Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:45 Bjarni var spurður um orstír Íslands á Alþingi í dag. Vísir/Anton Brink Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“ Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira