Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 13:01 „Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57