Þetta er alls ekki strákaíþrótt Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 15. mars 2016 06:00 Svana Katla Þorsteinsdóttir hefur unnið þrjú gull og eitt silfur á katamótum undanfarnar tvær helgar. vísir/Vilhelm Svana Katla Þorsteinsdóttir ráðleggur öllum stelpum að drífa sig í karate. Velgengni hennar er líka gott dæmi um það að íslenskar stelpur geti gert það gott í karate-íþróttinni. Svana hefur nú unnið til verðlauna tvær helgar í röð. Á laugardag vann hún gull og silfur á sænsku móti. „Ég kom sjálfri mér bara á óvart. Ég gerði mér væntingar um að komast í verðlaunasæti. Þetta var því virkilega gaman,“ segir Svana sem segir mót sem þetta mikilvægt nú þegar hún hefur sett stefnuna á stórmótin. Hún er með tryggt sæti á NM og vonast eftir EM-sæti líka.Krossleggur fingurna „Það er ekki búið að velja á Evrópumeistaramótið en ég vona að ég fái að fara. Ég varð Íslandsmeistari um daginn og Íslandsmeistarinn fer oftast en ég get ekki lofað neinu. Ég krosslegg bara fingurna um að ég fái að fara,“ sagði Svana. Hún notar mikið YouTube-myndbönd til að koma sér í rétta stuðið fyrir keppni. „Þetta er rosalega andlegt. Maður verður að hugsa um kata aftur og aftur. Hugsa um hvernig hún er fullkomin og hugsa um aðstæðurnar. Það er mikilvægt að loka á alla neikvæðni í kringum mann,“ segir Svana. Hvernig stóð þó á því að hún fór í karate á sínum tíma? „Ég bjó í Bandaríkjunum fyrstu tíu árin mín og var í kung-fú þar. Ég flutti svo til Íslands og það var ekkert kung-fú hérna á Íslandi. Ég vildi ekki fara í karate fyrst af því ég var svo mikið á móti því. Svo ákváðum við systurnar að fara í karate. Það var árið 2004 og ég hef ekki hætt síðan. Þetta er rosalega gaman og hefur styrkt mig bæði líkamlega og andlega,“ segir Svana en hún viðurkennir að það komi mörgum á óvart þegar hún segir þeim frá sinni íþrótt.Út kemur einhver brjálæðingur „Það kemur fólki oft á óvart að ég sé í karate af því að ég er í minni kantinum. Fólk heldur kannski að ég sé í dansi eða einhverju svona krúttlegu. Fólki finnst líka gaman að sjá mig svona pínulitla en svo kemur einhver brjálæðingur út úr mér. Það er gaman að sýna það,“ segir Svana og hún þarf að loka á allt í keppni. „Þegar ég er að keppa í kata þá er ég í mínum eigin heimi. Ég heyri engin hljóð og sé ekkert fólk fyrir framan mig,“ segir Svana. Hún hefur unnið tvö gull í hópkata þessar tvær helgar með félögum sínum úr Breiðabliki, þeim Kristínu Magnúsdóttur og Örnu Katrínu Kristinsdóttur. „Hjá okkur í Breiðabliki þá er meirihlutinn stelpur og það er æðislegt að sjá fleiri stelpur koma inn í karate. Þetta er svo gaman og þetta er alls ekki strákaíþrótt,“ segir Svana. Svana var valin karatekona ársins í fyrra og góð byrjun í ár er því í takt við frammistöðu hennar árið 2015. „Ég ætla að reyna að halda áfram og kannski kemst ég á næstu Ólympíuleika. Ég sé mig í þessu eins lengi og ég get,“ segir Svana sem er jafnframt í hjúkrunarfræði í Háskólanum. „Ég er að gera eitthvað á hverjum einasta klukkutíma og þetta snýst um að vera rosalega skipulagður og finna hvenær maður getur æft og hvenær maður getur lært. Svo verður maður nú að eiga líf líka,“ segir Svana hlæjandi. Hún hefur safnað að sér verðlaunum og þau taka nú sitt pláss. „Það eru nokkrir stórir bikarar hér í stofunni. Íslandsmeistarabikarinn er frekar stór og næstum því eins stór og ég,“ segir Svana létt en það er ekki slæmt að geta stillt upp glæsilegum bikurum þegar gestir koma í heimsókn. „Mamma er rosalega góð í því að monta sig,“ segir Svana að lokum. [email protected] Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Svana Katla Þorsteinsdóttir ráðleggur öllum stelpum að drífa sig í karate. Velgengni hennar er líka gott dæmi um það að íslenskar stelpur geti gert það gott í karate-íþróttinni. Svana hefur nú unnið til verðlauna tvær helgar í röð. Á laugardag vann hún gull og silfur á sænsku móti. „Ég kom sjálfri mér bara á óvart. Ég gerði mér væntingar um að komast í verðlaunasæti. Þetta var því virkilega gaman,“ segir Svana sem segir mót sem þetta mikilvægt nú þegar hún hefur sett stefnuna á stórmótin. Hún er með tryggt sæti á NM og vonast eftir EM-sæti líka.Krossleggur fingurna „Það er ekki búið að velja á Evrópumeistaramótið en ég vona að ég fái að fara. Ég varð Íslandsmeistari um daginn og Íslandsmeistarinn fer oftast en ég get ekki lofað neinu. Ég krosslegg bara fingurna um að ég fái að fara,“ sagði Svana. Hún notar mikið YouTube-myndbönd til að koma sér í rétta stuðið fyrir keppni. „Þetta er rosalega andlegt. Maður verður að hugsa um kata aftur og aftur. Hugsa um hvernig hún er fullkomin og hugsa um aðstæðurnar. Það er mikilvægt að loka á alla neikvæðni í kringum mann,“ segir Svana. Hvernig stóð þó á því að hún fór í karate á sínum tíma? „Ég bjó í Bandaríkjunum fyrstu tíu árin mín og var í kung-fú þar. Ég flutti svo til Íslands og það var ekkert kung-fú hérna á Íslandi. Ég vildi ekki fara í karate fyrst af því ég var svo mikið á móti því. Svo ákváðum við systurnar að fara í karate. Það var árið 2004 og ég hef ekki hætt síðan. Þetta er rosalega gaman og hefur styrkt mig bæði líkamlega og andlega,“ segir Svana en hún viðurkennir að það komi mörgum á óvart þegar hún segir þeim frá sinni íþrótt.Út kemur einhver brjálæðingur „Það kemur fólki oft á óvart að ég sé í karate af því að ég er í minni kantinum. Fólk heldur kannski að ég sé í dansi eða einhverju svona krúttlegu. Fólki finnst líka gaman að sjá mig svona pínulitla en svo kemur einhver brjálæðingur út úr mér. Það er gaman að sýna það,“ segir Svana og hún þarf að loka á allt í keppni. „Þegar ég er að keppa í kata þá er ég í mínum eigin heimi. Ég heyri engin hljóð og sé ekkert fólk fyrir framan mig,“ segir Svana. Hún hefur unnið tvö gull í hópkata þessar tvær helgar með félögum sínum úr Breiðabliki, þeim Kristínu Magnúsdóttur og Örnu Katrínu Kristinsdóttur. „Hjá okkur í Breiðabliki þá er meirihlutinn stelpur og það er æðislegt að sjá fleiri stelpur koma inn í karate. Þetta er svo gaman og þetta er alls ekki strákaíþrótt,“ segir Svana. Svana var valin karatekona ársins í fyrra og góð byrjun í ár er því í takt við frammistöðu hennar árið 2015. „Ég ætla að reyna að halda áfram og kannski kemst ég á næstu Ólympíuleika. Ég sé mig í þessu eins lengi og ég get,“ segir Svana sem er jafnframt í hjúkrunarfræði í Háskólanum. „Ég er að gera eitthvað á hverjum einasta klukkutíma og þetta snýst um að vera rosalega skipulagður og finna hvenær maður getur æft og hvenær maður getur lært. Svo verður maður nú að eiga líf líka,“ segir Svana hlæjandi. Hún hefur safnað að sér verðlaunum og þau taka nú sitt pláss. „Það eru nokkrir stórir bikarar hér í stofunni. Íslandsmeistarabikarinn er frekar stór og næstum því eins stór og ég,“ segir Svana létt en það er ekki slæmt að geta stillt upp glæsilegum bikurum þegar gestir koma í heimsókn. „Mamma er rosalega góð í því að monta sig,“ segir Svana að lokum. [email protected]
Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira