Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Ingvi Þór Sæmundsson í Ljónagryfjunni skrifar 21. mars 2016 21:45 Al'lonzo Coleman var öflugur í Ljónagryfjunni í kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan jafnaði metin í einvíginu gegn Njarðvík með 12 stiga sigri, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar áttu undir högg að sækja lengst af í fyrri hálfleik en leiddu samt að honum loknum, 38-32. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og náðu fljótlega níu stiga forystu, 43-34. En þá fóru Stjörnumenn í gang, skoruðu 13 stig í röð og náðu forystunni. Gestirnir leiddu með tveimur stigum, 54-56, fyrir lokaleikhlutann þar sem þeir spiluðu af mikilli skynsemi og lönduðu góðum sigri. Lokatölur 70-82, Stjörnunni í vil, og staðan í einvíginu því orðin 1-1. Stjörnumenn voru með frumkvæðið lengi vel í fyrri hálfleik en misstu tökin undir lok hans og skoruðu ekki síðustu þrjár og hálfu mínútuna í fyrri hálfleik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 11 stig gegn engu Stjörnumanna og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 38-32. Leikurinn í kvöld var keimlíkur þeim fyrsta í Ásgarði á föstudaginn. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi og bæði lið áttu í erfiðleikum í sókninni á löngum köflum. Haukur Helgi Pálsson var frábær í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum nánast inni í leiknum meðan vandræðin í sókninni voru hvað mest. Haukur skoraði 17 stig í fyrri hálfleik og nýtti 60% skota sinna. Hjá Stjörnunni kom aðal sóknarframlagið úr óvæntri átt, frá Sæmundi Valdimarssyni sem skoraði 10 stig af bekknum. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman höfðu hægt um sig líkt og Jeremy Atkinson hjá Njarðvík en hann reyndi aðeins eitt skot utan af velli í fyrri hálfleik. Stefan Bonneau kom inn á undir lok 1. leikhluta og lék í tæpar fjórar mínútur áður en hann haltraði af velli. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en þau eru þó þess eðlis að hann spilar líklega ekki meira með í vetur. Stutt gaman hjá þessum frábæra leikmanni. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og náðu mest níu stiga forskoti, 43-34. Þá kom líf í Stjörnumenn sem hertu vörnina og virkjuðu fleiri í sókninni. Shouse, Coleman og Marvin Valdimarsson voru rólegir í fyrri hálfleik en stigu upp í þeim seinni þar sem þeir skoruðu meirihluta stiga sinna. Gestirnir náðu einnig að hægja á Hauki en Njarðvíkingar söknuðu sóknarframlags frá fleirum í seinni hálfleik. Atkinson var ekki með, skoraði aðeins tvær körfur í öllum leiknum og endaði með 11 stig. Stjarnan var með tveggja stiga forystu, 54-56, fyrir 4. leikhlutann þar sem þeir gáfu hvergi eftir. Gestirnir voru einfaldlega sterkari á báðum endum vallarins og smám saman dró í sundur með liðunum. Coleman fór mikinn í lokaleikhlutanum, skoraði 10 stig og sá til þess að halda Njarðvíkingum í þægilegri fjarlægð. Á endanum munaði 12 stigum á liðunum, 70-82. Coleman endaði með 24 stig og 13 fráköst en Justin kom næstur með 19 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Þeir félagar voru öruggir á vítalínunni í kvöld en vítanýting Stjörnunnar í kvöld (86%) var miklu betri en í fyrsta leiknum í Ásgarði (55%). Bræðurnir Marvin og Sæmundur Valdimarssynir skoruðu 12 stig hvor en framlag þess fyrrnefnda í fyrri hálfleik var afar mikilvægt. Hjá Njarðvík var Haukur með 26 stig og Oddur Rúnar Kristjánsson með 13. Atkinson var lítt áberandi í sókninni og þá fengu Njarðvíkingar lítið framlag af bekknum. Fjórir leikmenn liðsins spiluðu í 35 mínútur eða meira á meðan Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, rúllaði meira á sínum mannskap. Það gæti reynst gulls ígildi ef einvígið dregst á langinn.Njarðvík-Stjarnan 70-82 (12-15, 26-17, 16-24, 16-26)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 26, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/13 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 12, Marvin Valdimarsson 12, Tómas Þórður Hilmarsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 fráköst.Friðrik Ingi: Veit ekki hver staðan er á Bonneau Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, átti erfitt með að setja puttann á hvað klikkaði hjá hans mönnum í seinni hálfleiknum gegn Stjörnunni. "Framan af var þetta svipað og í fyrsta leiknum, lítið skorað og varnirnar prýðilegar hjá báðum liðum," sagði Friðrik í leikslok. "Eftir að við náðum áttum í seinni hálfleik náðum við góðum tökum á leiknum. Og byrjun seinni hálfleiks vorum við einbeittir, framkvæmdum hlutina vel, náðum níu stiga forystu en ég veit ekki hvað gerist þá. "Það þarf að skoða það. Við vorum ekki samir og fórum að einhverju leyti út úr okkar skipulagi. Þeir gengu á lagið, fengu sjálfstraust og náðu forystunni og við vorum að elta síðustu 10-12 mínútur leiksins." Stefan Bonneau kom inn á undir lok 4. leikhluta eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann stoppaði þó stutt við því eftir tæpar fjórar mínútur haltraði hann af velli, illa þjáður. Friðrik gat lítið upplýst um stöðuna á Bonneau. "Ég veit ekki hver staðan er á honum, ég hef ekki neinar fréttir af því. Ég veit ekki hvort þetta er ökklinn eða hvað kom í ljós. Ég á eftir að komast að því," sagði Friðrik sem gat heldur ekki svarað því hvort Bonneau hafi slitið hina hásina eins og haldið hefur verið fram. Lykilmenn Njarðvíkur spiluðu mikið í kvöld en Friðrik hefur ekki áhyggjur af því að þeir verði þreyttir þegar líða tekur á einvígið. "Neinei, í sjálfu sér ekki. Við tókum ákveðna sénsa í kvöld og ætluðum okkur að komast í lykilstöðu í einvíginu," sagði Friðrik að lokum.Hrafn: Verðum að gefa plani A möguleika Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega sáttur eftir sigur hans manna á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld en með sigrinum jöfnuðu Garðbæingar metin í einvíginu. "Við töluðum um að þetta væri ekki tíminn til að breyta einhverju. Við verðum að gefa plani A möguleika áður en við förum að pæla í öðrum bókstöfum," sagði Hrafn. Honum fannst sóknarleikurinn ganga betur en í fyrsta leik í Ásgarði. "Við leyfðum þeim að kæfa allt boltaflæði í síðasta leik en mér fannst við gera betur í því að færa boltann milli kanta í kvöld. Það skipti miklu máli." Stjörnumenn voru undir í hálfleik, 38-32, en voru mjög öflugir í seinni hálfleiknum sem þeir unnu sannfærandi. "Við spiluðum þrjá góða leikhluta af fjórum. Við vorum með sjö stoðsendingar í 1. leikhluta þegar við vorum að gera réttu hlutina en í 2. leikhluta vorum við ekki með neina stoðsendingu. "Það skildi svolítið á milli sem og það að við tókum ekki nema þrjú víti í fyrri hálfleik. Sjálfsagt var það bara út af því að við leituðum ekki af réttu færunum. Við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem var ánægður með framlagið af bekknum í kvöld. "Það skiptir miklu máli. Það býr alveg dúndur leikmaður í Sæmundi Valdimarssyni. Hann hefur bara átt við mikil vandamál í hnjánum og kálfa. Hann getur gefið okkur spark af bekknum. Arnór [Freyr Guðmundsson] kom líka með stóra körfu. Það er mjög mikilvægt," sagði Hrafn að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í einvíginu gegn Njarðvík með 12 stiga sigri, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar áttu undir högg að sækja lengst af í fyrri hálfleik en leiddu samt að honum loknum, 38-32. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og náðu fljótlega níu stiga forystu, 43-34. En þá fóru Stjörnumenn í gang, skoruðu 13 stig í röð og náðu forystunni. Gestirnir leiddu með tveimur stigum, 54-56, fyrir lokaleikhlutann þar sem þeir spiluðu af mikilli skynsemi og lönduðu góðum sigri. Lokatölur 70-82, Stjörnunni í vil, og staðan í einvíginu því orðin 1-1. Stjörnumenn voru með frumkvæðið lengi vel í fyrri hálfleik en misstu tökin undir lok hans og skoruðu ekki síðustu þrjár og hálfu mínútuna í fyrri hálfleik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 11 stig gegn engu Stjörnumanna og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 38-32. Leikurinn í kvöld var keimlíkur þeim fyrsta í Ásgarði á föstudaginn. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi og bæði lið áttu í erfiðleikum í sókninni á löngum köflum. Haukur Helgi Pálsson var frábær í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum nánast inni í leiknum meðan vandræðin í sókninni voru hvað mest. Haukur skoraði 17 stig í fyrri hálfleik og nýtti 60% skota sinna. Hjá Stjörnunni kom aðal sóknarframlagið úr óvæntri átt, frá Sæmundi Valdimarssyni sem skoraði 10 stig af bekknum. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman höfðu hægt um sig líkt og Jeremy Atkinson hjá Njarðvík en hann reyndi aðeins eitt skot utan af velli í fyrri hálfleik. Stefan Bonneau kom inn á undir lok 1. leikhluta og lék í tæpar fjórar mínútur áður en hann haltraði af velli. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en þau eru þó þess eðlis að hann spilar líklega ekki meira með í vetur. Stutt gaman hjá þessum frábæra leikmanni. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og náðu mest níu stiga forskoti, 43-34. Þá kom líf í Stjörnumenn sem hertu vörnina og virkjuðu fleiri í sókninni. Shouse, Coleman og Marvin Valdimarsson voru rólegir í fyrri hálfleik en stigu upp í þeim seinni þar sem þeir skoruðu meirihluta stiga sinna. Gestirnir náðu einnig að hægja á Hauki en Njarðvíkingar söknuðu sóknarframlags frá fleirum í seinni hálfleik. Atkinson var ekki með, skoraði aðeins tvær körfur í öllum leiknum og endaði með 11 stig. Stjarnan var með tveggja stiga forystu, 54-56, fyrir 4. leikhlutann þar sem þeir gáfu hvergi eftir. Gestirnir voru einfaldlega sterkari á báðum endum vallarins og smám saman dró í sundur með liðunum. Coleman fór mikinn í lokaleikhlutanum, skoraði 10 stig og sá til þess að halda Njarðvíkingum í þægilegri fjarlægð. Á endanum munaði 12 stigum á liðunum, 70-82. Coleman endaði með 24 stig og 13 fráköst en Justin kom næstur með 19 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Þeir félagar voru öruggir á vítalínunni í kvöld en vítanýting Stjörnunnar í kvöld (86%) var miklu betri en í fyrsta leiknum í Ásgarði (55%). Bræðurnir Marvin og Sæmundur Valdimarssynir skoruðu 12 stig hvor en framlag þess fyrrnefnda í fyrri hálfleik var afar mikilvægt. Hjá Njarðvík var Haukur með 26 stig og Oddur Rúnar Kristjánsson með 13. Atkinson var lítt áberandi í sókninni og þá fengu Njarðvíkingar lítið framlag af bekknum. Fjórir leikmenn liðsins spiluðu í 35 mínútur eða meira á meðan Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, rúllaði meira á sínum mannskap. Það gæti reynst gulls ígildi ef einvígið dregst á langinn.Njarðvík-Stjarnan 70-82 (12-15, 26-17, 16-24, 16-26)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 26, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/13 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 12, Marvin Valdimarsson 12, Tómas Þórður Hilmarsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 fráköst.Friðrik Ingi: Veit ekki hver staðan er á Bonneau Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, átti erfitt með að setja puttann á hvað klikkaði hjá hans mönnum í seinni hálfleiknum gegn Stjörnunni. "Framan af var þetta svipað og í fyrsta leiknum, lítið skorað og varnirnar prýðilegar hjá báðum liðum," sagði Friðrik í leikslok. "Eftir að við náðum áttum í seinni hálfleik náðum við góðum tökum á leiknum. Og byrjun seinni hálfleiks vorum við einbeittir, framkvæmdum hlutina vel, náðum níu stiga forystu en ég veit ekki hvað gerist þá. "Það þarf að skoða það. Við vorum ekki samir og fórum að einhverju leyti út úr okkar skipulagi. Þeir gengu á lagið, fengu sjálfstraust og náðu forystunni og við vorum að elta síðustu 10-12 mínútur leiksins." Stefan Bonneau kom inn á undir lok 4. leikhluta eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann stoppaði þó stutt við því eftir tæpar fjórar mínútur haltraði hann af velli, illa þjáður. Friðrik gat lítið upplýst um stöðuna á Bonneau. "Ég veit ekki hver staðan er á honum, ég hef ekki neinar fréttir af því. Ég veit ekki hvort þetta er ökklinn eða hvað kom í ljós. Ég á eftir að komast að því," sagði Friðrik sem gat heldur ekki svarað því hvort Bonneau hafi slitið hina hásina eins og haldið hefur verið fram. Lykilmenn Njarðvíkur spiluðu mikið í kvöld en Friðrik hefur ekki áhyggjur af því að þeir verði þreyttir þegar líða tekur á einvígið. "Neinei, í sjálfu sér ekki. Við tókum ákveðna sénsa í kvöld og ætluðum okkur að komast í lykilstöðu í einvíginu," sagði Friðrik að lokum.Hrafn: Verðum að gefa plani A möguleika Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega sáttur eftir sigur hans manna á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld en með sigrinum jöfnuðu Garðbæingar metin í einvíginu. "Við töluðum um að þetta væri ekki tíminn til að breyta einhverju. Við verðum að gefa plani A möguleika áður en við förum að pæla í öðrum bókstöfum," sagði Hrafn. Honum fannst sóknarleikurinn ganga betur en í fyrsta leik í Ásgarði. "Við leyfðum þeim að kæfa allt boltaflæði í síðasta leik en mér fannst við gera betur í því að færa boltann milli kanta í kvöld. Það skipti miklu máli." Stjörnumenn voru undir í hálfleik, 38-32, en voru mjög öflugir í seinni hálfleiknum sem þeir unnu sannfærandi. "Við spiluðum þrjá góða leikhluta af fjórum. Við vorum með sjö stoðsendingar í 1. leikhluta þegar við vorum að gera réttu hlutina en í 2. leikhluta vorum við ekki með neina stoðsendingu. "Það skildi svolítið á milli sem og það að við tókum ekki nema þrjú víti í fyrri hálfleik. Sjálfsagt var það bara út af því að við leituðum ekki af réttu færunum. Við löguðum það í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem var ánægður með framlagið af bekknum í kvöld. "Það skiptir miklu máli. Það býr alveg dúndur leikmaður í Sæmundi Valdimarssyni. Hann hefur bara átt við mikil vandamál í hnjánum og kálfa. Hann getur gefið okkur spark af bekknum. Arnór [Freyr Guðmundsson] kom líka með stóra körfu. Það er mjög mikilvægt," sagði Hrafn að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira