Vigdís segir fyrstu kynslóð Vestur-Íslendinga hafa þjáðst af heimþrá Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2016 19:02 „Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira