Væri að ljúga ef ég segðist ekki vera pínu stressaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2016 06:30 Magnús Þór Gunnarsson er vanur því að heyra ýmislegt frá áhorfendum. Hann brotnaði niður eftir særandi orð áhorfenda í hans garð í upphitun fyrir leik gegn Stjörnunni árið 2012. vísir/stefán Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira