöllurinn hefur mikið að segja en ég ætla samt að spá Þór áfram 3-2,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að lokum.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/antonSpá þjálfara þeirra fjögurra liða sem komust ekki í úrslitakeppnina:Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 3-1 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 ÞórBorce Ilievski, ÍR: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 3-0 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 3-2 ÞórErik Olson, FSu: KR 3-1 Grindavík Stjarnan 3-2 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 ÞórViðar Örn Hafsteinsson, Höttur: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 2-3 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 Þór Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þá mætast annars vegar deildarmeistarar KR og Grindavík og hins vegar Keflavík og Tindastóll. Á morgun eigast hefjast svo einvígi Stjörnunnar og Njarðvíkur og Hauka og Þórs Þorlákshöfn. Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara karla- og kvennaliða Snæfells, til að spá í spilin fyrir fyrstu umferðina í úrslitakeppninni.KR-Grindavík KR og Grindavík mætast í átta-liða úrslitum annað árið í röð en í fyrra sópuðu KR-ingar Grindvíkingum úr leik á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Grindvíkingar hafa átt í talsverðum vandræðum í vetur og Ingi telur að þeir verði ekki mikil fyrirstaða fyrir KR sem stefnir að því að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. „Tímabilið hefur verið algjörlega svart og hvítt hjá liðunum. Það eru gæði í Grindavíkurliðinu en ég held að það sé ekki nógu stöðugt til að fara í gegnum seríu gegn KR,“ sagði Ingi en KR er búið að vinna Grindavík þrisvar í vetur, tvisvar í deildinni og svo í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „KR-liðið er virkilega vel þjálfað og það hefur mikið að segja. Það er ekki nóg að vera með góðan mannskap, það þarf að hafa almennilega stjórn á þessu og Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari KR] er með þetta í fínum málum. Hann er klókur og ég hef fulla trú á að KR fari í gegnum þetta 3-0,“ bætti Ingi við. Hann segir að brotthvarf Ægis Þórs Steinarssonar muni hafa einhver áhrif á KR þótt liðið sé vel skipað. „Það á kannski eftir að há þeim á móti liðum sem eru með mjög fljóta bakverði. Hann hefur slökkt í þeim. Þetta er áskorun fyrir Björn [Kristjánsson] og Þóri [Guðmund Þorbjarnarson] en þeir munu fá meira vægi í liðinu,“ sagði Ingi sem telur að KR hafi leikmenn til að stöðva Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnanda Grindavíkur, sem hefur verið þeirra besti maður í vetur.Stefan Bonneau fór hamförum í úrslitakeppninni í fyrra. Verður hann leynivopn Njarðvíkinga í ár?vísir/ernirStjarnan-Njarðvík Stjarnan og Njarðvík mætast einnig í átta liða úrslitum annað árið í röð. Í fyrra fóru Njarðvíkingar áfram eftir fimm leiki þar sem Stefan Bonneau fór á kostum. Óvíst er hversu stóran þátt hann tekur í einvíginu í ár en hann var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik Njarðvíkur á tímabilinu. „Það er mjög undarlegt að Njarðvík skuli vera í 7. sæti miðað við mannskap. Þetta verður mjög áhugaverð rimma en ég sé hana fara 3-1 fyrir Stjörnuna,“ sagði Ingi. Að hans mati skiptir fyrsti leikur liðanna í Ásgarði höfuðmáli. „Ef Stjarnan ætlar að fara í gegnum þetta þurfa þeir að vinna fyrsta leikinn og ná frumkvæðinu. En ef Njarðvík vinnur fyrsta leikinn og stelur heimavallarréttinum gæti þetta orðið strembið fyrir Stjörnuna,“ sagði Ingi en allir fimm leikirnir í einvígi liðanna í fyrra unnust á heimavelli. Varðandi Bonneau hafði Ingi þetta að segja: „Það er eitt að vera heill og annað að vera kominn í leikæfingu. Ég veit ekki hvort hann er búinn að æfa mikið fimm á fimm en ef hann er búinn að spila það reglulega er engin spurning að hann á eftir að hjálpa þeim.“ Ingi segir góðan gang í Stjörnuliðinu sem tryggði sér 2. sætið með sigri á Keflavík í lokaumferðinni. „Þeir kláruðu sitt vel og eru verðugt í 2. sæti. Þeir eru eina liðið sem vann KR í báðum leikjunum og ég sé hungur hjá þeim,“ sagði Ingi. En eru einhverjir veikleikar í Stjörnuliðinu? „Það er þessi óstöðugleiki sem hefur verið. Þeir hafa verið óstöðugir í skotunum fyrir utan,“ sagði þjálfarinn snjalli.Jerome Hill er vel peppaður fyrir leikina gegn Stólunum.vísir/vilhelmKeflavík-Tindastóll Keflvíkingar féllu niður í 3. sætið á lokasprettinum eftir að hafa verið í toppsæti Domino’s-deildarinnar lengi framan af vetri. Þeir fá því það erfiða verkefni að mæta Tindastóli sem kemur inn í úrslitakeppnina á miklum skriði, hafandi unnið sjö leiki í röð. Margra augu verða eflaust á Jerome Hill sem var látinn taka pokann sinn hjá Tindastóli í lok janúar. Hill var ekki lengi atvinnulaus því Keflavík samdi við hann nokkrum dögum síðar. Í samtali við Vísi eftir að það lá fyrir að Keflavík og Tindastóll myndu mætast í úrslitakeppninni sagði Hill að hann klæjaði í lófana að spila gegn sínum gömlu félögum. „Þegar ég heyrði að við fengjum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá – mikið. Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vil vera,“ sagði Hill og bætti því við að litlir kærleikar hefðu verið með honum og José Costa, þjálfara Tindastóls. „Hill tók það stýrt fram að honum væri vel við alla hjá Tindastóli nema þjálfarann og því gæti verið svolítið rafmagn í loftinu,“ sagði Ingi sem segir Keflavík og Tindastól vera á gjörólíkum stað. „Keflvíkingarnir eru að ná árangri langt umfram væntingar. Þeir áttu ekkert von á því að vera svona ofarlega en þeir hafa gert virkilega vel í vetur. „Á meðan ætluðu Stólarnir að blása í alla lúðra fyrir norðan en það kom bara fret út úr því. En þeir hafa rétt skútuna við og koma inn í úrslitakeppnina á meiri siglingu en Keflavík. Þetta verður stál í stál en líkt og í einvígi Stjörnunnar og Njarðvíkur verður fyrsti leikurinn virkilega mikilvægur,“ sagði Ingi sem skýtur á að Tindastóll fari áfram 3-1.Kári Jónsson, besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar.vísir/ernirHaukar-Þór Þ. Eina liðið á landinu sem er heitara en Tindastóll eru Haukar úr Hafnarfirði sem unnu síðustu átta deildarleiki sína á tímabilinu. Þeir mæta Þórsurum í fyrstu umferð en Þorlákshafnarliðið hefur verið í smá lægð frá bikarúrslitaleiknum gegn KR. „Ég held að þetta verði eina viðureignin sem fer í fimm leiki,“ sagði Ingi en á hverju byggir hann þá spá sína? „Ég held bara að heimavöllur liðanna sé það sterkur og sú staðreynd að Haukar unnu deildarleikina gegn Þór sem vann hins vegar bikarleiki liðanna,“ sagði Ingi og vísaði þar til sigurs Þórsara á Haukum í Fyrirtækja- og Powerade-bikarnum. „Það eru hæfileikaríkir ungir strákar í báðum liðum og þeir eiga eftir að láta að sér kveða. Þetta verður mjög áhugavert,“ bætti Ingi við en einn af þessum ungu strákum, Haukamaðurinn Kári Jónsson, var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino’s-deildarinnar. Kári var frábær seinni hluta móts og átti hvað stærstan þátt í góðu gengi Hauka. Ingi segir nær ómögulegt að spá um hvort liðið fer áfram en hallast þó frekar að sigri Þórsara. „Heimavöllurinn hefur mikið að segja en ég ætla samt að spá Þór áfram 3-2,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að lokum.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/antonSpá þjálfara þeirra fjögurra liða sem komust ekki í úrslitakeppnina:Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 3-1 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 ÞórBorce Ilievski, ÍR: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 3-0 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 3-2 ÞórErik Olson, FSu: KR 3-1 Grindavík Stjarnan 3-2 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 ÞórViðar Örn Hafsteinsson, Höttur: KR 3-0 Grindavík Stjarnan 2-3 Njarðvík Keflavík 1-3 Tindastóll Haukar 2-3 Þór
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira