Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2016 18:45 Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30